Freyr - 01.04.1938, Síða 3
VanhÖldin í sauðij árbúunum.
Hve mikilli tekjurýrnun verða fjáreigendur fyrir vegna vanhaldanna?
Ég hefi oft áður rætt við bændur um van-
höldin á sauðfjárbúunum, og enn ætla ég
að gera það. Ég hefi bent á það, að
sumir bændur fengju meir en þrefaldan
meðalarð eftir ær sínar móts við aðra, og að
þessi mismunur stafaði að verulegu leyti
af vanhöldum hjá þeim, er minnstan hefðu
arðinn. Ég hefi haft svo stór orð um þetta,
að vanhöldin væri þyngsti skatturinn, sem
bændur greiddu, og mundi vera þyngri en
útsvörin, sem þó er mikið talað um, hve
há séu og þungbær.
Flestir eða allir bændur munu hafa
heyrt mig tala um þetta, eða lesið greinar
eftir mig um það. En mér virðist stund-
um, að það sé eins og mörgum þeirra finn-
ist vanhöldin lítil og sjálfsögð. Það sé ó-
mögulegt annað en þau séu, þau fylgi sauð-
fjárræktinni eins og skugginn manninum,
og því þýði ekki að vera að tala um þau.
Svona blindar vaninn menn, og það þarf
sterkan vilja til að brjóta vanann og skapa
nýjar venjur, og sá vilji skapast því að-
eins, að menn sannfærist um að vanhöld-
in séu mikil og þurfi að minnka. Ég mun
því hér reyna að sanna, hver vanhöldin
urðu á fé landsmanna fardagaárið 1935—
1936, en það er síðasta árið, sem hægt er
að gera þessa nokkra grein, og jafnframt
annað árið, sem slíkt er mögulegt.
Ég skal þá fyrst snúa mér að vanhöld-
unum á dilkunum eða lömbunum.
í fardögum 1935 eru fram tald-
ar ær.......................... 525463
Haustið 1935 er slátrað úr búum
sauðfjáreigenda lömbum 347828
og vorið 1936 eru til fram-
taldir gemlingar.......101630
Það koma því fram alls af
sláturlömbum og líflömb-
um . ......................... 449458
Mismunur 76005
Mismunurinn er því 76000 lömb.
Nú er það vitanlegt öllum, að ekki kem-
ur allt féð, sem til er í landinu, fram í vor-
framtölum. Þegar kláðaútrýmingarböðun-
in fór fram fyrir aldarþriðjung síðan, var
baðað nærri þriðjungi (31 %) fleira fé en
fram var talið. 1916 var um 16 % fleira
fé á fóðrum í Skagafirði en talið var fram,
og með því að gera nú samanburð á fram-
töldu fé á vorhreppaskilum og framtöldu
fé á skattaskýrslum, virðist vanta 10—
12 % til þess að allt fé, sem fram er talið
á skattaskýrslum, komi fram á vorhreppa-
skilum. Hins vegar má líka ætla, að van-
taldir séu fram gemlingar, sem nemur 10
%, og þeir ættu því að vera um 110000 í
stað 101630.
Hins vegar er lömbunum undan þeim
ám, sem ekki eru taldar fram, og því ekki
inn í tölunni, þegar ærnar eru sagðar
525463, slátrað eins og öðrum lömbum, og
koma því inn í tölu sláturlambanna.