Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1936, Blaðsíða 3
Tím. V. F. í. 1936. 2. hefti. Síld og síldariðnaður. Erindi flutt á fundi V. F. I. í febrúar 1936, af Trausta Ölafssyni efnafræðingi. Niðurl. Viðvíkjandi mjölmagninu í S R er rétt að benda á, að 1. ár verksmiðjunnar er það aðeins 13.6%, en öll bin árin 15.3—16.1%. Hin slæma útkoma á mjölinu 1. árið stafar af ýmsu, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Þá má hins vegar vekja atliygli á því, að seinustu tvö árin liefir mjölniagnið auk- izt upp í um 16%, en þrjú árin þar á undan var það að meðallali um 15.4%. Eg liefi áður minnst á þessa mjölaukningu í sambandi við síu j)á, sem fengin var í verksmiðjuna árið 1934. Meðalmjölmagnið í S R P hefir orðið nokkru minna en í SR, en þetta stafar aðallega af því, að fituinniliald mjölsins í SRP hefir verið minna en i hinni verksmiðjunni og þurrkun mjölsins nokkru meiri. Ef reiknað er með sama innihaldi af vatni, salti og feiti, verður mjölútkoman nærri þvi sú sama í báðum þessum verksmiðjum. Það er sérstök ástæða til að minnast nokkuð á mjölútkomuna í nýju verksmiðjunni, af því að hún varð talsvert minni en í eldri verksmiðjunum. Eg fyrir mitt leyti vil ekki kveða upp neinn fullnaðar- dóm í þessu efni, eftir hina stuttu reynslu, sem fékkst síðastliðið sumar og nægir í því efni að henda á 1. ár SR verksmiðjunnar, þar sem mjöl- ið varð ekki nema 13.6% eða talsvert minna en nú í nýju verksmiðjunni. Því er þó ekki að levna, að það er ekki hægt að búast við eins mikilli mjöl- útkomu í S R N, eins og í SR. Þetta stafar af því, að í nýju verksmiðjunni pressast sildin yfirleitt betur en áður befir tíðazt, en við það verður minni feiti í mjölinu og þess vegna minna mjölmagn, og þar að auki leiðir af þessu beint tap á eggjahvítu- efnum og steinefnum. Á því tapi stendur þannig, að það sem pressast úr síldarmaukinu, er ekki eintómt vatn, heldur er það soð með 9—10% af föstum uppleystum efnum (og stundum meira), sem lenda í mjölinu, þegar þurrkað er. Mér liefir reiknazt svo til, að ])egar tekið er tillit til mismun- andi efnasamsetningar á mjölinu og mismunandi pressunar á sildarmaukinu, þá yrði mjölútkoman að heita má sú sama í S R og S R P, eða um 15.6%, en tilsvarandi i SRN um 15%. Er þá reiknað með 3% af salti, 9% af vatni og 10% af feili í mjölinu, af því að liér er aðeins um samanburð að ræða. Þrátt fyrir þetta er þó þarna um nokkurn mun að ræða, en að svo stöddu sé eg ekki ástæðu til frek- ari hugleiðinga um þetla efni, heldur er rétt að bíða átekta, þangað til fullkomnari reynsla fæst. Meðalvatnsmagn í því, sem rannsakað hefir ver- ið af pressumauki verksmiðjanna, hefir orðið svo sem hér segir: Ár S R SRP % % 1930 53.7 1931 56.0 1932 56.5 1933 57.3 57.6 1934 56.2 56.0 1935 56.4 55.5 1 sambandi við þetta mætti ncfna það, að fram hefir komið tillaga um að ])ressa síldarmaukið svo mikið, að ekki yrði nema rúmlega 30% af vatni i þvi. í samræmi við það, sem eg nefndi um efnis- tap við pressunina, mundi slík pressun, þótt fram- kvæmanleg kynni að vera, lækka stórkostlega mjöl- magnið. Það er ekki gott að segja um það með vissu, liver lækkunin kynni að verða, af þvi að hér kemur fleira en eitt til greina, en samkvæmt laus- legum útreikningi, mundi hún geta numið allt að 10% af mjölinu. Við þetta gæti að vísu sparazt nokkuð af kolum, en sá sparnaður mundi senni- lega ekki nema meira en % af hinu beina tapi og er þvi sýnilegt, að hér er um lireina fjarstæðu að ræða. Er þá eftir að taka tillit til stofnkostnaðar véla, vinnuafls o. fl. Út af þessu mundi mörgum geta dottið í hug, að það hlyti þá að vera gróðavegur, að þurreima límvatnið, til þess að ná öllu hinu fasta efni, í staðinn fvrir að láta sér nægja, að taka aðeins það af soðinu, sem eftir vill verða i pressumaukinu. En málið horfir þá allt öðruvísi við. Til slíkrar vinnslu þyrfti nýjar vélar og aukningu starfsmanna, en ank þess er hið fasta efni, sem fæst úr soðinu, alls

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.