Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 6
108 FRE YR samtals réttir 100 ha. Telur Halldór að þessi slægjulönd öll til hópa gefi af sér í meðalári 35—40 hesta af ha. 1934 eru tún- in talin 35,7 ha. og garðar tæpur 1 ha. Það sumar gáfu túnin af sér um 56 hesta af ha. Kartöfluuppskeran samsvaraði 140 tn., en gulrófuuppskera 280 tn. af ha. Síð- ustu árin hefir töðufengurinn verið um 2000 hestar og útheyskapur um 3000 hest- ar, og taldi þó Halldór að hver „hestur“ væri 120 kg. Við heyskapinn, eins og önnur bústörf, voru jafnan notaðar yfirleitt hinar full- komnustu vélar. Heyskapurinn var því ó- dýr, þótt hann væri mikill, og heyskapar- tími miklu styttri á Hvanneyri en almennt gerist, byrjaði snemma og var oftast lok- ið um höfuðdag. Svo sem kunnugt er var Halldór á Hvanneyri aðal talsmaður og brautryðj- andi votheysgerðar hér á landi alla tíð, síðan hann kom að Hvanneyri, og mjög sárnaði honum hversu lítinn árangur bar- átta hans fyrir votheysgerðinni hefir bor- ið. Vantaði þó ekki kraftinn í orð hans þar, fremur en annarstaðar, þar sem hann beitti sér fyrir: „Ætlið þið e'kki að fara að fara af stað? Eftir hverju eruð þið að bíða? Áfram í smjörið og votheysgerð- ina!“ segir hann í einni skólaskýrslunni. Hann kallar votheyið „fóðurforðabúr“ og „þar er núna kraftfóðrið mitt“. Eg hygg að oft hafi um Yg hluti heyjanna á Hvann- eyri verið settur í vothey, enda leit Hall- dór ekki á votheysverkunina sem neyðar- úrræði, heldur sjálfsagða heyverkunarað- ferð, hvernig sem viðraði. Það mun ekki fara fjarri sanni, að ár- leg framleiðsla jarðarafurða þau 29 ár, sem Halldór bjó á Hvanneyri, hafi verið: 950 hestar taða (mest 2000 hestar), 2450 hestar úthey (mest 3300 hestar), 30 tn. kartöflur (mest 50 tn.), 150 tn. gulrófur (mest 300 tn.). Þeir, sem nenna að margfalda þessar tölur með 29, geta farið nærri um það, hvað „moldin“ lét honum í té á þessum 29 árum. (Á. G. Eyland). „Halldór á Hvanneyri“ í nýbrotnu landi. Jarðabætur á Hvanneyri í tíð Hálldórs nema sennilega um 12000—14000 dags- verkum, miðað við framtal jarðabóta á jarðabótaskýrslum. Er þetta reyndar hlut- fallslega minna en nú gerist hjá mörgum bóndanum — í seinni tíð — þegar þess er gætt, að rösklega 300 piltar hafa stundað

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.