Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 12
138
FREYR.
að hlynna að stórbýlunum, er það gagnstætt
þeirri stefnu er ríkir nú í Danmörku. A stór-
býlunum fylgist að þekkingin og getan. Ríkið
styrkir ekki smá-búskapinn eins og gert er í
Danmörku. Efnalitlir menn eru því neyddirtil
að gera iðnaðinn að atvinnuvegi sínum. Land-
eignunum er haldið óskiftum, og þær hækka í
verði jafnframt því sem þörfin á meiri fram-
leiðslu vex vegna fjölgunar iðnaðarfólksins.
í Saxlandi er sykurrófnaræktin á háu stigi;
þar eru fallegar smáraekrur og alstaðar er vel
um gengið, hvergi mikið um illgresi. Til þess
að greina nánar frá búskapar fyrirkomulaginu
má nefna sem dæmi 1 bæ, þar sem landareign-
in var 75 hektarar. Af því landi var síðastl. sum-
ar 20°/0 ræktað með sykurrófum, 12°/0 með rúg,
15% með hveiti, 20% með höfrum, 15°/0 með
lúsernum, 15°/0 með byggi' og 3% með kart-
fjflum. Á bænum voru 7 hestar, 25 kýr, 5
kvigur, 12 kálfar og 1 naut. Mjólkin seld í
nærliggjandi þorpi.
Hestar eru í háu verði, um 1300 kr. að
meðaltali, eru því bændur byrjaðir á því að
nota uxa til dráttar.
Litið er um félagsskap meðal bænda á Saxl.
Þar eru hvorki sameignarmjólkurbú nékaupfélög.
Mjólkin er skilin heima, ef hún er ekki seld ný
til bæjanna. Það er eftirtektavert að sjá hversu
akrarnir eru nákvæmlega vel hiitir og hversu
mikið kapp er lagt á að bægja burtu illgresinu.
Til dæmis má uefna, að maður, sem ekur eftir
veginum og sér nokkra þistla með þroskuðum
fræjum, kallar á fólk til að taka þistlana, og
landeigandi borgar fyrirhöfnina. Lögreglan lít-
ur eftir að þesskonar illgresi finnist ekki með-
fram veginum og hún sér líka um að hreinsað
sé í burtu grjót, sem þar kann að liggja.
Plægt er 12—18 þuml. djúpt. Á síðari
árum er mikið farið að nota mótorplóga.
Dað er setið á þeim og þeim er stýrt líkt og
mótorvögnum. Plógurinn tekur 4—-6 strengi í
einu og afkastar geysimiklu. Þetta verkfæri
mun verða þess valdandi að gagngerð breyting
verði á akuryrkjunni.
Mikið er gert til þess að bæta hinar rækt-
uðu jurtir og gerðar eru háar kröfur til þess að
varan sé góð, enda er verðið eftir því. ÍDan-
mörku er gert ráð iyrir 12—13 faldri uppskeru
af korntegundum, en á Þýzkalandi 15—24
faldri.
Pramanskráðar línur, um landbúnaðinn á
Þýzkalandi, eru lítilsháttar útdráttur úr fyrir-
lestri, er Sörensen búnaðarráðunautur hélt i
haust og eg var áheyrandi að.
Alfred Kristensen.
Vélrakstur.
Á s. 1. slætti gerði eg tilraun með að láta
sláttuvélia flytja með sér grasið af skáranum að
skákarhorninu. Lét grasið falla niður á striga-
voð sem fest var aftan á greiðuna.
Mér sýnist mikið unnið við það til flýtis
heyskapnum ef raksturinn gætigengið jafnfljótt
slættinum og einn maður gæti þá unnið þessi
tvö verk, að raka og slá, sem eitt verk, með
sömu hestunum og vélinni, aðeins með dálitlum
útbúnaði.
Tilraunin sýndi, að greiðan og vélin þolir
nægilega mikinn heyflutning og hestunum mun-
ar lítið um þá auknu þyngd.
Útbúnaðurinn á að geta orðið svo fullkom-
inn, að raksturinn tefji ekki fyrir slættinum.
Hugmynd mína mun eg reyna að fram-
kvæma svo fljótt sem eg hefi ástæður til.
Þetta verður þá aðeins Ijárakstrarvél og
á bezt við á heldur snöggum engjum, en á als
ekki við þar sem er nær því síbreiða.
Svo vel er rakað, að ekki eitt einasta strá