Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 12
36 EítEYR. íallin þar sem þarf að flytja móinn langt, en nokkru dýrari en Sparkjærs aðferðin. I Sparkjær kostar upptaka og þurkun á einni smálest — 2000 pd. — af steyptum mó 3,25—3,50 krónur. Ef'tir skýrslu Búnaðarfélags Islands, er mórinn í Kringlumýri 50— 54 þuml. á dýpt setjign að meðaltali 4x/a fet. Teningsfet af ó- þurkuðum mó vegur nálægt 70 pd. og þurefnin 16,4°/0- Þá fæst af þurrum mó — 20°/0 vatn — úr hverri vallardagsláttu af mýrinni: 900. 36. 41/,. 70 . 16,4. . 100 2000 100 80 = 1010 smálestir. Notagildi þessa mós er 2800 cal. og nota- gildi steinkola kring um 7000. Mórinn úr 1 dagsláttu jafngildir þá til eldiviðar liðlega 400 smálestum af kolura, og mýrin sjáif — ef rétt er að farið - að minnsta kosti jafn mik- ils virði til ræktunar eftir sem áður. Hvort happa sælla sé fyrir land og lýð aðnota mó- inn úr Kringlumýri eða kol frá New-Castle læt eg hagfræðingana dæma um. Að endingu vil eg vekja athygli manna á einu atriði, sem hefir mikla þýðingu við notk- un mósins og það eru ofnarnir. Mór er elds- neyti, sem brennur með miklum loga og er auk þess fyrirferðarmikið. Móofnar verða því að vera öðruvísi en kolaofnar, loftaðfærslan öðruvísi (bæði gegnum eldsneytið og að logan- anum) og eldhoiið rúmgott. Hér í Danmörku fást mjög góðir móofnar af ýmsri gerð, og hafa margir þeirra við tilraunir reynst mæta vel. Notagildi alt að 95°/0 eða að eins 5°/0 af hit- anum sem eldsneytið framleiðir fer til ónýtis (út í reykháfinn). Að svo stöddu máli vil eg ekki beinlínis mæla með neinni sérstakri teg- und, til þess hefi eg ekki rannsakað þá nægi- lega. Enda er fleira að athuga en notagildið eitt t. d. verð, traustleik, hvernig er að passa þá o. fl. Kaupmannahöfn 1904 Ásgeir Torfason. Aó beita sauðfé. Eftir Björn Bjarnarson í G-röf. Reynslan er sannleikur. Með aldrinum sannfærist eg betur og bet- ur um, að reynslan er bezti kennarinn í bún- aðarfræðinni. Þótt aðalþættina megi kenna bóklega,. bygt á almennri reynslu, koma fyrir hvern einstakling mörg smáatriði til greina, semjtaka verður tillit til, og naumast er unt að skýra nægilega nákvæmt í riti. Þessi smáatriði gjöra. oft það að verkuin, að þau raska að nokkuru leyti þeirri reglu, er bókfræðin byggist á,. nema dómgreind einstaklingsins kenni hon- um að gæta þeirra á réttum stað og tíma. En á það brestur oft, sem eðlilegt er, Jog fyrir það er hin fræðilega búnaðarkensla svo varúðarverð, og svo misjafnlega dæmd og nýtt Það sem einum reynist vel, getur algjörlega misheppnast hjá næsta nágranna, þótt báðir fylgi sömu reglu með líkri viðleitni. Staðhætt- ir og margt annað er svo breytilegt. Þess vegna er það, að þótt maður fyrir reynslu þykist orðinn sannfærður um gildi ein- hverrar kenningar, á þeim stað og undir þeim kringumstæðum sem hann hefir öðlast reynsl- una, má eigi gefa hana út sem gilda, almenna reglu. En þrátt fyrir það álít eg rétt, og geta að liði orðið, að menn geri kunnugt það, er þeim hefir vel reynst, skýri frá því blátt áfram,. satt og hreinskilnislega, svo aðrir geti hag- nýtt af því það, er kann að eigavið hjá þeim,. með tilbreytingum eftir ástæðum. Meðferð sauðfjár hefir á síðustu áratug- um í Sunnlendingafjórðungi víðast mikið breyzt frá því er áður var, aðallega í því, að nú er fénu mikið minna beitt og meira gefið inni á vetrum. Menn, er fyrir 30—40 árum voru aldraðir höfðu uppalist við þann sið, að beita sauðfó svo rnikið sem unt var. Var það látið liggja við beitarhús (hagahús), er oft voru jötulaus, og fénu „gefið á gadd“, þá sjaldan því var gefið. Þessi beitarhús eru mjög víða lögð* niður, en 1 þeirra stað komin innigjafahús heima við bæinn.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.