Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 10
136
FREYR.
Xarl Sigurðsson á Draflastöðum, sömu sl.
Arngrimur Jónsson i Hvammi, N.-Þingeyjars.
Magnús Sigurðsson á Fossi, Seyðisfirði.
Fyrir verðlaunaumsækjendur næstu 3 árin
-er það að athuga, að þá verður aðallega tekið
tillit til góðrar hirðingar á áhurði, sérstaklega
til byggingar haughúsa og fora. Þarf það að
takast fram í umsóknunum hvort umsækjandi
hirði vel áburð og hvort hann hafi á bæ sín-
um vel gert haughús, lagarhelda for og salerni.
Garðrækt í Grænlandi,
íslendingar þakka sínum sæla fyrir að eiga
heima á íslandi en ekki á Gfrænlandi, í heim-
kynnum íss og jökla. Vér höfum ekki gert
oss mjög háar hugmyndir um lifnaðarháttu
Cfrænlendiiiga; höfum í rauninni álitið það langt
fyrir neðan virðingu vora að gefa þeim nokk-
urn gaum. Samanborið við þá, teljum vér oss
með stórþjóðunuin. Hugurinn beinist að þeim
sem framar standa og maður er að rembast við
að ná í hælana á þeim og gleymir svo alger-
lega þeim, sem virðast vera skör lægra settir.
•— Séra Eiríkur á Vogsósum sagði, að það
náttúrulögmál ríkti í Norðurálfunni, að þjóðirn-
ar vissu ekkert norður fyrir sig.
Aðalbygð G-rænlands er á vesturströndinni,
syðst á henni er íslendingabygðin forna, í hér-
uðum þeim, sem nú eru kend við kauptúnið
Julianehaab, en vesturströndin er bygð langt
norður eftir, langt norður fyrir heimskautsbaug.
Nyrðsta bygðin er á 74°, það er svo miklu
norðar en nyrztu tangar Islands, að nemur
nær því þrisvar sinnum breidd íslands um
miðju, frá norðri til suður. Syðsti tangi Græn-
lands er á 60°, það er langt fyrir sunnan ís-
land. Það liggur því í augum uppi, að það
hljóta að vera miklu betri ræktunarskilyrði syðst
á Grænlandi, en í nyrztu bygðum þess.
í tímaritið „Atlanten“ hefir presturinn P.
Vibæk skrifað grein um landbúnað og garðrækt
á Grænlandi; eg ætla að taka hér upp það
helzta sem hann segir um garðræktina, má
vera að það verði oss nokkur hvatning til að
færast í aukana, gerist-þess full þörf.
Garðræktin er nær því eingöngu stunduð
af Dönum. Það er aðeins í héruðunum við
Julianehaab að Grænlendingar sjálfir reka garð-
yrkju að nokkrum mun. Þar norður undan
stunda nánast ekki aðrir Grænlendingar garð-
yrkju en barnakeunarar og verzlunarmenn.
Til þess að nokkur árangur sjáist af garð-
rækt í Grænlandi verður að stunda hana með
alúð og þrautseigju, en sé það gjört, þá má
jafnvel mjög norðarlega hafa gagn af garðrækt.
Þegar talið er að norðan og byrjað í Uperni-
vik, sem liggur á 73° þá er garðrækt þar nær
því ómöguleg; sumarið er of stutt og hitalítið. I
Umanaq, á 71°, eru skilyrðin betri. Þar er
ræktað grænkál, salat, kerfill og spinat, rófur
og hreðkur. í vermireitum er ræktað steinselja,
gulrætur og laukur; þó verður laukurinn þroska-
lítill. í Mitenbenk, á 70°, má mest af þessu
rækta á bersvæði, en í vermireitum nær það
álíka þroska eins og í görðum syðst í landinu,
í Jakobshavn (69° 14') hatði Vibæk prest-
ur búið allmörg ár og fengist þar við garðrækt.
Síðustu árin lánaðist honum að haía fullsprottn-
ar hreðkur i vermireit fyrir miðjan maí, en í
garðinum í júlíbyrjun, stundum seinast í júní.
Með því að sá þeim á hálfsmánaðarfresti, hafði
hann hreðkur alt sumarið fram í miðjan sept-
ember.
Á bersvæði ræktaði hann rófur og rauð-
bitur. Gulrótum sáði hann í vermireit og gróð-
ursetti á bersvæði. Laukur og porri uxu ekki