Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 10
34 FREYR. þirigi, og meðal annars kom svo greinilega í ljós við umræðunar um túngirðingalögin. Og þótt eg sé hvorki samþykkur stefnu eða á- kvæðum laganna, gjöri eg mér beztu vonir um að þau verði oss óbeinlínis að miklu gagni. Ymsir bafa baldið því fram bæði í ræð- um og ritum, að það hafi að minsta kostimeð- fram verið kappgirni og fordild, er vakti fyr- ir aðaíformælendum gaddavírslaganna. A það legg eg ekki minsta trúnað. Eg ber svo mik- ið traust til þeirra, að eg efast ekki um að þeir verði fúsir á að breyta þeim þegar á næsta þingi, í þá átt sem eg befi bent á bér að framan, er þeir bafa fengið tíma og tæki- færi til að yfirvega málið rækilega. Hugsjóuin, að girða öll tún landsins á stuttum tima, er svo mikil og fögur, að eg ber það traust til allra sannra ættjarðarvina, að þeir láti hvorki þráa, kappgirni, flokkadrátt eða aðrar slíkar hvatir verða sér að fótakefli, beldu rvinni allir i eindrægni og bróðerni að því fagra takmarki. Beykjavík í febrúar 1904. S ký r sIa um rannsóknir á mó frá Reykjavík. Mó þann, sem Búnaðarfélag Islands eftir beiðni minui sendi mér tii rannsóknar, hefi eg nú rannsakað og auk þess ð sýnishorn af mó frá Reykjavík, sem „Mosektilturforeningen“ bafði verið sendar. Hessi 5 sýnisborn No 1 —No 5 í skýrsl- unni veit eg ekki hvernig hafa verið tekin, svo eg get engan dóm lagt á það bvort þau eru áreiðanleg sýnisborn af mónum á þeiru stöðum. Mórinn frá Búnaðarfélaginu er úr Kringlumýri og var eftir beiðni minni tekinn þannig, að hægt var að rannsaka efsta-, mið- og og neðsta lag mósins, hvort fyrir sig. A þann bátt fæst áreiðanlegra meðaltal af mónum í heild sinni beldur en ef sýnishornið er tekið á einum stað. í skýrslunni eru þessi sýnishorn merkt með No. 6a., No. 6b., og No. 6c. þannig að No. 6 a. er efsta lagið. I>ær rannsóknir sem eg gjörði voru fyrst og fremst að ákveða hitagildi* (Brændeværdi) mósins, auk þess öskumagn hans og hve mik- ið væri af þurrum efnum í mónum teknum úr mýrinni. Eg ákvað og köfnunarefnið í honum og rannsakaði öskuna „kvalitativt11, en þar eð í henni var að eins lítið eitt af kalí og fosfór- sýru, (sem eru þau af efnum hennar sem nokkra þýðingu hafa til áburðar) sleppti eg að rann- saka hana nánar. Viðvíkjandi hinum einstöku rannsóknum vil eg geta þess, að hitagildið er fundið með „Berthelots kalorometriske Bombe“ (System Mahler), og eru tölurnar, sem tilfærðar eru, meðaltal af minst tveimur þvínær samhljóða tilraunum. Þar eð mórinn, sem eg ákvað hita- gildið í, var misjafnanlega rakur, hefi eg reikn- að hitagildi allramótegundanna með 20°/0af vatni. Er það nokkru minna en alment er gjört ráð fyrir hér um loftþurkaðan mó, en mér virtist, af nokkrum tilraunum sem eg gjörði, að mór með mikilli ösku þorni betur en mór með lít- illi ösku, svo eg hygg það láti nærri að loft- þurkaður Reykjavíkurmór hafi 20°/0 af vatni, í stað 25°/0 sem gjört er ráð fyrir hér á landi. Með kalorometrisku bombunni fæst hita- gildið þannig, að vatnið sem myndast við brun- ann er fljótandi, en f eldstæðum verður það að fara burt með reyknum sem gufa. Erá hin- um fundnu tölum verður því að draga c. 600 cal. fyrir hvert gr. af vatni sem myndast við bruna eins gramms af eldsneytinu. Við það kemur fram það sem kalla mætti notagildi (nyttig Brændeværdi). Þær tölur eru tilfærð- ar í síðasta dálki töflunnar. I sérstökum dálkum er tilfært hitagildi lífrænuefna mósins og mósins fullþurkaðs. Hið fyrnefnda hefir sérstaklega þýðingu til að dæma um aldur mósins, hve mikið jurtaefniu eru umbreytt, Talan vex með aldri mósins. Hve mikið er af þurefui í mónum, eins og hann kemur fyrir í mýrunura þar sem hann er tekinn, er erfitt að *) Með hitagildi er xneint Gramkaloriur sem 1 gram af eldsneytinu frarnleiðir, , yið fullkominn bruna, eða með öðrum orðumi: Pjöldi þeirra igramma af vatni, sem 1 gr. af eldsnéytinu getur hitað um 1° C.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.