Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Side 5
Tím. V. F. 1. 1944.
1. hefti.
ÁVARP
Fyrir réttum aldarfjórðungi gekkst stjórn Verkfræðingafélags Islands fyrir því, að tímarit félags-
ins yrði stækkað, að það kæmi árlega út i sex heftum í stað fjögurra, en um þriggja ára skeið, frá
upphafi og lil ársins 1918, hafði það komið lít í fjögurra hefta árgöngum. Þegar þessi breyting var
gerð á tímaritinu, voru félagsmenn Verkfræðingafélagsins 18 talsins. Ekki var um aðra verkfræð-
inga að ræða hér á landi, sem gerzt gætu kaupendur tímaritsins eða látið því efni í té, lítið var
um verklegar framkvæmdir, borið saman við það, sem nú er og lítið um verkfróða menn eða aðra,
sem hafa kynnu áhuga á slíku tímariti og því, sem hér var um að ræða. En samt var ráðizt í þessa
breytingu til stækkunar. Tókst hún vcl, og hefur tímaritið síðan komið út í svipaðri stærð og hef-
ur haldizt tíkt að efni til frá upphafi.
Nú eru félagsmenn Verkfræðingafélagsins 81. 1 landinu er margt verkfróðra manna og annarra,
sem áhuga hafa á verkfræði og öðrum skyldum vísindum. Mikið er um verklegar framkvæmdir
sem slendur, en sama máli gegnir um mörg næstliðin áir, og má gera ráð fyrir, að svo haldi áfram,
jafnvel að um aukningu verði að ræða. Skilyrði til útgáifu tímarits sem þessa hafa því batnað til
mikilla muna síðastliðinn aldarfjórðung. Hefur stjórn Verkfræðingafélagsins og ritstjórn tímaritsins
því orðið sammála um, að rétt væri að ráðast i stækkun tímaritsins. Gat til mála komið að haga
stæklcuninni þannig, að fjölgað yrði heftunum, og timaritið kæmi út mánaðarlega. Frá því var horfið
fyrst um sinn, en þess í stað ákveðið að láta það koma út í sex heftum árlega, eins og hingað til,
en hvert liefti verði stækkað upp i tvær arkir. Jafnframt var ákveðið að gera tímaritið fjölbreytt-
ara að efni, og verður einkum reynt að birta frásagnir og skýrslur um öll helztu mannvirki, sem
reist verða liér á landi, svo að timaritið geti í framtíðinni orðið tæmandi heimild i því efni.
En til þess að svo megi verða, þarf ritstjórnin að njóta aðstoðar sem flestra, og vill hún þvi
mælast til þess við alla verkfræðinga, aðra félagsmenn Verkfræðingafélagsins og aðra velunnara
tímaritsins, að þeir sendi henni til birtingar:
1) sjálfstæðar ritgerðir um verkfræði, stærðfræði eða annað náttúruvísindalegt efni,
2) áæilanir og útreikninga um meiri háttar mannvirki,
3) skýrslur og frásagnir um öll meiri háttar mannvirki, helzt ásamt myndum eða teikningum
af þeim,
k) skýrslur um rekstur verklegra fyrirtækja, og
5) ritgerðir eða fréttir um annað efni, sem tímaritinu getur hentað.
fíitstjórn timaritsins væntir þess, að menn bregðist vel við og hjálpi lienni til með að gera tíma-
ritið sem bezt og fjölbreyttast.
í ritstjórn Timarits Verkfræðingafélags ístands
Jón E. Vestdal Sigurður Pétursson
form. ritari
Finnbogi R. Þorvaldsson
Gunnlaugur Briem
Steingrímur Jónsson