Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 3

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 3
Halldór Vilhjálmsson, skólasijóri á Hvanneyri. Fæddur 14. febrúar 1875. Dáinn 12. maí 1936. Andláts- Árla dags 12. þ. m. barst sú fregn. fregn um bæinn, að Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri á Hvanneyri, hefði andazt þá um morguninn á Landa- kotsspítala. Þeim, sem höfðu haft spurn- ir af heilsufari hans s.l. vetur, kom þessi fregn ekki með öllu óvænt, og þeir, sem fylgzt höfðu með líðan hans síðustu dag- ana, munu varla hafa búizt við öðrum úr- slitum þeirrar baráttu, er hann háði þá við krabbamein á landamerkjum lífs og dauða. Hins vegar munu þeir, sem fjær stóðu og þekktu þó þenna þróttmikla fjörmann — og þeir voru margir, því að maðurinn var þjóðkunnur af verkum sín- um og glæsimennsku — hafa búizt við því, að hans myndi njóta lengur við, og þeir, sem heimsóttu hann sextugan í fyrra vet- ur, munu margir hafa hugsað til þess, að sækja hann heim að 10 árum liðnum — í fullu fjöri. Nú er ekki lengur þess að bíða, og verður manni þá að líta um öxl, yfir störf „Halldórs á Hvanneyri“. Halldór Vilhjálmsson var Hver var fæ(j(jUr 14. febrúar 1875, að hann? . Laufási við Eyjafjörð, en þar bjó þá afi hans, Björn prófastur Hall- dórsson, þjóðkunnur prestur, sálmaskáld og búhöldur. Foreldrar Halldórs voru Vil- hjálmur Bjarnarson, bróðir Þórhalls bisk- ups, síðar bóndi að Rauðará við Reykja- vík, og kona hans Sigríður Þorláksdóttir prests að Skútustöðum, af Reykjahlíðar- ætt, systir síra Björns sterka Þorláksson- ar á Dvergasteini. Voru þau hjón bæði glæsileg og alkunn fyrir rausnarlegan bú- skap á Rauðará. Stóðu því að Halldóri góðar ættir og merkisfólk og það sýndi hann sjálfur. Halldór Vilhjálmsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.