Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Side 8
8
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
þátt í námskeiðum og eru sjálf kennarar. Öllum er fyrir-
skipað að tala ,,sama“ málið og uppörva og hjálpa á sama
veg.
Merkilegt og ánægjulegt þótti mér að sjá, að aldrei var
ýtt á eftir fylgju svo nokkru næmi. Þegar barnið var
fætt, var það tekið, laugað og gengið frá því. Þá fyrst var
farið að huga að því að fá fylgjuna til að koma og voru
þá oftast liðnar frá 20—30 mín. Ég vil geta þess hér um
leið, að Bretar ýta aldrei á eftir fylgju nema þá í undan-
tekningum. Þeir leggja vinstri hendi létt ofan við synfysu
um leið og togað er létt í naflastreng niður á við með
hægri hendi. Þetta hvorutveggja er gert af ljósmóðurinni
sjálfri, sem tekur á móti.
f nýjustu sjúkrahúsum Breta eru barnastofur fyrir
heilbrigðu börnin svo gott sem óþekkt fyrirbæri. Börnin
eru inni hjá mæðrum sínum allan sólarhringinn. Þannig
var það einnig í París.
Einkennandi fyrir sjúkrahúsmál Svía er, að nóg virðist
vera af öllu. Enda Svíþjóð ekki að ástæðulausu kölluð
mesta velferðarríki álfunnar og þótt víðar væri leitað. í
því felst þó ekki einvörðungu það, sem gott er, einnig því
fylgja vandamál, sem jafnvel gestsaugað sér fljótt. Margt
var að læra, og margt var að sjá, en þar sem ég verð að
stikla á stóru, læt ég nægja að nefna ,,stolt“ Svíanna,
Bláklintshemmet í Linköping. Það er stofnun, sem er
þannig uppbyggð, að konurnar koma þangað á 3. degi frá
fæðingarspítalanum í Linköping. Þá eru þær komnar á
fætur, hugsa að mestu um sig sjálfar og börn sín einnig-
Örfáum reglum verða þær að fylgja, en að öðru leyti
mjög frjálsar og mega fara sinna ferða jafnvel út í borg'
ina til að verzla. Heimsóknartímar lítt takmarkaðir og
fleira í þessa átt. Húsið sjálft er gamalt á tveim hæðurfli
en allt er þar til alls og vel að öllu búið. Margt, sem þarna
var haft um hönd, líkaði mér mjög vel, enda mjög \ík\
því, sem við höfum haft um hönd í Fæðingarheimil1