Einherji


Einherji - 17.12.1972, Blaðsíða 8

Einherji - 17.12.1972, Blaðsíða 8
8 EINHERJI JÓLABLAÐ 1972 BJÖRN EGILSSON: Sólskinsdagar á fjöllum Hér heldur Björn Egilsson áfram að rekja íerðasögu sína og Friðriks læknis. Fyrsti hluti sögunnar var í jóiahlaði Einherja 1971. Síðan kom framliald í 1. og 2. tbl. Einherja í ár. Og nú skal fram haldið. Björn Egilsson Jónsskarð er ekki neitt skarð, aðeins lægð á fjall- garðinum, seim er víða á 14. hundrað metra yfir sjó. Fjallgarðurinn er all breiður og svo igrýtt er þar, að ekki var hægt að fara nema hægt. Við reyndum að þræða fann- ir, en ekki var það betra, því að þar óðu hestarnir í miðjan legg. Á einum stað sáum við jarðhita. Hann var undir skafh og hafði brætt frá sér. Jónsskarð er kennt við Jón ÞiorkeUsson í Víðikeri. Hinn 7. íebrúar 1876 fór Jón með annan mann með sér suður í Öskju yfir Jóns- skarð, sem síðan er við hann kennt. Hann var að athuga eldstöðvar eftir igosið mikla árið áður. Um þessa ferð Jóns segir Pálmi Hannesson svo: „Þessi för Jóns er cm hin frækilegasta, sem í Öskju hefur verið farin, og er frá- sögn hans á allan hátt gleggri en lýsing Watts“. Watt var Englendingur, sem fcom fyrstur rnanna í Öskju sumarið eftir gosið. Vafalaust befði það verið greiðfærari leið fyrir okfcur að fara Suðurskörð og Dyngjufjalladal, þótt lengra sé, en ekki hefði ég viljað vera án þess að njóta út- sýnis af brúnum Dyngju- fjalla yfir víðáttur Ódáða- hrauns. Við fórum af baki á norðurbrúnum fjallanna og sjónaukinn var tekinn upp. Sól var orðin lágt á lofti og þegar f jær dró var blá móða undir sól að sjá og skyggni því efcki sem bezt. Langt í norðaustri sá ég grænan blett og ihlutu það að vera Suðurárboitnar. Fjær var stöðuvatn. Mundi það ekki vera iSivartárvatn? Landa- bréf var tekið upp og á því sáust Suðurárbotnar, en ekk- ert vatn, en það var skiljan- legt vegna þess að fcortið, sem tiltækt var, Mið-Austur- land, náði ekki svo langt. Öfundarlaust hef ég alltaf metið vel vísindalega þekk- ingu lærðra manna og það er bæði gagn og gaman að ferðast um hálendið með mönnum eins og Friðrik lækni. Hann gat reiknað út allt mögulegt, seigulskekkju á áttavita, línur á landabréfi, hæð yfir sjó og margt fleira. Auk þess kunni bann nöfn á bergtegundum. og jurtum á hálendinu, en ég hafði ekki neitt af þessu til að bera, ibara pínulítið brjóstvit eins og hann Lögreglurauður. Hann Rauður vissi sínu viti, hélt niðri í sér andanum og þandi sig út á meðan verið var að girða, en þegar það var búið, andaði hann frá sér létit og lengi og þá losn- uðu gjarðirnar. Það lá beint við fyrir okk- ur að taka beina stefnu á Suðurárbotna á mörkum Út- bruna og Frambruna, en við yissum af ibílslóð alllangt vestur frá eftir Dynjufjalla- dal og tókum stefnu þangað þótt lengra væri, því að betra væri að hafa bílslóðina, þeg- ar dimmt væri orðið. Eftir langa ferð yfir grýttar mel- öldur fundum við bílslóðina og fórum eftir henni langa lengi. Kl. eiitt um nóttina komum við á graslendi við Suðurá og tjölduðum þar, og höfðum þá verið 16 tíma á ferð. Logn var og heiðskírt loft og daigur var ekki af lofti. iVið sáum vel til fjall- anna í fjarska. „Rökkrið hafði sígið á Herðubreið,“ en við sáum hana vel, bera yfir Kollóttudyngju sunnanverða. Sumir hestarnir voru orðn- ir sárfættir og það var víst engin hætta á, að þeir færu langt, en óg hefti þó mína. Hvort við Friðrik vorum þreyttir eða hvað, þá kom ekki annað til mála, en opna eld og borða heitan mat. Við vorum sigurglaðir. Miklum áfanga var náð. Óbeðinn hafði Drottinn leitt okkur farsællega yfir eyðimörkina. Við gerum aldrei bæn sam- eiginlega í heyranda hljóði, en