Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1909, Síða 8

Freyr - 01.11.1909, Síða 8
128 FRE YR. Innlendar verzlunarfréttir, Verðlag í nóvember 1909 við Verzlun H. Th. A. Thomsen í Reykjavík. Rúgur . . 100 pd. kr. 9,00. Rúgmél . . — — 9,75. Hveiti nr. 1. . . . . . — — 16,00. Hveiti nr. 2. . . . . . — — 12,50. Baunir. . . . , , . . ’ — — 13,00. Hrísgrjón heil . . . . . — — — 13,00. —„— háff. . . . . — — 12,00. Bankabygg .... — — 13,00. Haframé) . . — — 15,50. Kaffibaunir nr. 1 . . . . — — 60,00. Exportkaffi .... . . — ' 43,00. Kandísykur .... — — 26,00. Hvítasykur .... 26,00. Púðursykur .... . . — — 24,00. Rúsínur . . — — — 28,00. Sitt af hverju. Umgangskensla í matreiðslu íer fram í vetur austan fjails, að tilblutun Landsbúnaðarfélagsins, eins og í fyrra. Kenslu- konan er Sigrún Jósefsdóttir, dóttir Jósels Björns- .sonar kennara á Hólum, og alþingism. Byrjar hún kensluna austur, í Skaftártungu og heldur svo út sýslur. I Múlaslunum fer og fram kenslu í mat- reiðslu í vetur. * Kjötverð í Sláturliúsi Sunnlendinga í Reykjavík var i haust, sem hér segir: 1. Af sauðum og veturg. 40 pd. og þar yfir, og dylkum, 28 pd. og þar yfir . kr. 0,23. 2. Sauðum og veturg. 33—39 pd. og dilkum 22—17 pd......................kr. 0,25. 3. Sauðum innan við 33 pd., veturg., geldum ám og dilkum 18—21 pd. . . . kr. 0,20. 4. Diikum neðan við 18 pd. og milkum ám . .......................kr. 0,17. Um miðjan október hækkaði verðið um 1 eyrir í hverjum flokk. — Gærur voru 38 aura pd. og mör 26 aura pd. * Tvíburar. Vilhjálmur. á Rauðará á kú, er nefnist Hjálma. Bar hún í sumar snemma í ágúst og átti þá 2 kálfa. Var þeim fargað strax, og vóg kjötið af öðrum þeirra 35 pd. en afhinum 24 pd. Hafa það verið óvanalega vænir tvi- burar. — Kýrin komst í 24 merkur í mál eftir burðinn. * Grasspretta á flagsléttum. Ýmsir bændur og búmenn Austanfjalls, ein- um í Rangárvallasýslu hafa það til siðs að láta plógslétturnar, eftir að búið er að jafna flögin, gróa upp af sjálfu sér, án þess að sá í þær. Eru þessar flagsléttur ótrúlega fljótar að gras- gróa, ef vel er borið í þær. Sem dæmi um það má geta þess, að flagslétta hjá Einari Árnasyni, Miðey, sem plægð var vorið 1907 og herfað til fulls í fyrra vor, gaf af sér í sumar, er nem- ur 13 hestum af dagsláttunni. * Sláturhúsið í Borgarnesi byrjaði slátrun í haust 27. sept. Slátrað hefir verið þar alls 8512 sauðkindum. Saltað hefir verið niður af kjöti í nálægt 900 tunnur. Auk þess sendir til Reykjavíkur um 1000 kjöt- skrokkar. * Nautgripafélag er nýlega stofnað á Skeiðunum. Gengu á félagið strax á stofnfundi 13 búendur með sam- tals 57 kýr. Eormaður þess er Jón bóudi Ein- son í Vorsabæ. * Kornuppskera. Blaðið „Norðurl.11 skýrir frá því, að til- raunir Ræktunarfélags Norðurl. í gróðrastöðinni á Akureyri með kornyrkju hafi heppnast frem- ur vel í sumar. — Nokkrar byggtegundir hafi orðið fullþroska; sömuleiðis ein hafrategund og vetrarrúgur. * Uppskeran á Hvanneyri varð óvanalega mikil og góð í sumar er leið. Þar fengust í garð 3200 hestar af heyi, þar af 700 hestar taða, 250 tunnur af turnips, 90 tunnur af gulrófum og 56 tunnur afkartöfl- um. Verða það 396 tunnur af rólum og kart- öflum til samans.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.