Einherji - 17.12.1972, Síða 10
10
EINHERJI
JÓLABLAÐ 1972
BJÖRN EGILSSON:
- Sólskinsdagar á fjöllum
Framhald
Ég fór að leita að honum,
því að ég miátti efcki af hon-
um sjá. Ég fann hann liggj-
andi vestan við bæinn, sunn-
an í litlum hól á móti sólinni.
Þar var hann að ræða við
drenginn Kristján, 11 eða 12
ára. Hann var þarna í sum-
ardvöl og er sonur Jónasar
í HandritaSítofnun.
Læknirinn spurði drenginn
hvort hann ætlaði að verða
prestur, læknir eða verk-
fræðingur. Ja, hann var ekki
búinn að áttia sig á því, en
hélt þó ekki. Helzt m-undi
hann vilja læra norræn fræði
Ert þú með ríkisstjórninni,
spurði læknirinn. Drengurinn
játaði 'því og spurði aftur,
hvort við værum með henni.
Læknirinn játaði því fyrir
okkur báða. Og ertu þá á-
nægður með allt, sem ríkis-
stjórnin er að gera, spurði
læknirinn. Ja, það er kannski
eitt, sem ég er hræddur við,
sagði drengurinn. Ég er
hræddur um að hún tæmi
riíkissjóðinn. Það gerir ekk-
ert itil, saigði læknirinn. Pen-
ingarnir koma aftur í ríkis-
sjóðinn. Þeir eiga að vera á
hreyfingu.
Sigurður Pálsson er mynd-
arlegur og viðfelldinn ungur
m|aður. Hann hafði verið í
Hólaskóla 1967 og fóstur-
dóttir Friðriks læknis var
þar skólasystir hans. Hann
bauðst til að fylgja okkur
upp á fjallið, þótt ærið verk-
efni væri við heyskapinn.
Fjalhð er bralit og seinfarið
upp á brúnina. Víðsýnt er
þar mjög og sá ég austui'
yfir Mývatn og greinilega
sáust húsin í þyrpingu aust-
an við vatnið.
Við kvöddum Sigurð með
virktum á fjalhnu. Drjúg-
langt er yfir fjalhð, en e'kki
vandratað, iþví að gamlar
götur eru þar og vörðubrot.
Leiðin lá í norðaustur ofan
í Fnjóskadal, eigi langt fyrir
srnman Sörlastaði. Þéttur
skógur er þar 1 hlíðinni,
og lentum við þar í sjálf-
heldu, og lá við að við yrð-
mn að snúa við og finna
aðra leið, en við gátum troð-
izt með hestana í gegn, þar
sem sitytzt var. Mér þótti
napurt, að komast ekki leið-
ar minnar fyrir þessu skóg-
arkjarri og ályktaði, að væri
ísland swona, „viði vaxið
milli fjahs og fjöru“, væri
það óbyggilegt með öllu.
Við riðum Fnjóská hjá
Sellandi Sigurðar O. Björns-
sonar, og fórum svo út að
Illugastöðum og höfðum nátt
stað þar í fjárrétt með svo
miklu grasi, að pimturinn
náði hestunum á síður og
höfðu iþeir nóg að bíta þar.
Enginn búskapur er á Illuga-
stöðum, en landið vandlega
girt og má engin skepna vera
í landinu, að sögn. Gömui
kirkja stendur midir brekku
í túninu. Mannmargt er þar
á sumrin, en ekiki veit ég
hvort það eru kirkjugestir.
Uppi á brekku fyrir sunnan
og vestan kirkjuna eru nær
20 sumarhús, sem Alþýðu-
samband Norðurlands á.
Árdegis risum við upp úr
Illugastaðarétt og þá var
kominn laugardagur 14. ág.
Nú var sólskinið búið, en
gott veður var, stinmngs-
kaldi suðvestan, úrkomulaust
og hlýtt. Við héldum út dal-
inn að Fjósatungu og feng-
um þar leiðsögn yfir Bílds-
árskarð. Ragnar Jónsson
bóndi bauð okkur í bæinn.
