Freyr - 01.06.1936, Qupperneq 23
F R E Y R
125
Hrútlömb -- eða geldingslömb,
Á að gelda hrútlömbin í vor?
í nokkur ár hefir verið deilt um það,
bæði meðal bænda og annara, hvort rétt
væri að gelda þau hrútlömb á vorin, sem
menn ætluðu sér að slátra að haustinu.
Nokkrir hafa haldið því fram, að þetta
bæri að gera. Hafa þeir stutt þá skoðun
sína með því, að geldingsskrokkarnir væru
beinasmærri, feitari, hefðu frekar vaxtar-
lag fyrir enskan freðkjötsmarkað, hefðu
hlutfallslega meira kjöt, miðað við lifandi
þunga og fylgdu mæðrum sínum betur eft-
ir, og vendust því síður undan síðari hluta
sumars og að haustinu, en hrútarnir.
Aðrir hafa aftur haldið því fram, að
ekki bæri að gelda hrútlömbin að vorinu.
Þeir hafa sagt, að hrútsskrokkarnir yrðu
að koma við öðrum viðbúnaði til eldvarna,
er þessi einfaldi viðbúnaður miklu betri
en enginn, enda oftast unnt að ná í vatn á
einhvern hátt til frekari hjálpar.
Eldsvoði er alltaf ægilegur, ekki sízt í
sveitum. Þar er sízt ,í annað hús að venda'
til hjálpar eða til húsvistar. Hann getur
borið að höndum þegar verst gegnir, má-
ske um hávetur í ófæruveðri og myrkri,
máske þegar ekki eru heima nema konur
og börn eða gamalmenni. Ef húsin brenna,
þá verður allt heimilið í uppnámi. Þótt
húsin séu vátryggð og máske lausafé, eða
nokkuð af því, þá ferst nær allt af eitt-
hvað í eldinum, sem ekki fæst bætt.
Þar sem ekki er unnt að koma við opin-
berum og almennum brunavörnum í sveit-
unum, þá er því meiri nauðsyn á, að nota
vel þá möguleika til brunavarnanna, sem
hver einstakur getur komið við og viðráð-
anlegir eru fyrir kostnaðarsakir.
þyngri að haustinu, og þetta munaði svo
miklu, að þótt eitthvað meira fengist fyrir
hvert kílógr. í geldingsskrokknum, þá feng-
ist sem heild meira fyrir hrútsskrokkinn.
Þá hafa þeir bent á fyrirhöfnina yið að
gelda, áhættuna sem því væri samfara m.
fl., sem þeir hafa talið því til foráttu að
gelda hrútlömbin að vorinu.
Ætla má, að meðal bænda séu fleiri,
sem hallast að þessari síðari skoðun, að
minnsta kosti ef dæmt er út frá stað-
reyndum, sem eru þær, að lítill hluti af
bændum hefir gelt lömb sín að vorinu,
þar sem ekki eru aldir upp sauðir.
Úr þessum ágreiningi vildi eg fá skorið,
og því var það, að jeg 9. nóv. 1930 skrifaði
S. í. S. og fór fram á það, að það beitti sér
fyrir því, að þetta væri rannsakað. Benti
eg á, að með samvinnu milli bænda og
kaupfélaganna eða sláturhúsanna yrði
þetta bezt gert. Eg taldi, að kaupfélögin
hvert um sig þyrftu að fá nokkra bændur
til þess að vega nýborin hrútlömb, taka
svo tvö til samanburðar, sem væru undan
svipuðum ám, og gelda annað, en ekki hitt.
Með því að nokkrir bændur á svæði hvers
félags gerðu þetta með 20 til 40 lömb,
taldi eg, að úr því mætti fá skorið, hverjir
skrokkarnir væru þyngri og betri mark-
aðsvara. Sjálfur bauðst eg til að vinna úr
skýrslum allra, er slíkar tilraunir gerðu.
Þessu máli var vel tekið af öllum, en þó
varð ekkert af framkvæmd.
Einstaka menn fékk eg þó til að gera
þessu líkar athuganir fyrir mig, en þeir
voru fáir, og sjaldnast fékkst dómur um,
hvernig skrokkarnir hefðu flokkazt við
mat í frostið.
I desember 1934 skrifar svo S. í. S. Bún-
aðarfélagi íslands og óskar eftir því, að
það beiti sér fyrir því, að bændur almennt
fari að gelda lömb sín. Eg var beðinn að
segja álit mitt um málið, og taldi eg ekki