Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 79 mæðraskó.linn tveggja ára og er þá átt við almanaksár, en ekki venjulegt skólaár. Mikill skortur var á hjúkrunarkonum, en ljósmæður kvörtuðu um atvinnuleysi. Því var talið rétt að athuga, hvort veita mætti ljósmæðrum hjúkrunarnám á styttri tíma en þremur árum, ef lagt yrði til grundvallar nám þeirra og samin sérstök námsskrá yfir þær greinar, er þær þyrftu að leggja stund á. Á undanförnum árum hefur ein og ein ljósmóðir stund- að nám í hjúkrunarskólanum og fengið einhverja stytt- ingu á verknámi, en að öðru leyti fylgt kerfi skólans. Kröfur um undirbúningsmenntun inn í þessa skóla eru ekki þær sömu né lágmarksaldur. Inntökuskilyrði í hjúkr- unarskólann eru gagnfræðapróf eða landspróf miðskóla, en umsækjendur, sem hlotið hafa frekari menntun, skulu ganga fyrir að öðru jöfnu. Aðsókn að skólanum hefur ver- ið mikil. Stúdentar, sem nú eru um fimmti hluti og jafn- vel fjórði hluti hvers nemendahóps, ganga fyrir svo og nemendur, er lokið hafa námi í framhaldsdeildum gagn- fræðaskólanna. Það eru því sárafáir gagnfræðingar, sem komast inn í skólann, hafi þeir ekki bætt við sig einhverju námi eða dvöl erlendis. Umsækjandi skal vera fullra 18 ára, er skólavist hefst. Ljósmæðraskólinn hefur starfað sem tveggja ára skóli frá árinu 1964, og fyrstu ljósmæðurnar með það nám brautskráðust frá skólanum árið 1966. Á þessum árum hefur skólinn brautskráð 56 ljósmæður. Af þeim hafði 1 lokið stúdentsprófi, 2 landsprófi, 33 gagnfræðaprófi, 9 miðskólaprófi og 11 unglingaprófi. Auk þessarar mennt- unar höfðu nokkrar gengið í húsmæðraskóla eða hlotið aðra menntun, sótt kvöldnámskeið eða verið við nám er- lendis. Umsækjandi skal vera 20 ára að aldri. Bóknám hjúkrunarnema fer að mestu fram á námskeið- um, fjórum alls og er það um 1500 kennslustundir. Aðal- námsgreinar eru: Hjúkrunarfræði, heilsufræði og heilsu-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.