Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 14
140
FREYR.
ntn leiðbeiningum búnaðarráðunautanna, eu, að
iþjóðin eigi jaínframt nokkra sök í því sjálf;
mikill bluti hennar meti bóklega búfræðisþekk-
ingu of lítils og hirði ekki um að njóta þeirra
þæginda, sem samheldni og eindrægni geti veitt.
Bændur, sem vanir séu strjálbygðinni, hafi smátt
■og smátt vanist á að vera sjálfum sérnógirog
eigi þeir erfitt með að brjóta bág við gamlan
vana og fái sig ekki til að nota þær leiðbein-
ingar, sem gefnar eru í ræðu og riti.
Þá skýrir höf. frá starfsemi búnaðarfélags
íslands og búnaðarsambandanna, er það alt
mjög vingjarnlegt í vorn garð. Hann talar
einnig um hreppabúnaðarfélögin og um styrk
þann, er þau fá úr landssjóði. Viðurkennir nyt-
semi þessara félaga, en hann vill láta beita
verðlaunaveitingum meira í þá átt, að fá bænd-
ur til að nota hestana til vinnu meir en gert
sé. Einst ekki rétt að veita þeim bónda verð-
laun fyrir jarðabætur, sem hafi 10—20 hesta
aðgerðarlausa, en noti handverkfæri til að mylja
jarðveginn með. Yið verðlaunaveitinguna eigi
að taka tillit til þess að hagkvæmlega sé unnið.
Þá talar höf um búnaðarskólana og bank-
ana, finst honum öll þörf á því að bændur hefðu
greiðari aðgang að lánum en þeir hafa nú; sum-
ir séu að vísu hræddir um að slíkt verði mis-
brúkað, en hann telur hættuna ekki svo mikla,
vegna þess, að íslenzku bændurnir séu ekki
siður vandir að virðingu sinni en bændur í
öðrum löndum. Alítur höf. þörf á nýju jarða-
mati.
Næsti kafli ritgerðarinnar er um jarðrækt-
ina. Túnin séu ot lítil; komi það til af því:
1. að menn geri of litlar kröfur til lífsins, 2.
þekki ekki mismun á heygæðum, og hafi meiri
löngun til að hafa sauðfé en nautgripi, 3. þekk-
ingarleysi á hirðing og notkun áburðar og 4.
skort á vinnuliði og framtaksleysi með það að
nota hestaflið. Einst honum bændur hirði of
lítið um að heyja vel í góðu árunum og að þeir
setji um of á útbeit, lendi of oft í vandræðum
þegar líður fram á útmánuði; komi þá óvenju-
lega harður kafli, séu úrræðin ekki önnur en
annað hvort að kaupa útlent fóður, ef til vill
eins og lánstraustið leyfir, eða þá að fara að
skera. Telur höf. ráðlegt að menn leggi meiri
stund á kúaeign en gert hefir verið, við það
verði áburðurinn meiri og auðgerðara að stækka
túnið.
Grasræktin er sá þáttur búnaðarins, sem
alt hvílir á; rófurnar geta komið til hjálpar.
Það, hvort kornrækt lánist eða ekki, verður alt
af þýðingarlítið atriði.
í greininni er mikill fróðleikur, einkum fyr-
ir útlendinga og fyrir þá er hún skrifuð. Hún
er ekki öll komin út enn, og hér hefir aðeins
verið minst á nokkur atriði.
Sáðsléttur.
Björgvin sýslumaður Yigfússon hefir sáð
grasfræi í 5 dagsláttnr í vor sem Ieið, er það
alt á góðum vegi. Aðrar 5 dagsláttur eru í
undirbúningi. Alt er þetta útgræðsla í móum
ofan undan túninu á Efra-Hvoli. Auk þessara
10 dagsláttna er gróðrarsýnisstöðin, rúmar
þrjár dagsláttur á stærð. Sýslumaður er á-
hugamaður mikill um alla jarðrækt, hefir hann
ráðið til sín í þjónustu Jónas Björnsson búfræð-
ing frá Ósi, er stundað hefir búnaðarnám í Dan-
mörku og Noregi.
Búnaðarskólarnir.
A Hólum eru í vetur 44 nemendur, á
Hvanneyri 36, frá Eiðum hefir ekki frést.
Fraugde-plógurinn.
Nú fæst þessi plógur af enn minni gerð
en áður. Kostar hann 36 krónur í innkaupi,
án stuðningshjóls, en raeð því kostar hann 39 kr.