Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 11
F R E Y R 113 un. Er það allt hressilega og fjörlega skrifað, en stílshátturinn nokkuð hrjúfur stundum og ber vott um hið öra skap höf- undar, og bera þá orðin stundum efnið ofurliði. Þó var því jafnan góður gaumur gefinn, sem Halldór ritaði, svo sem verð- ugt var. Annars eru störf Halldórs mest tengd beint við skólann og búið á Hvanneyri. Þar boðaði hann nemendum sínum trú sína á íslenzka mold, íslenzkt búfé og ís- lenzka menn, þar sýndi hann þessa trú sína í verkunum og eigin persónu og það- an bárust áhrif af orðum hans og athöfn- um út um allt landið, með nemendum hans og þeim mörgu, sem heimsóttu þenna höfðingsmann á höfuðbóli sínu. Þar undi hann bezt, enda hefði hann engan stað eða stöðu getað fengið hér á landi, er hæfði honum betur en skólastjórn og bú- stjórn á Hvanneyri, það fann hann og viðurkenndi — og var þakklátur fyrir. Þar lifði hann svo að segja öll sín starfs- ár, og óx af störfum sínum þar, ár frá ári. Önnur opinber störf Halldórs eru lítil í samanburði við aðalstarfið. Þó var hann lengi í sýslunefnd og um nokkurt skeið búnaðarþingsfulltrúi. Hann var einn af þeim, sem samdi jarðræktarlagafrum- varpið frá 1923, og nokkrum sinnum mætti hann af íslands hálfu á fulltrúa- fundum og mótum erlendis, þar sem rædd voru búnaðarmál. — Hann var riddari af fálka- og dannebrogsorðunni og heiðurs- félagi Búnaðarfélags Islands var hann kjörinn í fyrra, er hann varð sextugur. Halldór kvæntist 1911 frændkonu sinni Svöfu Þórhallsdóttur biskups, en þau slitu hjúskap fyrir fáum árum. Var það eini verulegi skugginn í lífi Halldórs, sem ann- ars var gæfumaður. Þau eignuðust 5 börn, 3 dætur og 2 sonu, öll á lífi og mannvæn- leg. Áður en Halldór fór að heim- . an í sioasta smn, avarpaoi kveojur. hann hjú sín hvert og eitt við sameiginlegt borðhald og þakkaði þeim góða þjónustu, og áður en hann steig upp í bílinn, er flutti hann í Borgarnes, gekk hann fram á hlaðið, breiddi út faðm- inn með karlmannlegu fasi, mót skólajörð- inni, og bað fólk sitt að hrópa með sér fer- halt húrra fyrir Hvanneyri, með þeirri ósk að hún blómgaðist og blessaðist. Nú vill íslenzka þjóðin — og fyrst og fremst bændurnir — taka undir þessa síð- ustu ósk hans um leið og hún þakkar „Halldóri á Hvanneyri“ æfistörfin. Útfarardaginn ákváðu nemendur hans og samverkamenn, sem í Reykjavík voru, að láta gera af honum brjóstlíkan í eir, og gefa skólanum. Útför Halldórs fór virðulega fram í Reykjavík 23. þ. m., að viðstöddu fjöl- menni. Um 60—70 nemendur hans gengu á undan líkfylgdinni frá kirkju að kirkju- garði og mynduðu heiðursfylkingu við sáluhliðið, þegar kistan var borin í garð- inn. Mér var sem eg heyrði Halldór ávarpa þá: „Þetta var fallega gert af ykkur •— það gleður mig. Þakka ykkur fyrir, pilt- arnir mínir!“ Svo tók gróandi móðurmoldin við barni sínu. 29. maí. Metúsalem Stefánsson. Látist hafa í vor þrír merkisbændur í hárri elli: Gunnlaugur Þorsteinsson að Kiðabergi, Jónas E. Jónsson frá Sólheima- tungu og Benedikt Kristjánsson, Selárdal,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.