Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 3
Kartöflusýki
Til er ýmiskonar sýki í kartöflum, en skað-
söniuat er sú, sem sveppurinn Phytophthora in-
festans, veldur. Þessi sýki hefir allmjög gert
vart við sig hér á landi, er mér kunnugast um
það sunnanlands. Hún er alment kölluð kar-
töflusýki og læt eg nægja að nefna hana þvi
nafni í þessari grein enda þótt fleiri sjúkdóma
geti orðið vart hjá kartöflum.
JÞað eru ekki mjög mörg ár síðan að sýki
þessi fluttist hingað til lands, en ekki er auð-
ið að kveða nánar á um það hvenær það hafi
verið. Um 1890 var hún algeng hér við Faxa-
flóa þegar rigningasumur voru. Það verður
heldur ekki með vissu sagt, hvenær sýkin kom
til Norðurálfunnar; árið 1843 var hún allslæm
á írlandi, en árið 1845 varð hún svo skæð,
hæði þar og á meginlandi Norðurálfunnar, að
hún vabti almenna eftirtekt, og var það í fyrsta
skifti. Það liðu nú nokkuð mörg ár þangað til
menn komust að raun um hvernig sýkinni væri
varið; það tókst ekki fyr en 1861. Kartöflu-
sýkin gerir altaf við og við vart við sig síðan
hún komst i algleyming árið 1845 og engin
von er til þess að henni verði nokkurntfma út-
rýmt. Verst er hún ætíð í rigningasumrum,
og líka magnast hún ef hún gerir vart við sig
seint á sumri, því þá er mest hættan á að
mönnum sjáist yfir með það að taka frá það,
sem sýkin hýr i og komi það þá fram næsta
sumar.
Ef gera skal í fáum orðum grein fyrir
gangi sýkinnar, þá er að byrja á þvi, að frjó-
korn sveppsins, þau, er berast á kartöflublöð,
spíra og spíran vex inn í gegnum yfirhúð hlaðs-
ins og greinist þar; koma þá brúnleitir hlettir á
yfirhúðina þeim megin blaðsins er niður snýr.
Sveppurinn þroskast fljótt í blaðinu og myndar
frjókorn að nýju. Breytast þá brúnu blettirnir
þannig, að gráleitur mygluhringur kemur í ljós i-
útjaðri þeirra eða kringum þá; sést það með berum
augum. Út frá þessum stöðum koma nú frjó-
born með svifþráðum, berast þau með vindi og
skorkvikindum o. s. frv. til nýrra kartöflu-
plantna og byrjar þar sami vöxturinn aftur; sér
þess merki eftir nokkra daga. Jafnframt þessu
fellur nokkuð af frjókornum niður ájarðveginn
og berst niður í hann með regnvatninu; ef þau
hitta fyrir sér kartöflur þá festa þau sig í þeim,
grípa þar um sig, og við það myndast hrúnir
blettir í og undir yfirhúðinni. Sveppurinn lifir
yfir veturinn í kartöflunum, en ekki á annan
hátt, og næsta ár nær sýkin að fá framgang f
kartöfluakrinum aðeins af því, að settar hafa
verið sjúkar kartöflur, eða að sjúkar kartöflur
hafa lifað veturinn yfir í garðinum og fengið
að vaxa þar um sumarið. Þó ekki sé sett nið-
ur nema ein sjúk kartafla að vorinu, þá getur
hún valdið miklum skemdum um sumarið.
Verður það á þann hátt, að sveppurinn vex
upp eftir stönglinum og út f blöðin, myndar
þar frjókorn, sem losna frá og breiðast út.
Byrjar þá sama sagan á ný og áður er sögð.
Séu kartöflur geymdar að vetrinum, þar
sem loftið er rakasamt og hlýtt, sýkist auð-