Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 8
134 FRE 5TR. blöðin að verða grófari í sér. f>eir sem vilja bafa spínat meiri hluta sumars verða að sá til þess þrisvar á hverju vori, með svo sem þriggja vikna millibili. Af spinati eru aðeins blöðin borðuð. Mauk úr þeim soðnum og brytjuðum saman við mjólk og hveiti, bætt með sykri og salti er indælismatur með fiski. Garðsúra er matreidd á sama hátt og spín- at. Það er fleirær jurt, getur vaxið allmörg ár á sama stað og gefið af sér góð blöð, eru þau bezt framan af sumri. Súrunni má fjölga bæði með fræsáningu og Hka með því að skifta í sundur 2—3 ára gömlum plöntum eða eldri. Heimilisnjóli vex víða af sjálfu sér heima við bæi. Snemma á vori eru blöðin góð, mat- reidd eins og spínat. Nefnast þá njólablöðin fardagakál. Hreðkur er ein af þeim matjurtum, sem rækta má á hverju bygðu bóli þessa lands, það versta er, að það er svo lítill búbætir að þeim. Af þeim er rótin borðuð. JÞær mega ekki verða stórar því þá hættir þeim til að verða holar innan og trénaðar. f>að má fara að borða þœr 7—8 vikum eftir sáningu. Til þess að geta haft hreðkur mikinn tíma sumars verður að sá þeim þrisvar sinnum, með svo sem 3—4 vikna millibih, líkt og sagt var um spínatið. Hvitar aflangar hreðkur eru kallaðar grílukerti, þau eru matarmeiri en hin afbrigðin og álika góð, en varla eins falleg á borði. Tiðast eru ræktaðar rauðar hreðkur, en til eru líka hnöttóttar hvítar. Hreðkurnar eru þvegnar og bornar á borð hrá- ar og heilar og er lallegra að blöðin hafi ekki öll verið skorin af. Eru þær svo borðaðar með þurrum mat. Gott er að hafa lítið eitfc af salti með þeim. Kerfill. Það er smávaxin og fíngerð jurt; af honum eru blöðin borðuð. Það er rétt að sá til hans tvisvar á sumri, því blöðin verða ekki eins fíngerð þegar hann er farinn að blómga. Blöðin eru þvegin og skorin og höfð- út á súpur. Rétt er að sá til hans á góðum stað móti suðri, en sé það gert, þá mun mega rækta hann á hverju sveitaheimili á landinu. Steinselja. Af henni eru blöðin notuð 1 súp- ur og saman víð viðmeti með fiski; hún er og alment notuð til að skreyta með matborð. Hana þarf að rækta í vermireit eða að öðrum kosti á skjólgóðum stað móti suðri. Sé til hennar sáð á bersvæði verður hún ekki brúkleg fyr en í ágústmánaðarlok. Þrjú afbrigði eru al- geugust: hið hrokkinblaðaða reynist einna bezt; hin eru Mayatts og burknablaða steinselja. Lausnargras (hrafnaklukkubróðir, karsi) getur alstaðar vaxið í sæmilegri garðmold, þar sem til hans er sáð. Af þessari jurt er ekkert notað annað en blöðin, má fara að skera þau 6 vikum eftir sáningu. Þau tapa sór nokkuð þegar jurtin fer að blómgast; væri bezt að sá til hennar oftar en einu sinni. Það er alsiða að sá lausnargrasi við og við árið um kring; á vetrum er því sáð í smákassa, sem hafðir eru inni. Blöðin eru borðuð hrá og eru ágæt með smurðu brauði og köldu kjöti. Lausnargras með hrokknum blöðum má rækta til prýðis í görð- um og hafa auk þess til bragðbætis og heil- næmis. Laukar eru vandræktaðir hér á landi; hór tel eg aðeins þær tegundirnar, sem bezt er að fást við: Skalotslaukur vex allvel. Hann nífaldast að tölunni ef staðurinn er hlýr og jarðvegurinn hentugur. í laukum er mikil næring, en not þeirra er aðallega fólgin í því, að þeir eru hafð- ir sem krydd með kjöti og fiskmeti og saman við viðmeti. Pípulaukur er fleirær jurt og þrífst ágæt- lega hér á landi. Blöðin og laukhöfuðin eru höfð til matar. Graslaukur er sömuleiðis fleirær og þrífst

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.