Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 21

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 21
/ FREYR 123 hefir gengið stirðlega. Fræið náð tæp- lega fullum þroska og gróið mjög illa. Virðist því ekki vera miklar líkur fyrir því, að fræ verði hægt að rækta af þess- um tegundum hér á landi. Það er nú byrjað á úrvali í báðum tegundunum, og er það vitanlega vafasamt, hvort unnt verður að ná í plöntur, sem verða ár- vissar til frætekju, en úr því mun reynsl- an skera síðar. Þá hefir síðan að stöðin tók til starfa verið aukin frærækt af mjúkfaxi (Bromus mollis). Hefir frærækt ávallt heppnast vel af því. Uppskera orðið mest um 1800 kg. af ha. Fræið er stórt 4—5 gr. þúsundið og grómagnið 80— 98%. Þessi tegund er ein- eða tvíær. Gefur aðeins hey sáðárið og árið eftir, en deyr svo út. Getur verið gott að hafa þessa tegund með öðru fræi í frælöndum, þegar þær eru samsettar af seinþroska grastegundum, er venjulega gefa litla sprettu á fyrsta og öðru ári. Eg’ hefi þá gefið nokkurt NiSurlag. yf irlit yfir þann helzta árangur, er orðið hefir síðan gras- ræktartilraunirnar hófust 1923, og má af því sjá, að það eru töluverð- ir möguleikar fyrir framleiðslu á inn- lendu grasfræi. Frærækt getur, ef hún heppnast sæmilega, gefið góðan arð og borgað sig fjárhagslega, ef það verð helzt á fræi, sem verið hefir hér á landi undanfarin ár. Hitt má þó ljóst vera, að margt er óunnið fyrir innlenda fræfram- leiðslu, einkum allt er lýtur að því að gera hana minna háða dutlungum veð- urfarsins, og þar er aðeins um eina leið að ræða, sem sé: tilraunir og rannsóknir. Athuganir og smávegis tilraunir með frærækt af hvítsmára, hafa ekki heppn- ast, en bæði hvítur og rauður smári Eldsvoðavarnir sveifanna. Eftir Halldór Stefánsson. í þéttbýli'kaupstaða og kauptúna er víð- ast hægt að hafa samtök, um útbúnað til sameiginlegra slökkvivarna, þegar elds- voða ber að höndum. 1 dreifbýli sveitanna er um þetta efni öðru máli að gegna. Þar verður engum sameiginlegum ráðstöfunum við komið í þessu tilliti. Þar verður hver að treysta á sjálfan sig og eigin framkvæmd, svo í þessu tilliti sem mörgu öðru. Eigi að síður er í sveitum unnt að hafa viðbúnað, sem komið getur að miklu haldi til varnar eidsvoða, viðbúnað, sem að vísu algerlega hvílir á einkaframtaki, en getur þó verið mikilsverður og má teljast ein- faldur, handhægur og kosta lítið tiltölu- lega. hefir þroskað fræ á Akureyri. Er því ekki ólíklegt, að fræ mætti rækta af þessum nytjagróðri þar, en um það þyrfti að gera tilraunir nyrðra. Það verður sjálfsagt nokkuð langt að bíða þess, að tilhögun og framkvæmd jarðræktarinnar hjá bændum verði fær um að taka innlenda grasfrærækt til framkvæmda. Til þess þarf kornyrkjan, samfara hagkvæmri sáðskiftiræktun, að komast á, en sú tilhögun gerir þá líka fært að hafa frærækt og ef til vill aðrar nytja- plöntur til ræktunar. Það, sem hjer hef- ir verið minnst á, er aðeins vísirinn til þeirra framkvæmda, sem geta í fram- tíðinni orðið túnrækt vorri til farsældar, ef jarðræktin tekur þeirri umsköpun, sem henni er nauðsynleg. Kl. Kr. Kr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.