Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1936, Page 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1936, Page 5
T I M A R I T V. F. í. 1 9 3 6. 11 rannsóknir sýnt, að í nýrri síld eru eggjahvítuefni um 17%. Samkvæmt því ættu þá að liafa komið til skila 10.15/17 eða um 59.7%. Hins vegar sýnir taflan, að úlkoman hefir orðið betri en þetta tvö seinustu árin, bæði í S R og S R P, eða nálægt 10.5%. Svarar það til, að komið liafi lil skila h. u. b. 62% af eggjahvítuefnunum. Er ástæða til að ætla, að þetta þurfi ekki að lækka. Um steinefnin (ösku) að frádregnu saltinu er það að segja, að af þeim liefir komið til skila að með- altali sem svarar 1.63% af sildinni. Bæti maður við þetta því litla af salti, sem tilhej'rir sjálfri síld- inni, mundi þessi tala geta hækkað upp í um 1.73%. Ef lögð era saman eggjahvítuefni og steinefni verð- ur úlkoman samkvæmt þessu 10.15-\-1.73 = 11.88% af síldinni, og með því að áætla má, að í mjrri síld séu þessi efni um 19%, þá hafa komið til skila 11.88/19 eða um 62y2%. Séu hins vegar tekin tvö seinustu árin í S R og S R P, sem hafa gefið betri útkomu á mjölinu, eins og áður er sagt, þá hælck- aði þessi tala upp í 6k.5%. í töflunni er reiknað með saltlausri ösku og verða því tilsvarandi tölur lílið eitt lægri þar (tölurnar 61.7, 63.0 og 61.0 mundu hækka upp í ca. 62.2, 63.5 og 61.5, ef salti síldar- innar væri hætl við liina saltlausu ösku). Það er sýnilegt af þessu, að liér er um mjög mik- ið tap að ræða af því, sem nefna mætti „föst efni“ síldarinnar, og það er ef til vill ástæða til þess, að ókunnugir lialdi, að hér sé um hreinan klaufaskap að ræða. Spurningin er, hvernig stendur á þessu niikla tapi af föstu efni, og hvað er hægt að gera, til þess að koma í veg fyrir það, eða minnka það að minnsta kosti. Eg ætla þá fyrst að reyna til þess að skýra, livar og á livern liátt þetla tapast, því að öðru visi er ekki hægt að mynda sér skoðanir um aðferðir til bóta. Fyrsta ástæðan til efnataps er lega síldarinnar í þrónum. Þar pressast úr síldinni olía og svokall- að hlóðvatn, en í því lendir nokkuð af föstum efn- um síldarinnar. Þetta tap í þrónum hefir verið á- ætlað 2—6% af hinu. fasta efni. Auk þessa tapast nokkuð af efnum sem lofttegundir upp úr þrónum. Þá myndast á ýmsum stöðum i verksmiðjunum lofttegundir úr nokkru af eggjahvítuefnum sildar- innar, og liefir það tap verið áætlað 1—2% af fasta efninu. Mjölryk, sem lapast, hefir verið áætlað 1—4%. Grugg, sem fer með pressuvökvanum 3—4%, og siðast en ekki sizt föst efni, sem fara uppleyst i pressuvökvanum, 7-—18% af öllu föstu efni sild- arinnar. Ætla eg þá að fara nokkrum orðuni um hvern af þessum liðum fyrir sig. Tapið i þrónni virðist erfitt að koma i veg fyr- ir. Það mun ekki verða gott að hagnýta sér hið saltríka hlóðvatn, svo að nokkru gagni verði, en liins vegar ekki liægt að koma í veg fyrir, að það myndist. Hið sama má segja um lofttegundir, sem tapast úr þrónni. Það mætti gera sér vonir um, að þetta efnatap minnkaði, ef liægt væri að fá betri aðferð, en nú tíðkast, til þess að geyma sildina, t. d. með því að fá eitthvert betra efni en salt til þess að verja liana skemmdum, eða með þvi að geyma hana við lægra hitastig en nú er venja til. Það mundi ekki óframkvæmanlegt, að verja síldina bet- ur, en nú er almennt gert, fyrir áhrifum sólarhit- ans, en hvort liægt væri að koma við beinni kæl- ingu, svo að það horgaði sig, skal ósagt látið að svo stöddu. Þá þvrfti einnig að vera liægt að koma í veg fyrir, að það rigndi í þrærnar og eins þyrfti blóðvatnið að eiga sem auðveldast með að síga úr síldinni. Tap sem lofttegundir í verksmiðjunum má telja fremur lílið, og það fer nokkurn veginn eftir því, livernig tekst að verja sildina skemmdum i þrón- um. Virðist því ekki vera auðvelt að losna við það. Mjölrvkið er iieldur ekki liægt að losna alveg við, enda er það tillölulega lítill hluti af öllu tap- inu, en þó að þetta hvert um sig sýnist ef til vill ekki stórvægilegt, þá dregur það sig saman og verð- ur álitleg upphæð, þar sem um svona stórfelldan rekstur er að ræða. Hentug gerð rykklefans dreg- ur úr þessu tapi, og ef til vill gæti það borgað sig að koma þar fyrir sérstökum rafmagnsúthúnaði i þessu augnamiði. Gruggið í pressuvökvanum getur verið mjög mis- munandi, aðallega eftir því, i hvaða ástandi síldin er. Mér liefir reiknazt svo til, að það mundi oft nema 4—6% af öilu föstu efni sildarinnar, en eins og eg þegar hefir minnst á, þá hefir það reynzt mögulegt að koma í veg fyrir nokkuð af þessu tapi, með því að nota síur. Þvi miður geta slíkar síur ekki náð öllu grugginu, af því að það er svo fingert. En jafn- framt er það oftasl mjög fituríkt, og þó að liægt væri að ná því, mundi það heldur spilla mjölinu, auk þess sem það mundi ef lil vill tapast að miklu levti sem mjölryk við þurrkunina. Þá kem eg að lokum að því, sem mest kveður að, en það er það, sem tapast uppleyst í límvatn- inu. Eg hefi nokkrum sinnum ákveðið þurefni og protein i limvatninu og virðist algengt, að fasta efnið allt sé 9—10%, en protein 8—9% (protein reiknað 6.25xköfnunarefnið). Þegar siklin er orðin gömul í þrónum, getur þurr- efni limvatnsins orðið talsvert meira en þetta. Þegar þess er gætt, að úr 1 tonni af síld fæst um 0.55 tonn af límvatni, er auðsætt að á þenna hátt fer mikið í súginn. Ef protein í lím- vatninu væri 8%, svarar það til 44 kg úr 1 tonni af síld eða 4.4% af síldinni. Þegar protein, sem kemur til skila í mjölinu, nemur allt að 10.5% af síldinni, þá er komið á þessum tveimur stöðum allt

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.