Við fengum að borða mjög
svipaðan veizlumat og á
Lækjavöllum: Sikyr og rjóma
nýja hfrarpylsu feita með
meiru. Sigríður dóttir Sveins
Einarssonar frá Miðdal bar
á borð. Hún var þar í kaupa-
vinnu með tvo drengi sína.
Fjósatunga er stórbýli að
fornu og nýju. Ég var mjög
hrifinn af íbúðarhúsinu þar.
Það er stórt með rishæð og
kjallara, vel við haldið, form-
fagurt og skipulag þess
undra nýtízkuleigt, svo gam-
alt, sem það er. Ingólfur al-
þingismaður byggði það ár-
ið 1926, að mér hefur verið
sagt. Það var í annað sinn
í þessari ferð, að þingeysk
menning fékk ekki dulizt fyr-
ir mér.
Ekki er leiðin yfir Bíldsár-
skairð langur fjallvegur, en
dáhtið bratt að vestan. Þar
í skarðinu eru sýslumörk. Á
vatnaskilum horfði ég um
öxl. Ég hafði séð svipmót
Þingeyjarsýslu að nokkru og
þótti mikið til koma. Þing-
eyskar konur sem ég sá,
þóttu mér myndarlegar og
hefði ég viljað eiga sumar.
En þó hefði ég ekki viljað
eiga konu þingeyska, sem
hefði horft á sprengingamar
í Miðkvísl, af ótta við, að
hún yrði laus í böndunum.
Af skarðinu komum við
ofan að Króksstöðum í Kaup
angssveit. Blessuð hjónin þar
tóku við okkur mætavel og
gott var þar fyrir hrossin.
Húsfreyjan, Arnfríður Páls-
dóttir, er systurdóttir Jóns
í Möðrudal. Hún /þekk-ti syst-
ir Friðriks læknis, sem bú-
sett er í Reykjavík og svo
rifjaðist það upp, að þau
höfðu sézt í Þingholtunum
fyrir áratugum.
Læknirinn vildi ekki fara
með mér fram að Laugalandi
syðra. Hann vildi vera hjá
frúnni og hestunum. Annars
finnst mér hann ebki sérlega
hændur að konum, þegar við
erum sarnan á ferðialögum.
Honum finnst ég vera það
meira, en frá hestunum vill
hann aldrei fara.
Séra Bjartmar Kristjáns-
son lét son sinn sækja mig.
jÉg gat ekki farið svo um
Eyjafjörð, að heimsækja
hann eikki og er það engin
furða, því að hann er búinn
að vera sálusorgari minn yf -
ir 20 ár. Séra Bjartmar pré-
dikaði orðið „iklárt og kvitt",
og hann var ekki að banna
sóknarbörnum sínum eitt eða
neitt. Það átti vel við mig,
því að ég er blendinn í trúnni
Hann lét sem hann vissi
ekki, þegar ég hét á Þór á
undan stórorrustum. Heiðinn
dómur leynist enn með oss
Islendingum.
Næsta dag fcom Sveinn á
Varmalæk að sækja hestana
og okkur, og fór hver heim
til sín. Þá er sagan öll og
er miklu lengri, en ég hafði
látið mér detta í hug. Lengd
sögunnar stafar af frásagn-
argleði minni og tjáningar-
þörf, sem er ættarfylgja, lík-
lega komið alla leið frá Jóni
blóðtökumanni á Dalakoti.
Það er vandi að teygja lopa,
því að bláþræðir vilja koma
nema vel sé spunnið. Ég ætl-
aði ekiki að skrifa neitt um
þessa ferð, fremur en marg-
ar aðrar og vel má vera, að
þessi saga væri bðtur óskrif-
uð. En sé svo, er það Guð-
mundi skáldi frá Bergsstöð-
um að fcenna. Hann þurfti að
láta rubba upp efni í blað-
snepil á Siglufirði og bað
mig svo ósköp vel að skrifa,
en ég igengst fyrir því, ef vel
er að mér farið.
★
Kaupfélai Skagfirðinga
sendir félagsmönnum sínum, starfsfólki, svo og öðrum
viðskiptavinum, beztu óskir um gleðirík jól og farsæld
á komandi ári.
Kaupfélag Skagfirðinga
Sauðárkróki — Hofsósi — Varmahlíð