Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1936, Page 10
16
TÍMARIT V. F. í. 1 936.
finna hve mikinn geymi þarf, til þess að jafna rennsl-
ið svo, að af þvi nýtist visst magn.
Við Fjarðará hagar þannig til, að ekki er hægt að
gera neina verulega vatnsuppistöðu við ána, en nota
má „summations“ linuna til stuðnings þegar ákveðin
er vatnsmiðlun í öðrum ám, sem haga sér líkt. Þann-
ig höfum við stuðst við hana við útreikning á vatns-
orkuvirkjun handa Eiðaskóla.
Reykjavik, í nóv. 1935.
Jakob Gíslason. Sigurður Thoroddsen.
Svenska Teknologföreningen
í Stokkhólmi liélt 75 ára afmæli sitt hátíðlegl 19.
og 20. maí s.l. með mikilli viðhöfn. Var V. F. í. boð-
ið að senda þangað fulltrúa, en því miður leyfðu
ástæður ekki félaginu að þiggja þetta boð. Hins veg-
ar lél stjórn félagsins gera skraulritað ávarj), sem
sendiherra Islands og Danmerkur í Stokkhólmi af-
henti fvrir félagsins hönd, jafnframt því að flytja
kveðju félagsins lil Svenska Teknologföreningen.
Avarpið var á íslenzku og sænsku og liljóðaði svo:
„Verkfræðingafélag íslands sendir Svenska Tekno-
logföreningen kveðju sina og hugheilar árnaðarósk-
ir á 75 ára afmæli félagsins.
Afburðir Svía í verkfræði, iðnaði og tækni bera
þess ljósastan votlinn, live öflugan þátl Svenska
Teknologföreningen hefir ált í framförum þjöðar
sinnar á undanförnum þrem aldarfjórðungum. Þar
getur að lita skýrust verksummerki hinnar einbeittu
og stefnuföstu starfsemi sænskra verkfræðinga, sem
fyrst og fremst hefir orðið landi þeirra og þjóð til
gagns og heilla og einnig bræðraþjóðunum á Norð-
urlöndum, auk fjölda annara þjóða, sem á margan
hátt hafa orðið aðnjótandi sænskrar snilli.
Vér Islendingar eigum einnig sænskri tækni margt
gotl upp að unna á sviði verklegra framfara, og j)ví
er íslenzkum verkfræðingum hæði ljúft og skyll að
samgleðjast starfshræðrum sinum i Svíþjóð á þess-
um hátíðlegu tímamótum, senda þeim hlýjar kveðj-
ur, votta þeim virðingu sina og jwkkir og árna þeim
gæfu og gengis um alla framtíð.
Reykjavík, i mai 1936.
í stjórn Verkfræðingafélags Islands.“
Tryggvi Magnússon listmálari skrautritaði það, en
frk. Anna Flygenring gerði leðurmöppuna um það.
Allsherjar stærðfræðingamót
verður lialdið í Oslo dagana 13.—18. júli og hef-
ir V.F.I. verið hoðið að senda j)angað fulltrúa.
Félagsprentsmit5j«n.