Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 10

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 10
34 I’REYR. kostnaðurinn 9 aurar. Verð smjörsins að frádregnum kostnaði 67 aurar til jafnaðar. 4. Við rjómabú í Svíþjóð, innan Kristiansstad- amts, var reksturskostnaðurinn til jafnaðar árið 1904, 6 '/2—7 aurar á hvert pund. Verð smjörsins að frádregnum kostnaði 85 — 87 aurar til jafnaðar. Hér er aðeins talinn innlendur kostnaður, reksturskostnaður búsins og flutningur á smjör- inu tii hafnar. — Rjómaflutningskostnaðurinn ekki talinn með, hvorki í Svíþjóð eða í Einn- landi, enda annast félagsmenn tíðast sjálfir rjóma- fiutninginn, án nokkurs kostnaðar fyrir sjálft búið. Til samanburðar þessu, má geta þess, að reksturskostnaður (innanlands kostnaður) búanna hér á Suðurlandi hefir verið tíðast 10—12aur- ar. Hann er vanalega þeim mun hærri hjá búunum, sem þau eiga lengri leið að flytja smjörið til Reykjavíkur. Smjörflutningurinn, með því sem honum til heyrir, hleypir kostnað- inum fram. Lægstur er reksturskostnaðurinn hjá rjómabúinu í Brautarholti, aðeins 9 aurar. Auk þeirra landa, sem hór hafa verið nefnd, þá eru rjómabú viða i Ameríku, einkum Bandaríkjunum, og Nýja Sjálandi. Eélagar rjómabúannna í Bandaríkjunum skilja mjólkina heima og flytja rjómann til búsins annanhvorn dag að sumrinu, en að vetrinum ekki nema einu sinni til tvisvar í viku. Meðferð mjólkur og rjóma þykir þar mjög ábótavant, enda er smjör þaðan í litlu áliti á enska markaðinum. Um 1850 stofna Bandaríkjamenn fyrst osta- bú, þar sem aðeins eru búnir til ostar úr mjólkinni. Arið 1870 eru þessi ostabú orðin 1313 alls, og um 1890 eru þau talin að vera 7000 alls. En eftir það leggjast mörg þeirra niður, og í þeirra stað eru stofnuð mjólkurbú og rjómabú. Eyrsta rjómabúið var stofnað þar 1864, en flest þeirra kömust á fót 1876 — 1880. Bau voru flest lítil framan af, en hafa verið færð saman og stækkuð síðar. Sum búin taka bæði á móti mjólk og rjóma frá bændum; mjólkin ersvo skilin á bú- inu, og undanrenningin send heim eða seld til skepnufóðurs. Arið 1900 er talið að i Banda- ríkjunum hafi verið 5567 rjóma- og mjólkurbú, og 3585 ostabú. Mjólkur og rjómabúin fram- leiddu það ár alls 420 miljón pund af smjörí eða nálægt 73,648 pd. til jafnaðar hvert bú. Smjörið selst að jafnaði á 82 aura pundið. Mjólkin er feit; fitumagn hennar er talið að vera tii jafnaðar 3,80°/0—4,08°/0- — Að meðal- tali þurftu á búunum 21—22pd. mjólkur til að gjöra 1 pd. smjörs. — Rjómabúin og mjólk- urbúin eru mörg sameignar og samvinnubú. I Nýja-Sjálandi eru og mörg rjómabú. Elestir flytja þó mjólkina á einhverja skilvindu- stöð; þar er hún skilin og rjóminn svo fluttur til búsins, en undanrenningin tekin lieirn. Hverju rjómabúi til heyra vanalega 3—4 skil- vindustöðvar. Þessar skilvindustöðvar spara að einu leytinu flutninginn á mjólkinni alla leið til búsins, og á hinn bóginn spara þær félags- mönnum að eiga skilvindur. Um hverja skil- vindustöð eru vanalega 8—16 bændur og stund- um fieiri, og eiga þeir skilvinduna í félagi og nota hana til skiftis. Búin á Nýja-Sjálandi eru mismunandi að- stærð, og ganga flest þeirra aðeins að sumrinu. Stærsta búið framleiddi síðastliðið ár 25,000 pd. af smjöri á dag, þegar bezt lét. I Noregi hafa aldrei verið rjómabú, heldur aðeius mjólkurbú, bæði til smjör og ostgerðar. En nú er einmitt verið að ráðgjöra þar, að breyta litlu mjólkurbúunum í strjálbygðu sveit- unum í rjómabú, einkum með því fyrirkomu- )agi, að nota skilvindustöðvar í sambandi við' þau, bæði til þess að spara skilvindukaup, en þó einkum í því augnamiði, að búin geti orðið> sem stærst. Sigurður Sigurðsson. Sláttuvélar og rakstravélar. Þrír bænd- ur á Austurlandi hafa pantað Herculessláttu. vélina í vetur, þeir Magnús Bl. prestur Jóns- son, Runólfur Bjarnason Hafrafelli og Jakob- Benidiktsson Hallfreðarstöðum. Rekstrarvélar pöntuðu þeir Magnús, Jabob og Vigfús prest- ur Þórðarson á Hjaltastað. Sláttnvél hafði. Vigfús fengið áður.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.