Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 8
56 JFREYR. ullin er reiknað eftir kaupstaðarverði hvert árið. Ánum hefir verið gefið tómt úthey eða því sem næst. Verðið á heyinu er reiknað eins og kost- að hefir að afla þess, og partur af jarðarafgjalcli talinn með. Vetrarhagar og sauðfjárbeit er í góðu meðallagi eftir því, sem gjörist hér um slóðir. Láta mun nærri að fóðra megi 30 kind- ur á kýrfóðrinu, og er því taðið undan þeim reiknað jafnt og undan 1 kú. Eg hefi hleypt til iambgimbra; þær gefa mjög góðan arð með því móti, en ærnar verða rýrari og fóðurfrekari fyrstu árin. Arðurinn af ánum hefði því orð- ið enn meiri, ef eg hefði ekki látið gimbr- arnar fá. Kostnaður við hverja kú að meðaltali: 1901 1902 1903 1904 1905 Eóður, taða og úthey . . . 96,91 97,48109,58 101,83 88,15 Hirðing sumar og vetur . . 30,00 30,00 30,00 30,00 30,00 Húsaleiga,opin- ber gjöld, nauts- tollur . . . 4,46 4,60 4,19 4,35 4,50 Samtals kr. 13l,37 132,08143,77 136,18 122,65 Arður af hverri kú að meðalt.: Nýmjólk á8au. potturinn. . 186,40189,40 177,52 166,56 151,20 Kálfur . . 3,00 3,00 3,00 3,00 3,00 Áburður . . 20,00 20,00 20,00 20,00 20,00 Samtals kr. 209,40 212,40 200,52 189,56 174,20 Hreinar tekj- ur af hverri kú kr. . . 78,03 80,32 56,75 53,38 51,55 Meðaltekjurnar af hverri ku í 5 ár verða þá 64,01 kr. og sé kýrin reiknuð á. 100 kr., sem alment er gjört, verður leigan eftir kýr- verðið 64°/0. Mjólkurpottinn hefi eg aðeins reiknað á 8 aura, en þess ber að gæta, að feitimagnið mun vera fremur lágt, undir 4°/0, og svo lækkar mjólk- in í verði, þegar hún er meiri en nauðsynlegt er til heimilis nota. Taðan er reiknuð eins og hún hefir kostað, áburður, áburðarvinna og part- ur af jarðarafgjaldi auðvitað talinn með. Heyin verða vitanlega því dýrari, sem ver hefir sprott- ið og meiri misbrestir orðið á heyskapnum. Vanhöld hafa engin verið á kúnum þessil áriu og eru því ekki talin með. Kýr hafa ver- ið fáar, en mjólkað í meðallagi eftir þvi sem- gjörist, lakar seinustu árin. Einar Magnússon. M ó r. Hér á landi hefur um langan aldur verið skorinn mór (svörðurj og hafður til eldiviðar,. en lítill sómi hefur honum verið sýndur hing- að til. Fátt gjört til að hagnýta hann á sem hagkvæmastan hátt og sumstaðar jafnvel ekki notaður að neinum mun, þótt nóg væri, fyrir hendi af honum. Af framtaksleysi og þekk- ingarskorti hafa margir heldur tekið þann kost- inn, að brenna síðustu leyfunum af birkiskóg- um landsins og svo áburðinum (skán og kiín- ing), en að fara út í mýrarnar og sækja þang- að nógt og gott eldsneyti. Á síðustu árum hefur áhugi á jarðrækt farið óðum vaxandi og mönnum því orðið æ ljósara, hvílíkt skaðræði áburðarbrenslan erfyrir land og lýð. Húsakynnin breytast líka, verða rúmbetri og bjartari, en um leið hitafrekari. Nokkur áhugi hefir því vaknað á þvi að hag- nýta móinn betur. Guðmundur héraðslæknir Björnsson á þakkir skilið fyrir að hafa, fyrstur manna í seinni tíð, brýnt rækilega fyrir mönn- um gagnsemi mósins og sýnt ljóst og greini- lega hvílikt skaðræði fyrir land og lýð það er að láta hann liggja ónotaðan, eða lítt notað- an. (Sjá Isafold seinni hluta árs 1903). Að nokkru leyti er mönnum þó vorkunn,. þótt ekki hafi þeir sýnt mónum þann sóma,. sem hann á skilið. í>á hefur vantað þekkingu til þess og ekki átt kost á að afla sér hennar neinstaðar, hafa ekki getað fengið móinn né mómýrarnar rannsakaðar, og ekki getað ' aflað sér ráða eða aðstoðar til að hagnýta hann á sem auðveldastan og hagkvæmastan hátt, já jafnvel ekki átt kost á ofnum og eldstæðum við hans hæfi. Eg vona að þetta lagist alt smámsamau, og þýðingarmikið spor í þá áttina er tilboð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.