Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 2

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 2
26 FREYR. Jóassonmyndar-bóndi, oghefirþar lengi verið vel búið. Syðstajörðin í sýslunni, Grænumýrartúnga er hjáleiga frá Melum, lítil jörð en notagóð. l>angað fiutti bláfátækur maður fyrir 12 árum með mörg ung börn. Hann hefir búið þar síðan, komið börnunum upp, bygt öll hús jarð- arinnar, girt alt túnið með gripheldum garði og sléttað það meir en hálft. Hann á nú snoturt bú skuldlaust. Annar bóndi í útsveit- inni Raguel Ólafsson i Guðlaugsvík kom þang- að allslaus tyrir 20 árum. Eyrstu 6 árin var hann i húsmensku, en tók svo við jörðinni. Nú er hann búinn að kaupa jörðina (30 hund- ruð) og koma upp álitlegum bústofni: 250 fjár á fóðrum, 5 mjólkandi kýr og 10 hross. Hann hefir bygt íbúðarhús úr timbri, og grætt út túnið svo að nú gefur það af sér fulla 200 hesta í staðinn fyrir 80—90 þegar hann tók við jörðinni. Lang stærsta og bezta jörðin í hreppnum er Bær, 50 hundraða jörð. Þar bjó Sigurður sýslum. Sverrisson rausnarbúi fnllan mannsaldur(1863—1899), girti, sléttaði ogstækk- aði túnið, bygði mjög stórt og vandað timbur- hús, stór og góð peningshús o. s. frv. Þegar hanu féll frá, keypti núverandi eigandi Guðm. Bárðarson, Bæ, og býr þar ásamt syni sínum. Hann bjó áður lengi á Kollafjarðarnesi í Kirkju- bólshreppi, gjörði þar miklar jarða- og húsa- bætur, og græddist þó drjúgum fé. Túu eru 1 stærra lagi i Bæjarhreppi eftir því sem gjörist á Vesturlandi, og víða girt. Á öllum bæjum hefir verið sléttað meira eða minna, sumstaðar mikið. Plógur og herfi hefir lengi verið notuð þar við sléttun, eins og yfir höfuð í Strandasýslu, þar sem nokkuð veru- lega hefir verið unnið að jarðabótum. Mestar eru túnbæturnar hjá Jóni bónda Þórðarsyni í Skálholtsvík, enda hlaut hann verðlaun úr .styrktarsjóði Kristjáns konungs IX fyrir nokkr- um árum. Útheysslægjur eru víða fremur reitingsleg- &r. Á sumum bæjum eru góðar fjalllendisslægj- ur, en langt frá. Vetrarríki er ekki mikið, og fjörubeit er t.il mikils léttis á mörgum jörðum, þegar ekki eru ísalög. Versti ókosturinn við Bæjarhrepp eru norðan-vornæðingarnir inn af Húnaflóa, eink- um þegar ís er við land eða nærri landi. Þá valda oft norðanþokurnar um sláttinn miklum skemdum á heyjarn, vinnutöf og margskonar ó- þægindum. Skálholtsvík er nyrðsta jörðin í Bæjar- hreppi. Þaðan er farið Stikuháls í Bitru, stuttur fjallvegur og lágur. Yfir hann átti að leggja upphleyptan veg fyrir nokkrum árum með fjárstyrk úr landsjóði. Vegurinn korast þó ekki nema norður á norðurbrúnina, og væri full þörf á að ljúka við hann. Bitra og Kollafjörður heita tveir smáfirðir, er ganga inn úr Húnaflóa að vestan millum Hrútafjarðar og Steimgrímsfjarðar, aðgreindir af mjóum en háum fjallgarði og eru takmörk hreppanna fremst á honum — við Ennistiga. Bygðin meðfram þeim var einn hreppur til forna, Broddaneshreppur, en er nú skift í tvo smáhreppa, Óspakseyrarhrepp og Pellshrepp. Meðfram Bitrunni að austan er svo að segja ekkert undirlendi, enda aðeins ein jörð, en fyrir botni hennar sléttar graseyrar, er mætti bæta með áveitu, og fram af þeim tveir grös- ugir dalir. Þar eru þrjár jarðir. Út með firðinum að vestan er Óspakseyri, allstór jörð en erfið. Þar býr Maríno Hafstein sýslumaður. Skamt fyrir utan Óspakseyri í mynni Krossár- dalsins er talsvert sléttlendi og nokkur býli. Aðal vegurinn liggur upp úr Krossárdalnum ofan í botn Koilaíjarðar. Stuttur ijallvegur en erfiður. Líka má fara út fyrir nesið, fyrir Ennis- stiga sem kallað er, og er þá komið við hjá Lýði hreppstjóra Jónssyni á Skriðnesenni. Þar er túnið girt með grjótgarði, mikið sléttað, og hús öll myndarleg. Megnið af bygðinni í Eellshreppi er fyrir botni Kollafjarðar, 7—8 býli. Þar er allstórt graslendi, og fallegar engjar, einkum frá Eelli Tveir dalir skerast fram í fjöllin, og er sá vestari, Steinadalur, allstór og grösugur vel. Út á nesinu austanverðu við fjörðinn er Broddanes, langstærsta jörðin í sýslunui 98,6 hundruð að nýju mati. Sjálf jörðin er eigi mjög stór, en dúntekja er þar mikil (um 200 pd. á ári) og selveiði góð. Þar er fleirbýli. Sigurður Magnússon búfr. býr á meiri hluta jarðarinnar. Hann hefir bygt stórt og vandað timburhús og sléttað rnikið í túninu, sem þó er erfitt vegna grjóts.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.