Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Qupperneq 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Qupperneq 13
TÍMARIT V.F.I. 1 93 5. 39 raun uni að fæslar línurnar ná upp fyrir 2—3 þús. km hæð. Uppi í chromospheruna þar fj'rir ofan þekkjast línur atomanna og ionanna ca, ca_)_ (éin-ioniserað Ca), Fe, Sr+( Ti+, Sc+, Na vetni og helium. Ca(U = (5,8 V) ioniserast algjört í 5000 km hæð; Fc (u = 7,8 V) nær (5000 km og ennfremur Na (5,1 V), Sr+ (11,0 V) og Ti U (13,6 V). Efri takmörkin fyr- ir þessi efni ern þannig hérumhil jöfn, þrátt fj'rir mismunandi ionisationshneigð. En þess er að gæta að atomfjöldinn, sem stendur að línum efnanna, vegur upp á móti ionisationshneigðinni. Sterkasta lína Balmer-raðarinnar, H«, nær 11000 km hæð, en þar fvrir ofan er Ca+allt upp í 14000 km. Er þó vetnið ekki einasta miklu léttara en Ca+ heldur og algengara og gætt hærra ionisationspo- tentiali (13,5 V á móti 11,8). Skýringar á þessari sýnilegu mótsögn mætti e. t. v. leita í mismunandi emiosions-tíðleik vetnis- og Ca+-línanna. Venjulega getgátan er sú (alveg fullnægjandi, nákvæma skýringu vantar), að þrýst- ingur sólarljóssins lyfti Ca+-atomunum upp fyrir vetnið. Eftir reikningi Milnes er ljósið nógu slerkt til þess að hera Ga+-atomin í chromospherunni. Að það eru einmitt þessi atom, sem stíga hæst, liggur í hinum sérstöku hæfileikum atomanna, að ahsor- hera, þ. e. halda í ljósið. Berum Ca+ saman við vetni í þessu sambandi. Ca+ ahsorberar aðallega hjá 400 f.ifi hylgjulengd, en vetnið einknm hylgju- lengdina 121 n //. Hlutfallslegur styrkur sólarljóss- ins á þessum tveim stöðum í litrofinu, er eins og 2200 2200:1. Getur þvi sólarljósið borið uppi —== 55 sinnum fleiri Ca+-ion en vetnisatom, að öðru jöfnu (atomþungi Ca = 40). En nú hætist við þelta, að um 10 sinnum meiri likur eru fyrir því, að ljósskammtur hitti Ca+-ion en vetnisatom, vegna stærðarhlutfallanna. Al' þessu sést þegar hvaða áhrif ljósþrýstingurinn getur haft á aðgreiningu efnanna í chromospherunni. Hitinn efst í chromospherunni, þ .e. meðalhraði efnisagnanna mun ekki vera að mun lægri en í photospherunni eða um 5000°. Hinsvegar hefir þrýstingurinn hrapað ofan i 10-18 loftþyngd. Er það minni þrýstingur en í mesta loftleysi (vakuum), sem menn geta framleitt. Loftþvnningin er svo gíf- urleg, að efnisagnirnar fara til jafnaðar 60 km á milli árekstra, en í venjulegu andrúmslofti er til- svarandi vegalengd qqq cm. í slíkri loftþynn- ingu er vitanlega ekki um það að ræða, að efri lög hvíli á þeim neðri i venjulegum skilningi. Efri lög- unum er haldið við á þann liátt, að atomum og ionum er skotið óraleið upp á við, annaðhvort af ljósskammti eða öðrum efnisögnum. Þegar flugið stansar vegna aðdráttar sólarinnar, falla agnirnar niður aftur, en aðrar koma í staðinn o. s. frv. Hins- vegar er sjaldgæfara að agnirnar stansi vegna áreksturs. Aðdráttaraflið stöðvar flestar ionurnar á uppleið á 6 km færi, en 60 km eru til jafnað- ar milli árekstra. Má því líkja ástandinu við það, að efnisagnir fari 10 sinnum milli hotns og loks í kassa áður en árekstrar verða við aðrar agnir. Af þessu mun leiða einhliða (anisolrop) þrýsting og þess vegna fall Gay-Lussac loftlögmálsins. Þrátt fyrir liina feikna loftþynningu efst í chromospherunni. sem nú var lýst, er langt frá því að þar sé komið út i tómt rúm. Að minnsta kosti 700.000 næstu kílómetrarnir eru „íklæddir“ efni, sem að visu er óskiljanlega þunnt, en gerir þó vart við sig með liinu daufa skini kórónunnar. Kórónan sést aðeins við almyrkva á sólu, þegar tunglið byrgir fyrir sólkringluna sjálfa og hirta 6. mynd. Almyrkvi á sólu. Umhverfis dökka tunglkringl- una sést kórónan. Strikið sýnir möndullegu sólarinnar; af því sést að kórónan nokkurnveginn samloka um miðbaug sólar. himinsins er orðin nægilega dauf. Sésl þá dökkt tunglið umgirt björtum kransi eða kögri og ná geisl- arnir oft heilt þvermál sólar út frá tunglröndinni og í einstökum tilfellum jal'nvel 6—7 þvermál. Það má fljótlega ganga úr skugga um, að kórónan um- lykur sólina sjálfa í 150 millj. km fjarlægð frá jörðinni, en orsakast ekki af ryki eða öðrum óhrein- indum í andrúmslofli jarðarinnar. Við nánari at- liugun á lögun kórónunnar kemur það nefnilega i ljós, að hún er alla jafna l'löt til póla sólarinn- ar, sem væri óhugsandi, ef kórónan myndaðist ekki i kringum sólina sjálfa og undir áhrifum möndul- snúnings hennar eða segulpóla, sem liggja mjög nálægt hinum pólunum. Samband kórónunnar við fyrirbrigði og rás þeirra á sólinni er mjög náið og birtist fyrst og fremst i löguninni. Er kórónan flatari þegar sól-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.