Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 9
FREYR. 35 Á Finnlandi eru mörg rjómabú; sum þeirra •eru lítil, en einstaka þar á móti mjög stór. Þar á meðal og þeirra stærst er búið í Hangö. JÞví var um 1900 breytt úr mörgum smábúum í eitt stórt. í>að tekur á móti rjóma úr 6000 kúm. Mjólkin er skilin heima á hverjum bæ, og rjóminn hafður þykkur, eða sem svarar 1 pd. af rjóma úr 14 pd. mjólkur. Rjóminn verður því nálægt 7% af allri mjólkinni. Rjómanum er síðan helt í flutningafötuna, sem er úr stálþynnu, en að því búnu er fatan látin ofan í tunnu, sem fylt ermeð snjó eðaklaka. Ofurlitlu af salti er blandað saman við ítunnuna eg við það eykst kuldinn eða frostið. Tunn- nn er einskonar frystir, og rjóminn frýs strax -og heldur sér frosiun alla vikuna. Rjóminn er fluttur til búsins einu sinni í viku. Bændur taka sig saman og mynda flutn- ingafélög. I hverju sliku félagi eru 10—12 bændur, og þegar rjóminn er fluttur aðeins einu sinni í viku, þá þarf hver einstakur þeirra ekki að fara eða senda nema 4—5 sinnum yfir alt árið, ög telst það ekki mikið. Annars eru flest rjómabúin þar iremur lítil ■og misjafnlega úr garði gjörð. Mjólkin er skilin heirna, annað hvort í skilvindu eða með því að láta hana setjast í vatni og ís. Sum- staðar þar annast bændurnir eða félagsmenn .sjálfir flutning rjómans til búanna, en annars gjöra búin það, og er því rjómaflutningskostn- aðurinn talinn með reksturskostnaði búsins, og hleypir honum mjög fram. I Svíþjóð eru talsvert mörg rjómabú, eink- um norðan til, og upp til dala. Áður fyr voru rjómabúin þar fleiri, en svo var þeim breytt í mjólkurbú, og hefir það biessast vel þar sem landið er ræktað, og vegir og samgöngur í góðu lagi. Aftur á móti reyndist breytingin ekki eins affarasæl í norðanverðri Sviþjóð, því þar er strjálbýlið meira og samgöngurnar erfið- ar og óhagstæðar. Búin lögðust svo niður, gátu ekki þrifist — og nú er einmitt verið að ræða um að stofna þar á ný rjómabú. Rjóma- búin í þessum béruðum, sem haldið hefir ver- ið áfram án þess að breyta þeim í mjólkurbú, hafa reynst vel, og staðið og starfað fram á þennan dag. Reynslan í þessum norðlægari héruðum hefir sýnt, að rjómabúin standa sig betur en mjólkurbúin, þegar öllu er á botninn hvolft. Sérstaklega er það sparnaðurinn við flutninginn til búsins, sem hér kemur mest til greina. Það þykir og er ólíkt fyrirhafnarminna, og um leið minni kostnaður að flytja aðeins rjómann. Þessi mismunur er í rauninni hlutfallslega hinn sami, hvort sem búin eru stór eða lítil, En nú hefir reynslan í norðanverðri Svíþjóð leitt í ljós að lítil mjólkurbú geti ekki þrifist. En vegna þess, hvað rjómaflutningurinn er ótil- finnanlegur í samanburði við að flytja alla mjólkina þá er rjómabúunum og um leið miklu auðsóttara í strjálbýlinu og vegleysinu að ná til fleiri og taka yfir stærra svæði en mjólkur- búin geta og er það eigi lítill kostur. Stotn- kostnaður rjómabúanna er einnig minni, og og rekst.urskostnaðurinn sömuleiðis. — En á hinn bóginn er það viðurkent, að smjörið sé yflr höfuð lakara frá rjómabúunum en mjólkur- búunum, sem stafar að miklu leyti af óhrein- legri meðferð mjólkurinnar og rjómans á heim- ilunum. Rjómabúasmjörið selst því að jafnaði með lægra verði en smjör frá mjólkurbúura. Þessi verðmunur smjörsins jafnar oft að mestu leyti kostnaðaraukann við mjólkurflut.ninginn til mjólkurbúanna. —• En það sem ríður bagga- muninn hér er þetta, að í strjálbygðum sveitum með ógreiðum samgöngum, þrífast rjómabúin betur og veldur því aðallega kostnaðarsparnað- urinn á flutningi rjómans í stað mjólkurinuar. — En talið er æskilegt,, að rjómabúin séu sem stærst, því stóru búin borga sig betur. Reksturskostnaður búanna er nokkuð mis- munandi í hinum ýmsu löndum. Eftir upplýs- ingum um það efni í „Norsk Mejeritidende“ var sá kostnaður sem hér segir: 1. Yið rjómabúin í Danmörku kringum 1900 var reksturskostnaðurinn til jafnaðar9—10 aura á hvert smjörpund. Verð smjörsins að frádregnum kostnaði 0,88 pr. pund að jafnaði. 2. Við rjómabú i Þýzkalandi árið 1904 var reksturskostnaðurinn 8—9 aurar á hvert smjörpund. Verð smjörsins að frádregnum kostnaði 90 aurar til jafnaðar. 3. Við rjómabú f Einnlandi, innan rjómabúa sambandsins þar, árið 1904 var reksturs-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.