Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1938, Side 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1938, Side 21
TlMARIT V.F.I. 1 938. 79 Aage W. Owe, forseti mótsins. Annað mót norrænna verkfræðinga í Oslo 1938. Utdráttur úr frásögn af mótinu á fundi V.F.Í. 4. nóvember 1938. Bjarne Bassöe, skrifstofustj. mótsins Á síðastliðnum árum hafa verkfræðingar á NorÖ- urlöndum liaft með sér fundi öðru hvoru, en þessir fundir hafa oftast verið lil þess að ræða einliverja sérgrein verkfræðinnar og liafa þvi ekki verið sóttir af öðrum en sérfræðingum í þeirri grein. Fyrsta almenna mól norrænna verkfræðinga var lialdið í Kaupmannahöfn í ág. 1929. Dansk Ingeniör- forening hauð til þess móts í tilefni af 100 ára af- mæli fjöllistaskólans í Kaupmannahöfn. Mótið stóð i 4 daga, og í fundarlokin kvaddi for- maður i Den Norske Ingeniörforening, Ingeniör Fri- mann Dahl,fundarmenn með þessum orðum:„Hjerte- lig velkommen lil Norge næste gang.“ Þetta hoð hélt nú Den Norske Ingeniörforening í júní s.l. sumar i Oslo. Þar var ])á einnig haldið 100 ára afmæli, því að á þessu ári voru liðin 100 ár frá stofnun Oslo Haandverks- og Industriforening. 1 tilefni af þessu afmæli var mikil iðnsýning í Oslo, sem Norðmenn kölluðu: Vi kan-udstillingen. Til norræna verkfræðingamótsins voru boðnir verkfræðingar úr Dansk Ingeniörforening, Soumalaislen Teknikkojen Seura og Tekniska Foreningen í Finnlandi, Verkfræðingafélagi Islands, Svenska Teknologföreningen og Den Norske Ingeniörforening. Að sjálfsögðu var og konum verkfræðinganna boðið að sækja með þeim mótið. Mótið var lialdið 13.—15. júní. Þátttakendur voru um ltiOO, þar af 000 konur. Af þessum gestum voru 190 frá Danmörku, 110 frá Finnlandi, 9 frá Islandi, 1050 frá Noregi og 240 frá Svíþjóð. Frá Islandi sóttu mótið: Emil Jónsson vitamálastjóri og kona lians, Finnbogi R. Þorvaldsson verkfræðingur, Geir Zoega vegamálastjóri og kona lians, Guðjón Samúelsson liúsameistari ríkisins, Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur, Valgeir Björnsson bæjarverkfr. og kona lians. Meðal þátttakenda frá Danmörku kom Gísli Hall- dórsson vélaverkfræðingur og kona lians. Mótið var selt 13. júní í hinum mikla samkomu- sal Vi kan-sýningarinnar. Setning mótsins fór mjög liátiðlega fram. Þar voru viðstödd lconungur Noregs og drottning, krón- prinshjónin og fleira tiginna gesta. Form. i Den Norske Ingeniörforening, Chefingeniör Aage Owe, setti mótið með snjallri ræðu, og bauð gestina velkomna. Hann stýrði þessum fyrsta fundi. Þá flultu formenn verkfræðingafélaganna kveðj- ur, Ingeniör Höjgaard frá Dansk Ingeniörforening,. prófessor Jalmar Castren frá Suomalaisten Teknik- kojen Seura í Finnlandi, Finnb. R. Þorvaldsson frá Verkfræðingafélagi Islands og Direktör Sten West- erberg frá Svenska Teknologföreningen, og hann bauð fundarmenn velkomna til Stokkhólms á næsta verkfræðingamót 3. norræna verkfræðingamótið.. Þá hélt rektor tekniska liáskólans í Þrándheimi prófessor, dr. techn. Frederik Vogt, mjög fróðlegt erindi: Tekniken, Samfundet og Ingeniören. Eftir það var fundarhlé, sem menn notuðu til þess að skoða Vi kan-sýninguna. Klukkan 15 var aftur settur sameiginlegur fundur í samkomusal sýningarinnar. Prófessor Castren frá Finnlandi stýrði þeirn fundi, en Ingeniör Höjgaard hélt mjög ítarlegan og fróðlegan fvrirlestur: Motorvejenes Udvikling og Retydning som fremtidige Hoved- færdselsaarer. Að þessum fundi loknum skiptust fundarmenn eftir sérnámi og starfsviðum í 11 deildir og sátu fundi i ýmsum samkomuhúsum borgarinnar. Deildirnar voru Jjessar: 1. Bergveíkstekn ikk og metallurgi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.