Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1909, Page 8

Freyr - 01.04.1909, Page 8
56 FREYR. Um áburð eftir Torfa Bjarnason. (Niðurl.) Eg gat þess að framaD, að við helðum litla eða enga hugmynd um fémœti áburðarms. En það er mjög þarflegt, jafnvel alveg nauð- synlegt að verðleggja hann. Með því eina móti venst maður af því, að telja áburðinn einkis virði. Og það ætti líka að verða til þess að vér færum að hirða áburðinn betur. Svo er annað sem gjörir verðsetning áburðarins nauð- synlega. Yór brúkum áburðinn að vísu mest á túnin, en vér brúkum lika nokkuð í matjurta- garða. Og þar sem menn gjöra einhverjar til- raunir með sáðrækt cil fóðurs, þar brúka menn áburð. Og bóndinu þarf að vita hvað áburð- urinn kostar, sem hann ber á túnið, og telja túninu hann til útgjalda, þegar gjörður er upp ársreikningurinn við það. Satna er um mat- jurtagarðinn, og sáðjurtir til fóðurs. Aburður- inn er allhár útgjaldaliður hjá öllu þessu, og nauðsynlegt að vita upphæð hans, annars er ekki unt að segja hvernig túnræktin, matjurta- ræktin, eða fóðurjurtaræktin hefir borgað sig það og það árið. — En hvernig á að fara að þvi að verðleggja þann hlut, sem enginn selur og enginn kaupir? Eg skal nú benda á kvernig menn fara að þvi. Beinast lægi við að verðleggja áburðinn ettir því gagni sem hann gjörir. En það er ekki auðhlaupið að þvi, og hafa menn því notað aðra aðferð, en hafa um leið hliðsjón af gagninu sem áburðurinn gjörir. í öðrum löndum hafa bændur ýmsar teg- undir af verzlunaráburði, sem menn vita vel hvað rriikið hafa í sér af köfnunarefni, kalí, eða fosfórsýru, sem eru einu efnin, er menn taka til greina þegar áburðurinn er verðlagður. Verðið á þessum áburðartegundum breytist ekki mik- ið, og menn geta svo eftirverði þeirra reiknaðhve dýrt hvert af þessum fyrnefndu efnum verðurí’ verzlunaráburðinum: Ef að telja má t. d. að Kílísaltpétur, sem hefir 15—16% af köfhunar- efni, kosti heimfluttur kr. 13,50 hver 100 pd.- þá kostar 1 pd. af köfnunarefni i honum 87 aura, og ef kalísalt með 37% kalí kostar kr. 8,50 heimflutt hver 100 pd., þá kostar 1 pd. af kalí 23 aura, og ef að súperfosfat með 20%. fosfórsýru kostar kr. 5,50, hver 100 pd., þá kost- ar hvert pund af fosfórsýrunni 27% e. Þegar útlendingar verðleggja húsdýraáburðinn leggja þeir verð verzlunarábui ðarins til grundvaliar, en setja verðið á köfnunarefni, kalí og fosfór- sýru í húsdýraáburðinum nokkuð lægra en í verzlunaráburði, — einkum þó á köfnunarefn- inu í kúamykju. Þetta gjöra þeir af því, að álitið er að frjóef'nin í húsdýraáburðinum — einkum í þvaglausri kúamykju — þurfi lengri tíma til þess að verða aðgengileg jurtanæring,- heldur en þrjú efnin í verzlunaráburðinum, sem oftast geta komið allfljótt að notum. Nú hafa útlendír bændur greinilegar skýrzl- ur um það hve mikið er í húsdýraáburðinum hjá þeim af þessum umræddu frjóefnum og þá geta þeir hæglega sett nærhæfis rétt verð á hann. — Vér höfum því miður, ennþá enga vissu fyrir oss um samsetning húsdýraáburðarins hjá oss. Meðan svo stendur verðum vér að hafa „slumpa-reikninya.“ Annað er ekki mögulegt. En ef vér byggjum slumpareikninga vora á þeim líkum, sem beztar fást, þá er þó betra að styðjast við þá en ekkert, þar til að iunlendar rannsóknir hafa útvegað mönnum áreiðanlegan grundvöll til að byggja á. — Eg hefi reynt að verðleggja húsdýraáburð- inn, bæði með hliðsjón af þessari útlendu að- ferð, og af því gagni sem mér hefir sýnst á- burðurinn gjöra, og hefi verðlagt hannþannig: 100 pd. af moldblandimi mykju með þvagi. 20 a. 100 — af kúaþvagi og hauglög, óblandað. 40 -

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.