Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 5
FRE YB.
131
«veppurinn getur svo borist til manns frá ná-
grönnunum.
Þá er eftir að geta um það ráð, sem nú
orðið er almennast við haft erlendis, og það er
það, að dreifa Bordeauxvökva (frb. Bordóvökva)
yfir kartöfluakrana að sumrinu. Þetta kvað
vera orðið mjög algengt á Hollandi. í ýmsum
héruðum á hver bóndi verkfæri til að dreifa
vökvanum með. Þetta er gert tvisvar á sumri;
i fyrra skiftið þegar fyrstu blettirnir sjást á
blöðunum og í síðara skiftið 3—4 vikum seinna.
Ekki er vökvinn dýrari en svo, að það nemur
rúmum 2 kr. á dagsláttu. Láta mun nærri áð
réttast væri hér á landi að dreifa vökvanum
yfir kartöflusvæðið seint í júlí, í fyrra sinn.
Það á að gerast i þurru og kyrru veðri.
Yið þessa aðferð er það að athuga, að hún
fyrirbyggir aðeins að sýkin berist í garðinn
eftir að vökvanum hefir verið dreift yfir kar-
töflurnar, en sé það gert of seint, eftir að sýk-
in er farin að grípa um sig, þykir venjulega
ekki borga sig að fást við það.
í Danmörku hafa verið gerðar tilrauuir í
þessa átt og hafa þær lánast mjög vel. Þar
sem Bordeauxvökvanum hefir verið dreift yfir,
hefir kartöflugrasið haldið sór fagurgrænt nokkr-
um vikum lengur en þar sem honum hefir ekki
verið dreift. Það hefir lika orðið veruleg vörn
gegn því að kartöfiurnar sjálfar hafi sýkst. Við
það að grasið hefir haldið sér lengur, hefir upp-
skeran orðið meiri og sjúkar kartöflur miklu
færri. Uppskeruaukinn nam um 11 tunnum á
dagsláttu þar sem dreift hafði verið þessum
legi, móts við það sem uppskeran var þar sem
honum hafði ekki verið dreift yfir.
Bordeauxvökvi er notaður gegn ýmiskonar
kvillum á jurtum og samsetning hans er því
ekki ætíð eins. Hér skal tilgreint hvernig hann
er tilbúinn þegar nota á hann til yfirdreifingar,
gegn kartöflusýkinni. Hver maður getur búið
til þennan lög heima hjá sér, en til þess þarf
hann að hafa tvo bala; annar þeirra verður að
vera úr tré og taka að minsta kosti 100 potta.
Til þess má nota olíufat sagað sundur í miðju.
Eigi að búa til 100 potta af Bordeauxvökva
þá er aðferðin þessi:
1. í trébala, sem tekur svo mikið, er látið 2
pd. af blásteini (koparvitrjól) og er helt á
hann um 2 pottum af sjóðandi vatni. Þeg-
ar blásteinninn er runninn, er helt f balann
köldu vatni, svo miklu að lögurinn verði
alls 50 pottar.
2. í annan bala eru látin 2 pd. af brendu kalki,
á það er helt ofurlitlu af vatni, svo kalkið
verði að dufti. Síðan er vatni bætt við, svo
að í þessum bala verði líka 50 pottar. Nota
má slökt kalk í staðinn fyrir brent, en það
þarf meira af þvi, 3 pd. f staðinn fyrir 2.
3. Hrært er vel í kalkvatninu og er því síðan
helt saraan við blásteinslöginn.
4. Að þessu loknu er Bordeauxvökvinn altil-
búinn. Það verður stöðugt að hræra vel
í honum þangað til hann er notaður og
nota skal hann sem fyrst. Þykir ófært að
nota hann eldri en 1 til 2 daga gamlan.
A hverja dagsláttu þarf um 430 potta af
þessum vökva í hvert skifti.
Sé maður i vafa um hvort vökvinn sé rétt
tilbúinn, er auðvelt að komast fyrir slíkt. Þarf
ekki annað en að kaupa rauðan lakkmúspappír
og bregða honum ofan í vökvann, verði þessi
rauði pappír við það blár, er vökvinn eins og
hann á að vera, en ef hann verður ekki blár
þá þarf að bæta kalki f.
Aðalkostnaðurinn sem fylgir þessari góðu
vörn gegn kartöflusýkinni, er sjálfur dreifarinn,
hann kostar um 40 kr. ásamt fötu, sem borin
er á bakinu, en þetta sama áhald má líka nota
til að vökva plöntum með og það er sama á-
haldið sem notað er þegar illgresi er drepið
með vitrjólsblöndu. Að vísu þarf það ekki að
vaxa mönnum svo mjög í augum að kaupa