hvort við gerum bæn hver fyrir sig á hljóðri stund verður ekki sannað. Móses leiddi Israelslýð yfir eyði- mörkina og lenti í vandræð- um. Ég vil helzt að Drott- inn hj'álpi mér milhliðalaust, með eigin hendi. Það er gott að hafa nátt- stað við Suðurá um logn- kyrra sumiarnótt. Sólin var komin hátt á loft þegar við vöknuðum hinn 12. ágúst. Logn var og heiðskírt. Hest- arnir sáusst efcki, nerna einn. Eg fór á stjá og þeir höfðu farið spölkorn út með ánni. Þeir stóðu þar í hóp, blök- uðu eyrunum, hristu haus- inn og börðu sig utan með töglunum. Og enn var mý- vargur að angra þá. Við lögðum ekki af sitað fyrr en laust leftir hádegi. Það þurfti að elda og ilæknirinn var nærri orðinn lens með Helle- sens. Geymar höfðu gefið frá sér andann. Það var auð- vitað rnitt verk að þvo mat- arílát í lækjum og hndum, frámunalega leiðinlegt. Það gekk vel að skola af fcaffi- bollum í köldu vatni, en þeg- ar ílátin voru undan Tóró- súpu eða kakói með brjósta- mjólk, varð ég að biðja um iheitt vatn og þvottaefni. Ég er ekkert hissa, þó að þessi lati ungdómur nútímans sé með fýlusvip yfir uppþvotti. Leið okkar lá nú að Svart- árkoti, um 12 km vegalengd. Fyrst fórum við yfir stóra fcvísl af Suðurá hjá gangna- mann'aikofa, sem var dottinn inn á parti og því ekki hrein- legur. Svo lá leiðin norð- ves'tur með Suðurá. Þar er svo fjölbreytt og faigurt sauðland, að ég veit ekki, hvort ég hef nofekurs stað- ar séð slíkt. Ær voru þar á beit, hér og þar, margar tvílemdar, með stór og lagð- prúð lömb. Friðrik reið á undan fram með ánni. Allt í einu stöðvaði hann hestana með skjótu viðbragði. Ég spurði hvers vegna. Það var ófleygur ungi tmdir hestun- um. Ég leit til jarðar og þá var annar ungi undir mínum hestum, en við sáum þá báða flögra óskaddaða út í kjarr- ið. Ég varð glaður yfir að skilja ekki efitir lemsstraða fuglsunga 'í slóð okkar. Ég tel víst, að læknirinn hafi líka verið glaður, en hann talaði ekfeert um það og mér virðist hann hafa tileinkað sér það, að læknir má aldrei láta sér bregða, hvað sem fyrir kemur. Ég vil reyna að hafa samúð með öllu, sem lifir og hrærist, en það geng- ur illa. Meira að segja refur- inn á sitt varnanþing hjá mér, allt nema mýflugan, og þó þjónar hún sinni lund. Svantárkot er ekki kot, heldur stórbýh, eftir því sem mér fcorn fyrir sjónir. Víð- áttumikið ræktað land var norður frá bænum. Stór bogaskemma fyrir hey var risin af grunni og hús yfir 400 fjár í smíðum. Bærinn stendur sunnarlega á vestur- 'bakika Svartárvatns, sem ek'ki var itil á ikortinu kvöld- ið áður. Rétt sunnan við bæ- inn fellur Svartá til vesturs ;úr vatninu í nokkrum halla. Þar hefur verið byggð raf- stöð til heimilisnota. Svartár- kot er uppi á hálendinu um j 400 m yfir sjó. Fjallasýn er 'þar svo víðátitumikil og fög- ur, að ég veit ekki, hvort hhðstæða er til á nokkru 'byggðu bóli á landi voru. Hvílíkur f jallaihringur! í suð- auistri er Bárðarbunga, þá Trölladyngja og Dyngjujök- ull, Dyngjufjöll, Herðuibreið og Herðubreiðarfjöll þar norðar. Skammt í austri eru svo Sel'landafjall og Bláfjall. Hörður , sonur Tryggva Guðnasonar í Víðifeeri, sem áðuir er um getið, býr nú í Sivartárkoti með tengdafólki sínu. Hann er fæddur 1908 og ber aldur vel. Við stönz- uðum nofckuð í Svartárikoti og þáðum þar ágætar veit- ingar. Ég spurði um Gljúfur- versvirkjun. Þeir sögðu, að það hefði átt að stífla Suð- urá og veita hienni í Svantár- vatn, stífla svo Svartá þar sem hún rennur úr vatninu og þá voru báðar þessar ár bundnar í vatninu, en úr því átti að gera skurð yfir hæðir til austurs og veita þeim þar með í Kráká. Þá yrði eyði- lögð rafstöðin fyrir ykkur, sagði