Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 4
106 FRÉYR Fyrstu árin ólst Halldór upp hjá afa sínum í Laufási, en síSar hjá foreldrum sínum. Ungur fór hann í MöSruvallaskóla og lauk þar námi. SíSar var hann nokkur ár hjá síra Birni, móSurbróSur sínum á Dvergasteini. Þótti hann þá gáskafullur unglingur, manna fríSastur og fönguleg- astur, glímumaSur góSur og karlmenni aS kröftum. Var þó sagt þar eystra, aS síra Björn — sem átti fáa sína jafningja aS kröftum — hefSi stundum gert lítiS úr kröftum Halldórs, og sýnt honum karl- mannlegri átök, en Halldór átti kost á aS sýna. Mun þetta hafa aukiS kapp hans og stælt viljann, því aS illa þoldi skap hans þaS, aS reynast „minni maSur“ í nokkurri drengilegri raun. En þó var honum ljúft, ef þess gerSist þörf, aS dázt aS yfirburS- unum, því aS hann bar mikla virSingu fyr- ir atgervinni, í hverri mynd sem hún var. Um aldamótin fór Halldór til Dan- merkur til náms, fyrst í búnaSarskólan- um á Dalum á Fjóni, og mun þá einkum hafa haft í huga aS leggja stund á mjólk- urfræSi, og 1902 gekk hann inn í landbún- aSarháskólann í Kaupmannahöfn og tók þar fullnaSarpróf í almennri búfræSi 1904. ÞaS sumar mun hann hafa ferSast um Danmörku til þess aS kynna sér búnaSar- háttu Dana af eigin sjón, en um haustiS íor hann til Askov — hins nafntogaSa lýS- háskóla — og stundaSi þar nám um vetur- inn. Þar meS var skólanámi Halldórs lok- iS, enda var hann þá betur „skólaSur“ til hvers konar starfa í þjónustu landbúnaS- arins, en nokkur annar íslendingur á þeim tíma, og í hans þjónustu starfaSi hann líka upp frá því til dauSadags. SumariS 1905 kom Halldór heim frá Danmörku, hlaSinn þekkingu, fjöri og á- huga, og hóf starf sitt meS því aS ferSast á milli rjómabúanna, sem þá voru á SuS- urlandi, og leiSbeina þeim, á vegum Bún- aSarfélags íslands, en hinn 1. september um haustiS gerSist hann ráSunautur Bún- aSarsambands Austurlands — sem þá var stofnaS fyrir ári síSan — og kennari viS búnaSarskólann á EiSum. Þessum störf- um gegndi hann fram í febrúar 1907, en hvarf þá frá þeim, til þess aS taka viS skólastjórn á Hvanneyri, er hann hafSi fengiS veitingu fyrir frá fardögum þaS ár. SíSan kannast allir viS Halldór skóla- stjóra, sem síSar varS þó tamara aS kalla „Halldór á Hvanneyri“. Starfstími Halldórs á AustfjörSum var of stuttur til þess aS starfa hans gætti þar nokkuS til frambúSar, en þaS sýnir hverj- um tökum hann — þá viSvaningur — náSi þá þegar á nemendum sínum, aS nokkrir af nemendum EiSaskóla fóru í Hvanneyr- arskóla um haustiS (1907) og lu'ku námi sínu þar. MeS bændaskólalögunum frá 1905 tók landiS aS sér aS reka hér 2 bændaskóla — á Hólum og Hvanneyri — á kostnaS landssjóSs. Skyldi hvor skóli geta haft 40 nemendur í tveggja vetra bóklegu námi, og óbundnu verklegu námi, þá er óskuSu þess, en skólabúin átti aS selja á leigu, skólastjóra eSa öSrum. Þessi breyting varS á Hvanneyri voriS 1907, er SuSuramtiS afhenti landsstjórn- inni skólann. Hjörtur Snorrason lét þá af skólastjórn, en Halldór Vilhjálmsson tók viS, bæSi skóla og búi. BúiS var myndar- legt, leigukjörin góS, en jörSin ágæt, og nú hefir 29 ára reynsla sýnt, aS „Halldór á Hvanneyri“ var „réttur maSur á rétt- um staS“, því aS þar óx allt í sambúSinni: jörSin og áhöfnin meS bóndanum og skól- inn meS skólastjóranum, og uppspretta þess vaxtar var Halldór Vilhjálmsson sjálfur, meS þá bjartsýni og búhyggindi, þrótt og þekkingu, fjör og festu, sem hon- um var allt ríflega gefiS, samfara góSu

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.