Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 20. Óttist þér að líffæri yðar kunni að verða tekin áður en þér eruð alveg skilinn við? 21. Teljið þér að ætið sé lífsvon meðan maður er á lífi? 22. Teljið þér að allar læknisfræðilegar tilraunir vorra daga séu siðferðilega réttlætanlegar ? 24. Getið þér hugsað yður að lifa áfram með líffæri úr ýmsum mönnum? 25. Getið þér hugsað yður að lifa með líffæri úr dýri? 26. Ef þér væruð í lífshættu, væri yður þá sama úr hverj- um líffærið væri, sem gæti bjargað yður? 27. Gætuð þér hugsað yður að lifa með hjarta úr hengd- um morðingja? 28. Mynduð þér samþykkja líffæraflutning jafnvel þótt batavon væri mjög lítil? 29. Mynduð þér vilja leyfa á yður læknisfræðilegar til- raunir, jafnvel þótt þær myndu ekki bjarga sjálfum yður heldur ,,aðeins“ komandi kynslóðum? Jöhanna Jóhannsdóttir ^ungnakrabbi. Hver 17. Dani, sem dejn- á þessu ári andast úr lungna- krabba, segja opinberar skýrslur í Kaupmannahöfn. ^rófessor Tyge Söndergaard, sem vinnur að krabbameins- vÖrnum í Danmörku, lætur eftir sér hafa að þeir, sem byrji að reykja ungir, geti reiknað með 10% líkum þess að deyja úr lungnakrabba. Af 1000 lungnakrabbasjúklingum eru 800 karlmenn og 2°0 konur. Prófessor Söndergaard segir, að ekki sé hægt að skera fjórðung þessara sjúklinga, þar sem meinið vaxi Ur lunga inn í hjarta. Þessir sjúklingar lifa í mesta lagi Utn tvö ár þótt geislameðferð sé beitt. flestir af þeim, sem skornir eru, missa annað lungað. Ver 10. sjúklingur deyr á sjúkrahúsi í sambandi við s íkar skurðaðgerðir. J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.