Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 15

Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 15
Úthoð. Búnaðarfélagið óskar eftir tilboðum um gröft á vatnsveituskurðum á Miklavatns- mýri í Flóa og þar í grend. Á greftrinum á að byrja næsta vor og ljúka honum á því ári. Boð má gera á tvennan hátt: 1. í allan skurðgröftinn. Yerður hann alls rúmlega 41000 rúmstikur. 2. í hvern þriggja skurðarkafla, sem eru hver um sig 13000—14000 rúmstikur. í boðunuin á að tiltaka verð fyrir gröft á hverri rúmstiku. Boðin þurfa að vera komin til skrifstofu Búnaðarfélagsins fyrir 15. febr. 1912. Á að afhenda þau í lokuðu umslagi, og sé ritað utan á: „Tilboð um skurðgröft á Miklavatnsmýri“. Nánari skýringar fást í skrifstofu Bún- aðarfélagsins, og þar eru til sýnis útboðs- skilmálar og uppdrættir af áveitusvæðinu og skurðunum. lúnaSarfélag íslands. 24. nóv. 1911. ændanámsskeið verður haldið á Hvanneyri, vikuna 29. jan- úar til 3. febrúar n. k. Aðstoð frá Bún- aðarfélagi íslands og Stúdentafélaginu. Fæði kostar um vikuna kr. 10,00. (íarðyrkjukensla fer fram í gróðrar- stöðinni í Reykjavík næsta vor, 6 vikna tíma, frá byrjun maímánaðar. Nemendur fá 45 kr. námsstyrk, og auk þess nokkurn ferðastyrk, þeir sem langt eru að. Um- sóknir um kensluna séu sendar Einari Helgasyni garðyrkjumanni fyrir lok febrú- armánaðar. Plægingarkensla. — Alfred Kristensen, bóndi í Einarsnesi í Mýrasýslu, veitir nokkr- um mönnmn kenslu í plægingum og fleiri jarðyrkjustörfum 5 vikna tíma næsta vor, frá miðjum maí. Hestar nemenda verða æfðir við plægingu ef óskað er. Kenslu og dvalarkostnað nemenda borgar Búnað- arfélag Islands. Umsöknir séu sendar Al- fred Kristensen fyrir 15. marz. Limsðknir til Búnaðarfélags íslands um styrk til nautgriparæktunarfélaga 1912, á- samt venjulegum skýrslum, þurfa að vera komnar til félagsins fyrir lok febrúar- mánaðar. Umsóknir um styrk til búpeningssýninga 1912 þurfa að vera komnar til íelagsins fyrir 15. marz. Umsóknir um styrk til jarðabóta 1912 er æskilegt að séu komnar til félagsins fyrir lok marzmánaðar. Búnaðartólag Islands. 24. nóv. 1911. fraugde^plóginn útvegar undirritaður fyrir vorið ef beiðnir koma um það í tíma. Iliai Helgason,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.