Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 4
76 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ þátt í félagsmálum stéttar sinnar og m. a. verið formaður í Sam- tökum heilbirgðisstétta frá stofnun þeirra árið 1969. Maður hennar er Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður. Menntun hjúkrunarstétta hefir verið mjög til umræðu hér að undanförnu og er ástæða til að gleðjast yfir stofnun þessa nýja skóla og að jafn mikilhæf og vel menntuð kona sem María Péturs- dóttir skuli hafa valist þar til forustu. Jóhanna Jóhannsdóttir lUaría Björnsdóttir Þá er nú svo komið, að 23 ljósmæður eru sameinaðar í einum skóla við hjúkrunarnám. Eiginlega má segja, að þetta nám hafi byrjað 21. ágúst s.l. með undirbúningsnámskeiði í Líffæra- og lífeðlis- fræði og í barnasjúkdómum. Kennslan fór fram í kennslu- stofu L.S.M.I. undir handleiðslu læknanna Gunnlaugs Snæ- dal, Jóns Hannessonar, Björns Júlíussonar og Öldu Hall- dórsdóttir hjúkrunarkonu. Var það greinilegt, að öll lögðu sig fram um að koma lærdómi í okkur og við eigum þeim mikið að þakka. En það voru fleiri sem áttu þátt í að þetta undirbúningsnámskeið gæti nýzt sem bezt. I þess- um nemendahóp eru 8 ljósmæður, sem enn voru við nám í L.M.S.I. Þær hafa oft minnst með þakklæti hvernig ljós- mæður og annað starfssfólk Fæðingardeildar gerði sitt til að þær gætu sótt tímana, þó svo að þær væru á vakt. Prófin fóru fram í byrjun október, í kennslustofu H.S.I. Það var ekki í síðasta sinn að við nutum húsnæðis þar. Því þegar að skólasetningu kom, var okkur boðið að vera í dagstofu Hjúkrunarskólans, og ekki nóg með það, held- ur var líka boðið upp á kaffi og aðrar kræsingar. Þegar skólinn byrjaði þ. 9. okt. áttum við hvergi heima. Þá voru það Ljósmæðraskólinn og Hjúkrunarskólinn sem skutu yfir okkur skjólshúsi. Yfirljósmóðirin þjappaði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.