Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 12
114 F R E Y R Avarp fil Hvanneyringa. A fundi, sem 60—70 IIvanneyringar héldu, daginn sem jarðarför Halldórs Vil- hjálmssonar fór fram, var samþykkt svohljóðandi tillaga: ,,Fundurinn telur viðeigandi, að nemendur og samstarfsmenn Halldórs Vilhjálms- sonar skólastjóra, láti gera af honum brjóstlílcan úr eir, er verði afhent bændaskól- anum á Hvanneyri til eignar. Ákveður fundurinn að kjósa 7 manna nefnd til þess að hefja samskot í þessu skyni, og annast aðrar framkvæmdir í málinu“. 1 til efni af þessari samþykkt viljum við, sem kosnir vorum í nefndina, ávarpa ykkur, kæru Hvanneyringar: Þið munið allir Halldór sem skólastjóra og kennara, og margir einnig sem hús- bónda. Við vitum, að þið allir geymið minningu hans, og við vitum, að við þá minn- ingu eru tengdar endurminningar, sem ykkur eru Ijúfar og kærar. Við vitum, að þið finnið allir, að honum eigið þið mikið að þakka, og að hann hefir gefið ykkur veganesti, sem ykkur hefir verið mikilsvirði við störf ykkar. Þess vegna vitum við lika það, að ykkur er Ijúft, að láta fé af hendi — hver eftir sinni getu — til þess að minning hans geymist sýnileg á Hvanneyri, og mynd hans þar verði ávallt til að minna á hann og verk hans, og þá jafnframt sem talandi vottur þess, að allir þeir mörgu, sem hann kenndi og vann með, báru til hans hlýjan hug og þakklæti. En þó við Hvanneyringar minnumst Halldórs Vilhjálmssonar á þennan hátt, þá viljum við jafnframt minna ykkur á, að bezt höldum við minningu hans og skólans í heiðri, með því að sýna það ávallt í lífi okkar og starfi, að við vinnum að áhuga- málum hans, og þá fyrst og fremst að velferð íslenzkra bænda. Reykjavík, 27. maí 1936. F. h. nefndarinnar: Guðmundur Jónsson, kennari. Páll Zóphóníasson. Steingr. Steinþórsson. Hvanneyringar! Auk okkar, sem hér skrifum undir ávarpið, eru i nefndinni Jón Jónsson, bóndi á Hofi í Skagafirði, Helgi Agústsson við Olvusárbrú, Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal, og Helgi Guðmundsson, Hoffelli. — Avarpið höfum við sent 29 Hvanneyringum, og beðið þá að safna fé til minnismerkisins með nefndinni. En þar sem ekki er vist, að þessir 29 menn nái til allra Hvanneyringa, þá höfum við beðið „Frey“ að birta ávarpið, og getur þá hver og einn, sem það sér, sent beint til okkar nefndarmanna það, sem þeir vilja af mörkum leggja í þessu skyni. — Og við vitum, að allir Hvanneyringar vilja láta eitthvað af hendi rakna. Um búreikninga. Samkvæmt tilmælum ritstjóra ,,Freys“ vil eg gera nokkra grein fyrir þeirri bú- reikningastarfsemi, sem hafin er hér á landi, Seint á árinu 1932 gaf Búnaðarfélag Is- lands út búreikningaform, er undirritað- ur hafði samið. Fylgdu þeim leiðbeining- ar um færslu í þau, sem sérprentun úr Búnaðarritinu 1933. Rétt fyrir áramót 1932—33 voru form þessi send til nokk-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.