Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 14
38 FREYR. ar ásigkomulag, bæði á þeim 'vélum, sem koma hér eftir og þeim sem nú eru komnar. Þeim, sem hafa unnið að því að flytja „Herkúles“sláttuvélina hingað til landsins, flyt eg hér með mína og okkar bænda beztu þökk fyrir það. — Aðrir, sem hafa fengið vélina, ættu að skýra frá sinni reynslu með hanajþað verð- ur hvöt til útbreiðslu hennar hér á landi. Og það er skylda allra að vinna að útbreiðslu hentugra vinnuáhalda. Meðalfelli í Kjós í nóv. 1906. Eggert Finnsson. Sýkingarhætta af nýmjólk. Erlendis er berklaveiki í nautgripum mjög algengur sjúkdómur og síðan 1882, að prófessor Bolert Koch í Berlín uppgötvaði berklagerilinn, hafa flest mentalönd kostað stórfé árlega til að hindra útbreiðslu hennar. Eram um aldamótin seinustu kom öllum vísindamönnum saman um, að sama gerilteg- undin orsakaði berklaveiki á mönnum og naut- gripum, og að menn gætu sýkst afnautgripum og nautgripir af mönnum. Nautakjöt er eigi borðað ósoðið, og var því sýkingarhættan mest af mjólkinni. Úr því var reynt að bæta með því að hita mjólkina hæfilega mikið, áður en hennar væri neytt. A alþjóðalæknafundi, sem haldinn var í Lundúnum árið 1901, skýrði prófessor Koch frá, að hann hefði sannað með tilraunum, að berklaveiki í nautgripum orsakaðist afsérstakri geriltegund, og berklaveiki í mönnum af ann- ari, og að mjólk úr berkiaveikum kúm væri hættulaus fyrir menn. Elestir fundarmenn voru ósamdóma Koch, en eigi að síður vakti þó skýrsla hans afarmikla eftirtekt um allan hinn mentaða heim. Síðan 1901 hefir fjöldi af vísindamönnum um allan heim rannsakað þetta mál, án þess þó að menn séu enn komnir að öruggri niður- stöðu. Enska stjórnin skipaði strax fjölmenna nefnd af frægustu vísindamönnum og læknum Englands til þess að rannsaka málið. Nefnd- in hefir nú starfað af kappi hálft sjötta árr gjört miklar og margskonar tilraunir, og hefir þó enn ekki lokið starfi sínu. í bráðabirgðar- skýrslu, sem nefndin gaf i vetur, segir hún. meðal annars: „Enginn efi leikur á, að berklaveiki í mönn- um, einkum börnum, orsakast oft beinlínis af berklagerli nautgripanna, er komist hefir inn í líkama mannsins, og að gerillinn berst í flest- um tilfellum ±eð kúamjólkinni. Kúamjólk með berklum í er áreiðanlega orsök til berklaveiki á mönnum, er stundum getur haft dauðann í. fór með sér. Yér höfum rannsakað 60 berklaveika mennr og 14 af þeim höfðu sýkst af berklagerlum nautgripa. Eigi varð betur séð, en að 28 af sjúklingunum hefðu fengið berkla-gerlana með fæðunni, og í 13 af þeim átti veikin rót sína að rekja til berkla í nautgripum. Þetta sýnir, að þegar sóttkveikjan berst með fæðunni inn í líkamann, á hún í mjög mörgum tilfellum rót sína að rekja til berkla í nautgripum. All-mikið af berklaveiki í mönnurn, eink- um börnum, orsakast af neyzlu kúamjólkur með berklagerlum11. Hér á landi hefir berklaveiki nautgripa mjög lítið verið rannsökuð. Þær litlu athug- anir, sem gjörðar hata verið, virðast þó benda á, að veikin sé ekki mjög almeun. Hinsvegar er berklaveiki i mönnum (tæring) mjög út- breidd hér á landi, og þar sem fullsannað er, að nautgripir geta auðveldlega sýkst af berkla- veikum mönnum, er mjög hætt við að berklaveiki í nautpeningi útbreiðist. Hættan af berklaveiki í nautgripum, er samkvæmt framansögðu tvöföld. Ótækt er að lengur dragist að rannsaka það mál ýtarlegra en gjört hefir verið, og gjöra nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að hefta útbreiðslu sýkinnar. Hættan er að sjálfsögðu mest í þeim héruðum landsins, þar sem berklaveiki á mönnum er út- breyddust og ætti næsta alþingi að veita fé til rannsókna þar. G. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.