Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 1

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 1
j^RETR. Landbúnaður á Vestfjörðum. Eftir Guðjón Guðmundsson. Seinastliðið sumar, í águst og september, feraðist eg um Vestiirði til athugunar og leið- beiningar í búnaði, samkvæmt ráðstöfun Lands- búnaðarfélagsins. Eg var áður nokkuð kunnugur i Stranda- sýslu og við Djúp, en hafði eigi fyr komið í Vestur-Isafjarðarsýslu né megin hluta Barða- strandarsýslu. Hér skal skýrt írá lifnaðarháttum og at- vinnuvegum Vestfirðinga, einkum landbúnaði. Fljótt verður þó yfir sögu að fara rúmsins vegna. Vestfirðir eru þríhyrndur skagi, er gengur norðvestur úr megin landinu og takmarkast að suðvestan af Breiðafirði ogað norðanaustaD at Húnaflóa. Þar sem eyðið, er tengir Vestfirði við meginlaudið er mjóst, millum Gilsfjarðar að vestan og Bitrufjarðar að norðan, er það tæp míla á breidd, og hæð þess rúm 700 fet. Vestfirðir eru um 170 □ mílur að stærð. Meiri hlutinn er gróðurlaust hálendi, en alt er það sundurskorið af fjörðum, víkum og dölum. Strandlengja er talin 250 mílur, og sýnir það glögt hvað Vestfirðir eru ákaflega vogskornir. Engir stærri dalir eða víðáttumikil slétt- lendi eru á Vestfjörðum, bæirnir í einni eða fáum röðum fram með fjörðunum og í daladrög- unum fyrir botni þeirra. Víða er bygðin suud- urslitin af sæbröttum fjöllum, björgum og hömrum. Samgöngur á sjó eru góðar á Vestfjörðum, víða ágætar hafuir, og firðirnir svo að segja allir skipgengir. A landi eru samgöngurnar víðast erfiðar, fjöllin millum fjarðanna brött og há, og torfærur víða rjieðí'ram sjónum. Allar vegabætur eru erfiðar, enda víðast lítið að þeim gjört. Bygðarlög á Vestfjörðum eru: Barða- strandarsýsla, ísafjarðarsýsla og mest öll Strandasýsla. Eg skal hér lýsa þessum sýslum nokkuð gjörr, og vil eg taka þær í sömu röð, og eg. ferðaðist um þær. I. Strandasýsla. Strandasýsla nær frá botni Hrútafjarðar út með Húnaflóa að vestan að Geirhólmsgnúp millum Bjarnarfjarðar og Reykjarfjarðar uyrðri. Strandleingjan þar fyrir norðan, að Horni, er kölluð Norðurstrandir og telst til Isafjarð- arsýslu. Af því að Strandasýsla er svo iöng og mjó, og marg-sundurskift af fjörðum og f'jöll- um, eru allar samgöngur miilum hinna eiustöku bygðarlaga erfiðar. Vegurinn eftir endilangri sýslunni að sunnan norður á Hólmavík þó er víð- asthvar góður enda mikið bættur. Þar fyrir norðan eru vegirnir yfirleitt vondir. Strandasýsla er íremurhrjóstrug, en grasið er mjög kjarugott, einkum ágætir sauðhagar, og landrými mikið. Sýslan hefir einnig lengi haft orð á sér fyrir fallegar skepnur. Þannig segir Eggert Ólafsson í ferðabók sinni, að kýr séu þar mjög fallegar, og mjólkin úr þeim meiri og betri eu úr kúm í flestum öðrum hér- uðum landsins. Bæjarhreppur er syðsti hreppur sýslunnar meðfram Hrútafirði að vestan, langur en mjór. Fremur er hann hrjóstrugur, en landrými nóg, og haglendi ágætt. Bæirnir standa í röð með- fram firðiuum, og er bygðin þéttust um mið- bikið kringum Bæ, enda undirlendið þar mest. Önnur stærsta jörðin í hreppnum, Melar, standa íyrir botui fjarðarins. A Melum býr Jósep

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.