Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 6
54 FREYR. áttu upphaflega að ganga til, reynaat svo vel, að nauðsyn verði á þvi, að verja meira fé til þeirra, en Ræktunarsjóðurinn getur látið í té, þá er auðsætt að síðari þing hlaupa þar undir hagga með fjárframlagi. En það, sem mestu réði í þessu vaxtamáli Ræktunarsjóðsins, og hlaut að vekja athygli þingmanna, var, hve margt á síðasta þingi virtist miða að því að rýra fjárráð þingsins í stað þess að auka þau eins og vera beríflest- um greinum. Þetta kom berlega fram við um- ræðurnar um Ræktunarsjóðinn, og styður ágætl. að þvi, sem eg hefi haldið fram í greinum mín- um um „Kosning búnaðarþingsfulltrúanna.1' Mér þykir það einkennilegt af jþeim af útgefendum Ereys, sem eru ráðunautar Búnað- arfél. íslands, að ráðast jafn óvægilega, sem þeir gjöra í nefndri ritgjörð, á formann félags- ins. Og hæpið er að það sé hyggilegt af þeim, að svívirða neðri deild að ástæðulausu, þar sem Búnaðarfél. Isl. á þó undir högg að sækja með fjárframlag frá þinginu. En gálausast er þó, að tala um það að önnur deild alþingis „svín- beygi“ hina, því að hver skynhær maður ætti að vita, hve mikla þýðingu það getut haft fyrir heiil þjóðarinnar, að samvinna sé sem bezt og liprust milli þingdeildanna. Hermann Jónasson. * * * Enda þótt athuganir hr. H. J. hér að fram- an séu ekki færðar í sem kurteisastan húning, vildi Freyr ekki meina honum svars fyrir sina hönd og þeirra, sem hann virðist vera sjálfkjör- inn vörður tyrir, og það þvi fremur sem vér könnumst við það, að Freyr hefði getað látið sömu skoðun sína í ljósi með vægari orðum, en hann gjörði; meiningin þurfti ekki að rask- ast við það. Hinsvegar sýtum vér ekki yfir því, sem orð- ið er, og teljum það nú fremur happ að Freyr tók nokkuð hart til orða, því að þar sein hr. H. J. virðist, eins og margir fleiri, jafnan næmari fyrir einstökum vel eða illa völdum orðum en mergi málsins, má ætla að hann hefði ekki komið fram með greinarstúfinn, ef hann hefði ekki haft einhver orðatiltæki að hengja hatt sinn á. Oss þykir sem sé nokkur fengur í greinar- stúfnum; fýrst og fremst af því, að það getur bæði verið til gagns og skemtunar fyrir fólkið, að það fái einstaka sinnum að sjá á hak við tjöldin á leiksviði löggjafanna, enda virðist þess full þörf til þess að skilið verði sumt af því, sem heyra má af pöllunum og lesið verður um í þingtíðindunum. Og þá þykir oss rúsínan í niðurlagi greinarinnar þess virði, að Freyr flytji hana lesendum sínum til smekks, því að þar kemur ánægjulega vel fram hin sanna mynd af fjármálapólitík hr. H. J., mynd, sem vér könn- umst nokkuð við, en höfum ekki fyr séð setta fram með jafn greinilegum dráttum. Freyr skýrði frú gangi Ræktunarsjóðsfrum- varpsins í gegnum þingið alveg eins og frá því segir í þingtíðindunum og dæmdi út frá því. Aðrar heimildir voru ekki til. Nú hregður hr. H. J. oss um hlutdrægni, er vér gátum eigi um þær „knýjandi ástæður“, er hann fræðir lesendurna um, að efri deild hafi notað til þess að berja sitt mál fram þvert ofan í tiliögur milliþinganefndar, stjórnar og mikils meiri hluta neðri deildar, ástœður, sem aldrei hafa fyr komið opinberlega fram og eflaust hafa átt að geymast og gleymast að tjaldabaki, enda hefir það hingað til ekki verið talið sæmilegt, og mun ekki verða, að fulltrúarnir verzli með áhugamál þjóðarinnar, og skörin virðist færast upp í bekkinn, er þingmenn sjálfir fara að viður- kenna opinherlega réttms^ti slíkrar verzlunar. Og það megum vér fullyrða, að Freyr hefði aldrei, þótt kann hefði vitað um kaup þessi,. farið að hampa þeim sem gildri ástæðu fyrir gjörðum þingsins, en aumt er það fyrir þingið í heild sinni, að einstakir þingmenn skuli þurfa að afsaka gjörðir sínar með því, að þeir hafi verið neyddir — í „hrossakaup.11 Það er satt, að Freyr hefir verið og er meðmæltur þjóðjarðasölu, en hvort hann vildi kaupa framgang þeirra laga á þessu þingi því verði, að eyðilagður væri Ræktunarsjóðurinn að miklu leyti, er annað mál. — Það virðist annars æði djúpt á „óbrjálaðri hugsun“ hjá hr. H. J., er hann heldur því fram, að ákvæðið í frumvarpinu um að Ræktunarsjóðurinn væri undanþeginn rentugreiðslu til landssjóðs, hefði „alls enga þýðingu" haft, ef þjóðjarðasölufrum-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.