Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1938, Qupperneq 16

Freyr - 01.04.1938, Qupperneq 16
62 Í<' R K Y lí Pekingbaunir voru reyndar á sama hátt, kom í ljós, að daglengdin hafði fyrst áhrif á þær, er komið var fram í miðjan maí. Mandarínbaunir breyttust ekki, birtan virtist ekki hafa áhrif á spírun þeirra á þennan hátt. Garner og Allard gerðu líka aðra tilraun á baununum. Þeir létu næmu baunategundirnar Biloxi og Peking vera í myrkri frá kl. 18—6 að sumrinu, þ. e. styttu daginn. Við þetta styttist blaðvaxt- artíminn (den negetative Periode) og varð jafnlangur og að vetrinum, um 25 dagar. Það tókst einnig að lengja vaxtartímann með því að láta ljós skína á plöturnar frá sólsetri til miðnættis að vetrinum. Tilraun- ir þessar vöktu mikla athygli og er nú þetta mál rannsakað víða um heim. Eftir áhrifum birtunnar má skipta jurtunum í þrjá aðalflokka: langdegisjnrtir, skamm- degisjurtir og ónæmar jurtir, sem dag- lengdin ekki virðist hafa veruleg áhrif á. Langdegisjurtir bera fyr blóm en ella, þegar dagurinn er langur, 14—18 tímar. Sé dagurinn mjög stuttur blómgast þær alls ekki, en geta þroskast að öðru leyti. Skammdegisjurtirnar blómgast aftur á móti bezt, þegar dagurinn er stuttur. Þær eru fljótastar til blómgunar, þegar dagur- inn er t. d. 10—12 tímar á meðan þær spíra. Flestar norðlægar jurtir, t. d. vor- sæðistegundir, bygg, hafrar, sumarhveiti og sumarrúgur, eru langdegisjurtir. Chry- santhemer, jólastjarna, tóbak o. fl. eru aft- ur á móti skammdegisjurtir. Nú er mikið farið að hagnýta þessi birtuáhrif. í Kali- forníu eru stór gróðurhús, þar sem rækt- aðar eru Chrysanthemer. Eru þær látnar vera í myrkri frá kl. 18—6 daglega. Með þessari aðferð getur gróðurhúsaeigandinn komið með blómgaðar Chrysanthemer á markaðinn 2 mánuðum á undan öðrum, sér til stórhagnaðar. Jólastjarna er vön að blómgast í skammdeginu, en með því að „stytta daginn“', þ. e. skyggja á hana nokkurn hluta dagsins (um 14 tíma), má fá hana til að bera blóm að sumrinu. 1 Rússlandi hafa verið gerðar merkileg- ar tilraunir með korntegundir. Er bæði birta og kuldi látin hafa áhrif á sáðkorn- ið (yarówisation). Hefir tekizt með þessu að láta kornið þroskast talsvert fyr en venjulega og þar með hægt að rækta það á norðlægari stöðum en áður. Tegundin Triticum durum (hveititegund) er t. d. látin spíra við aðeins 3 0 hita. Eru síðan kímplönturnar hafðar í góðri birtu 10— 15 daga. (Kuldi meðan á spírun stendur virðist flýta vextinum.) Við þessar aðfar- ir hefir kornið skriðið 20—30 dögum fyr en vanalega. Hefir það auðvitað stórkost- lega þýðingu. I Hollandi hefir meðal ann- ars verið reynt „franskt hveiti“ eða „yancquais“. Mátti ekki sá því seinna en í marzlok, ef góð uppskera átti að fást, en ef birtu- og kuldaaðferðin er notuð, má sá því allt til aprílloka og fá jafngóða upp- skeru. Þá reyna einnig Svíar þessa aðferð með góðum árangri hin síðari ár. Er sjálf- sagt að reyna þetta hér á landi. Því til hvers er að vinna, ef það heppnaðist að láta kornið þroskast á 2—3 vikum skemri tíma en nú er völ á? Kornyrkjan yrði þá örugg í flestum sveitum landsins. Mætti jafnvel takast að rækta hveiti í góðum hér- uðum. Með kynbótum og „yarówisation“ hefir Rússum, Svíum o. fl. þjóðum tekizt að rækta korn miklu lengra norður á bóg- inn en áður var unnt. Við verðum að færa okkur þetta í nyt sem fyrst. Athugið einn- ig, þegar þið útvegið ykkur jurtir frá út- löndum, að það er ekki nóg að spyrja eft- ir hitanum eða kuldanum í því landi, sem þær eru frá, birtan þarf einnig að vera svipuð þar og hér. Þetta hefir lítið verið athugað við val jurta til ræktunar á nýj- um stað, enn sem komið er. En nú eru augu manna að opnast fyrir þessu mikla atriði. 1 gróðurhúsum má oft hjálpa með

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.