Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Side 4
4
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Þegar ritstjóri Ljósmæðrablaðsins, frú Jóhanna
Jóhannsdóttir, bað mig um að segja lesendum blaðsins frá
dvöl minni á erlendri grund sex mánuði ársins 1968,
runnu á mig tvær grímur. Margt bar til þessa m. a. það,
að ég vissi, að erfitt yrði í stuttu máli að segja frá því,
sem við hafði borið þessa viðburðarríku mánuði. En þar
sem ég hefi alltaf litið svo á, að Ljósmæðrablaðið ætti að
vera „rödd“ ljósmæðranna sjálfra, ásamt öðru fleiru, gat
ég auðvítað ekki neitað þessari beiðni, en í staðinn þakkað
fyrir. Auk þessa er ég í þakkarskuld við Ljósmæðrafélag
Islands, sem veitti mér sex þúsund króna styrk til þess-
arar námsferðar og finnst mér ég bezt geta greitt hana
og þakkað með því að deila með ljósmæðrum landsins því,
sem ég fékk að njóta að svo miklu leyti, sem það er hægt
í örstuttri blaðagrein.
Ég flaug frá Reykjavík í blíðskaparveðri 31. janúar
1968 og var komin til Lundúnaflugvallar eftir nákvæm-
lega 2 klukkustunda og 10 mínútna flug. í Englandi sótti
ég síðan námskeið í uppeldis- og sálarfræði auk uppá-
haldsgreinar minnar psychoprophylactic (Psyco—hugur.
Prophylactic=undirbúningur). Þegar ég svo yfirgaf Eng-
land eftir 4 mánaða dvöl og lagði leið mína til Frakklands,
hafði ég auk þess, sem að framan greinir, kynnzt nýjung-
um í fæðingarhjálp og skipulagningu fæðingarstofnana.
Lengst dvaldi ég á Charing Cross Hospital og Mile End
Hospital, London. Cheltenham Maternity Hospital, Chelt-
enham, Gloicestershire. Barking Hospital, Barking og St.
Mary’s Hospital, Portsmouth, auk annarra og fleiri stofn-
ana fyrir styttri tíma.
Mig hafði lengi langað til að heimsækja stofnun hins
ágæta manns Dr. F. Lamage í París. Og nú, þegar ég hafði
þetta alveg við bæjardyrnar, ef svo mætti segja, kom allt
í einu babb í bátinn. Stúdentaóeirðir, verkföll. Allt í hers-
höndum í hinni fögru, frægu borg við Signu. Hvað átti ég
nú að gera? Ég var ekki ánægð með að gefast upp. En