Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1905, Side 8

Freyr - 01.05.1905, Side 8
40 FREYR. Sýningin i>iö Varmá. Búnaðarfélag Mosfellssveitar og Kjalarness- hrepps hélt sýningu á eyrinni við Varmá i Mosfellssveit við þjóðveginn 19. júní. Verðlaunaféð var 300 kr., 150 kr. fráLands- búuaðarfélaginu og hitt frá búnaðarfélagi Kjal- arness og Mosfellssveitar. Af því að verðlauna- féð var tiltölulega mikið borið saman við skepnu- fjölda, voru verðlaun höfð með hæsta móti, svipuð og á Þverársýningunni. Sýningarsvæðið var afgirt og lagiega út- búið. — Sýningin byrjaði kl. 2 e. m. og stóð til kl. 8. Veður var ágætt og fólk mjög margt 500— 600. Af skepnum komu : 8 naut, 19 kýr, 2 graðfolar, 17 hryssur, 7 hrútar og rúmar 80 ær. • Sú nýjúng var á þessari sýningu, að á verðlaunaskepnurnar voru hengd bréfspjöld, þar sem prentað var á nafn sýningaritmar, sýning- ardagur og verðlaunaflokkur, og ritað neðan- undir nafn og heimili eiganda. Þetta er al- siða erlendis og gjört til þess að fólk eigi hægra með að átta sig á verðlaunaútbýtingunni. Skepnurnar á Varmársýnitigunni voru með jafnlakasta móti, engin skepna reglulega falleg nema nautið frá Viðey. Nokkur fleiri af naut- unum voru og rétt lagleg. Eitt frá Elliðakoti 3 ára var mjög stórt og föngulegt, en fremur af holdakyni. Engin af kúnum var vel falleg. Hvorugur graðfolanna var líklegur til kynbóta. Sá rauði frá Esjubergi er að vísu fremur lag- legur en lítill og útskeifur á framfótuin. Hryss- urnar suraar voru fremur laglegar, sérstaklega ein jarpsokkótt fráLambhaga. Sauðféð var jafn- skást enda tiltölulega mest af því; nokkrirbeztu hrútarnir höfðu þó sloppið á fjall til skaða fýr- ir sýninguna. Eyrstu verðlaun hlutu: Eggert Briein Við- ey fyrir rautt naut 2 ára (15 kr.), SturlaJóns- son Brautarholti fyrir bleikskjöldótta kú 10 v. (10 kr.), Gruðm. Kolbeinsson Esjubergi fyrir gráskjöldótta kú 8 v. (10 kr.), Kári Loptsson Lambhaga fyrir jarpsokkótta hryssu 10 v. (10 kr. i, Guðm. Magnússon Elliðakoti fyrir svart- an lirút 3 v. (6 kr.) og Kristján á Álafossi og Jón á Mosfelli fyrir ær, 5 kr. hvor. Sýningin við bndirfellsrétt. Hún var haldin 29. jútií fyrir Áshrepp í Vatnsdal. — Verðlaunaféð var 200 kr., 100 kr. frá Bf. ísl. og 100 kr. frá búnaðarfélagi Ás- hrepps. Hæð verðlauna var svipuð og á Mýr- dalssýningunni en sýningarkostnaðurinn mun hærri, 40 kr.; á nautgripi kom 84 kr., á hross 48 kr. og á sauðfé 28 kr. — Skráð var til sýn- ingarinnar: 3 graðfolar, 16 hryssur, 4 naut, 29 kýr, 5 hrútar og 23 ær. Af skepnum þeim, sem skráðar voru til sýningarinnar, komu eigi 3 af hrútunum — höfðu sloppið á fjall —, aftur komu talsvert fleiri hryssur, og mikið fleiri ær — um 50. Sýningin byrjaði laust fyrir hádegi og stóð 5 stundir. Veður var ágætt, fólk um eða yfir 100. Hrossin á þessari sýningu voru yfirleitt mun stærri en á nokkurri annari sýningu, erjegbefi verið á hér heima. Tvær hryssur voru fast að 54” á hæð, og eigi allfáar 52”—53”. Kropp- byggingin var yfirleitt sterkleg og samsvaraði sér vel, fætur mikið lakari, framtótarleggirnir á mörgum of mjóir og framfætur útskeifir, hóf- ar á suinum hvergi nærri góðir. Folana var ekkert sérlegt við, enda ekki útbýtt fyrstu verð- launum fyrir þá. — Kýrnar voru stórar, en yfirleitt nokkuð grófgerðar og eftir útliti að dæma fremur lagnar til holda en mjólkur. Eng- in þeirra var verulega gæðaleg. Af nautunum var aðeins eitt fallegt, nautið frá Þóroddstungu, hin voru naumast verðlauna verð, endaöllung. Af hrútum komu aðeins 2, hvorugur fallegur og áleit dómnefndin þá ekki verðlauna verða. Ærnar voru þar á móti yfirfeitt mjög fallegar, enda mun sauðfé óvíða vera eins vænt hér á landi og á sumum bæjum í Yatnsdal. Eyrstu verlaun hlutu: Jón Hannesson Þór- oddstungu fyrir svart naut l'/„ árs (12 kr.) og rauðflekkótta kú 8 vetra (10_kr.), Stefán Magn- ússon Elögu fyrstu verðlaun fyrir gulflekkótta kú 10 vetra (10 kr.), Hallgrímur Hallgrímsson Hvammi fyrir gráa hryssu 12 vetra 5272” (10 kr.) og Björn Sigfússon Kornsá og Kristján Blöndal Gilstöðum fyrir ær 3 kr. hvor. Sýningin á Sauðárkrök. Skagfirðingar héldu sýningu á Sauðárkrók 4. júlí í sambandi við aðalfund Ræktunarfélags Norðurlands. Búnaðarfélagið styrkti sýninguna með 150 kr. móts við jafnmikla upphæð, er

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.