ég, en þið munduð fá óbeypis rafmagn í staðinn. Niei, svaraði Tryggvi bóndi. Við eigum aldrei að fá raf- magn frá samveitu. Það eru 9 km iað næsta bæ, Víðikeri. Það er augljósit, að Gljúf- urversvirkjun mundi valda Friðrik læknir á Grána miklu tjóni fyrir Svartárkot. N'okkuð af hinu fagra sauð- landi mieðfram Suðurá mundi fara undir vatn, auk annars. Verkfræðingar vita ýmislegt, en þeir eru efcki nema stund- um vitrir og því gæti ég itrú- að að Suðurá sneri á þá, þvi að eldhraun iheldur ekki vatni. Gömlu útihúsin í Svartár- ikoti vöktu athygh mina. Veggirnir voru svo vel hlaðn- ir og stóðu svo vel, hvergi vantaði stein í hleðslu. Þing- eysk menning var í þessum veggjum. Umgengni öll við þessi hús var snyrtileg og til fyrirmyndair. Góður búskap- ur hefur lengi verið í Svart- árkoti, þó að jörðin hafi ef til vih stundum verið í eyði á fyrri öldum. Árið 1892 var þar einbýli og 14 manns í heimili, hjón með 8 börn og vinnufólk. Við nutum hvíldar og i hressingar og ræddum við fólkið, meðan við stönzuðum. Ég hafði gleymt að hafa með mér ra'kvél í ferðina og bað Hiörð bónda að lána mér rakvél oig snyrtiherbergi. Friðrik læknir sat við borð inni í stofu og var að skoða landabréf. Þegar ég feom úr snyrti'herberginu í 'Sitofudyrn- ar leit ihann upp og sagði: Nei, ert þetta þú! Ég var sem sagt rafeaður, þveginn og greiddur. Hann hafði rak- að sig í Herðubrieiðarlindum og lánaði mér sína rakvél og ég gat slitið eitthvað af öðr- um vanganum og hætti síð- an og ég held ég hafi ekki öðru sinni rakað bara annan vangann. Þetta var napurt, því einmitt þessi rakvélar- tegund var auglýst í „Sjónó“ í allan fyrra vetur, sem heimsins mesta gersemi. Við spurðum, hvað væri langt að Stóruvöhum, en iþangað vildum við fara um daginn. Það var tahð vera 25 km og þá yrði dagleiðin 37 km, mjög hófleg dagleið. Góður bílvegur er nú kom- inn fram að Svartárkoti. Við ifórum efítir honum, og þó rneira utan við bann, að Vði- keri. Víðiker er líka uppi á hálendinu, en bærinn stend- ur 'í kvos og efcki eins víð- sýnt þar og í Svartárkoti. Þar eru miiklar byggingar og ræfctun og sjálfsagt stór- bú. Frá Víðifeeri beygir veg- urinn til norðausturs, ofan í dalinn fyrir sunnan Bjarna- staði, þar sem mikih upp- blástur hefur orðið í fjahs- hlíðinni. Fagur þótti mér Bárðardalur. Hann er eitt- hvað svo formfagur og hlý- legur og stórbýli eru þar mörg, eins og til dæmis Lundarbrekka, þar sem eru víst 3 íbúðarhús. Þegar feom út 1 dahnn, mættum við vélamenning- unni. Fyrst kom mjólkurbíll- inn og svo fleiri bílar. Það er hryllilegt að vera á ferð með hesta, þar sem mikil bílaumferð er, en hún var ekki rnikil þarna. Kl. 8,30 um kvöldið komum við að hinni myndarlegu brú á Skjálfandafljóti, sem ég Ihafði oft heyrt getið um, en aldrei séð. Þetta er hengibrú um 100 m löng. Við fórum yfir brúna og þar eru tveir bæir sarnan, Stóruvellir og Lækjavehir. Friðrik fór heim á hlaðið og bað um haga fyrir hesta. Hann hitti þar ungan mann, Sigurð Pálsson, sem býr þar með föður sín- um, Páli H. Jónssyni, sem er dóttursonur Sigurðar í Yzta- felli. Öll fyrirgreiðsla var velkomin hjá Sigurði. Hann bauð o'kkur að sofa inni í stofu, sem við þáðum og svo leiddi hann okkur að kvöld- verðarborði, sem var veizlu- borð. Þar var skyr og rjómi, ný lifrarpylsa feit og brauð með alls konar áleggi. Við áttum góða nótt á Lækjavöhum, svo sem til var stofnað. Næsta morgun 13. ágúst var sama veðurblíðan, hægviðri, léttskýjað og hlýtt. Ég fór að ná í hest, sem þurfti að járna á einum fæti. Þegar ég kom heim aftur var Friðrik læknir horfinn. Framhald á 10. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.