Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Síða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Síða 8
8 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 6) Skilyrði verða að vera fyrir hendi, að einangra sýkt börn. 7) Hreinlæti starfsliðs verður að vera fullkomið og hjúkr- unarfólk með smit má ekki vera í snertingu við hvít- voðunga. Eftirmáli: Síðan þessi grein var samin, hafa vaknað efasemdir um hollustu hexacholorophensápu. Hefur komið í ljós, að dálítið magn 0,009—0,646 micro- gröm/ml finnast í blóði nýfæddra barna, sem daglega eru böðuð með 3% hexachlorophene sápu. Ekki var vart eituráhrifa í þessum börnum. (Lancet 7. ágúst 1971). Hins vegar fengu rottur, sem aldar voru á hexachlorop- heni, breytingar í heila. Voru það cystumyndanir og heila- bjúgur í hvítasubstancinum. Sömu breytingar komu fram í öpum, sem voru í 90 daga frá fæðingu baðaðir með hexa- chlorophen. Magn hexachlorophen í blóði rottanna var 1,21 microgröm í ml. Einnig má geta þess, að hexachlorophen hefur lítið að segja gegn gram-neikvæðum sýklum. Chlorhexidin (hibi- tane) er hins vegar sýkladrepandi bæði, þegar um er að ræða klasasýkla og keðjusýkla og hins vegar gram-nei- kvæða sýkla, eins og pseudomonias, salmonelle. og coli. Ljósmæðrablaðið þakkar Bergþóru Sigurðardóttir ágæta grein, sem eiga mun erindi til allra ljósmæðra. Jóhanna Jóhannsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.