Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 2

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 2
26 FREYK. frummælendur þeirra á þingi, ætlast auðsjáan- lega til þess, að öll tún á landinu, að undan- teknum þeim, sem þegar eru girt verði girt með gaddavír á næstu 7—8 eða í hæsta lagi 10 árum, og verði þetta ekki gjört, er það af því að bændur grípa fram fyrir hendurnar á meiri hluta þings og stjórnar. En það geta þeir að vísu og gjöra vonandi. Lögin eru því ekki þvingunarlög, að svo miklu leyti sem ekki er hægt með þeim að skylda bændur, sem nú hafa byggingarrétt á jörðum, til að nota lánsheimild þá, sem lögin veita. Aftur er reynt að lokka þá til þess, með því að leggja svo eða svo mikið af afborgunarskyldunni á herðar eftirkomendanna, og gjöra lántökuna ■þannig fijótt á að líta aðgengilega. En noti bændur, sem nú hafa byggingu á jörðum al- ment, þessa lánsheimild, eru eftirmenn þeirra skyldir til að taka að sér gaddavírsgirðingarnar, og atborga þær með 5°/0 í 41 ár (frá lántökudegi), og það alveg eins þótt girðingarnar séu fyrir l’óngu orðnar ónýtar. Vilji þeir eigi þetta, er þeim nauðugur einn kostur, að hætta að hugsa um búskap og flytja i kaupstaðina eða af’ landi burt — til Ameríku. Lögin geta því í staðinn fyrir „að girða fyrir Ameríku-ferðir“ (eins og einn af meðmælendum þeirra komst að orði), orðið til þess, þegar frá líður, að flæma menn í hópum- til Ameríku. Hér við bætist, að leiguliðar á bændaeignum geta á móti vilja og vitund eiganda, girt ábýlisjarðir sínar með gaddavír samkvæmt lögum þessum, og svo þegar þeir flytja, hvort sem það er eftir eitt eða fleiri ár, skyldað eiganda til að greiða sér ’/r af aridvirði girðingarinnar, auk andvirð- is máttarstólpa og hliða eftir mati, og það þótt girðingin verði orsök til þess, að eigandinn fái engan til þess, að búa á jörðinni. A sama hátt getur jarðeigandi, að ábú- anda nauðugum, girt tún landseta síns með gaddvír — og það þótt hann sé búinn að viða að sér nógu og góðu efni í grjótgarð, — • og skyldað hann til að taka að sér girðinguna, halda henni við og borga fult álag, auk hinna ákveðnu vaxta af girðingarkostnaðinum. Eg vona að það, sem þegar er sagt, sé nóg til þess að sannfæra menn um —• þá, sem ekki voru sannfærðir um það áður —, að hér er um bein þvingunarlög að ræða. Eg læt svo útrætt um það. £>ó vil eg minna bændur á, að ef þeir sýna það í verkinu — með því að hagnýta sér lögin —, að þeir séu samþykk- ir anda þessara laga, er eðlileg afleiðing af þvi, að á næsta þingi eða næstu þingum verði t. d. ákveðið með lögum, hvaða plóga, herfi, vagna, skilvindur o. s. frv. bændur eigi að brúka. Það má sem séleiðaómótmælanleg rök að því, að bændur þurfa miklu fremur leið- beiningu hins opinbera um það, hvers konar vinnuáhöld þeir eigi að nota, heldur en hvaða girðingarefni þeim er hentugast. Auk þess stríðir það miklu miuna, bæði fræðilega og verklega skoðað, móti almennum búskapar- hyggindum að fyrirskipa að ein áhaldategund skuli notuð til samskonar vinnu um alt land, heldur en að lögákveða, að sama girðingaefnið skuli notað alstaðar, hversu sem til hagar. Eg hefi áður tekið fram, að slík lagafyrir- mæli sem hér er um að ræða, hafi verið al- menn í flestum löndum Evrópu á fyrri .öldum. En mentaþjóðirnar eru fyrir löngu horfnar frá allri þesskonar þvingunarlöggjöf. Til þess að flýta fyrir nýjum ræktunaðferðum, innleiða ný og betri verkfæri, bæta búpeningsræktina o. s. frv., eru í staðinn veitt úr ríkissjóðum hag- feld lán og verðlaun. eða styrkir i einhverri mynd, án þess að leggja þar með nokkur óeðli- leg bönd á lán eða styrkþiggjanda eða efcir- menn hans. IÞessi aðferð hefir hvervetna gef- ist vel, og verið notuð talsvert hér á landi með góðum árangri. Sem dæmi má nelna landssjóðsstyrkinn til búnaðarfélaga, verðlaun fyrir útflutt smjör, styrktarsjóð Kristjáns kon- ungs IX. o. fl. — Síðan tilskipunin frá 13. maí 1776 var gefin út, þar sem bændum er fyrirskipað, að vinna ákveðið verk árlega að garðahleðslu og þúfnasléttun — sem auðvitað varð að engum notum —, hefir stjórn vor al- drei reynt að gefa bændum ákveðnar búskap- arreglur. Gaddavírslögin koma því eins og skollinn úr sauðarleggnum, eða hagl úr heið- skíru lofti, þjóðiuni alveg að fornspurðri. H. I fyrstu grein laganna er ákveðið að stjóruin megi veita 100,000 kr. lán á ári í 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.