Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Síða 8
4
TIMARIT V.F.l. 194 4
II.
Hvað fæst mikil gufa?
Áður en lengra er haldið skal farið nokkrum orð-
um um það, liversu mikilli gufu húast megi við úr
mismunandi víðum og djúpum holum. Gera má ráð
fyrir, að holuviddin sé ekki minni en 3 til 4” og ekki
stærri en 20 til 30” fyrir flestar þær gufuboranir,
sem húast má við að verði gerðar licr í náinni fram-
líð. Jafnframt má gera ráð fyrir, að borholurnar verði
tæpast grynnri en 20 til 30 metrar og varla dýpri en
200 metrar. E. t. v. má gera ráð fyrir, að holudýptin
60 lil 120 metrar væri hæfileg, til þess að Iryggja
hvort tveggja: sæmilegan þrýsting og örugga upprás,
við allflest skilyrði, þar sem borað væri. Það sést af
þessu, að jafnvel hinar dýpslu holur eru tiltölulega
stuttar leiðslur, og verður því 'ekki um mikið þrýsti-
fall að ræða i þeim vegna núningstaps, enda þótt guf-
an sé látin streyma með mildum hraða. Rannsóknir,
sem gerðar hafa verið á síðustu árum, benda lil þess,
að ekkert athugavert sé við það að nota liærri gufu-
Iiraða í pípum en áður þótti hæfilegt, og er jafnvel
farið upp í 50 til 75.000 fet á mín. eða rúma 400 metra
á sek. Lauslegur útreikningur, er ég hefi gert um
eina holu í Ítalíu, sem er 35 cm í þvermál og afkastar
220.000 kg/klst., bendir lil að gufuhraðinn sé þar nál.
270 m/sek. Með auknum gufuhraða má gera ráð fyr-
ir, að pípan slípist meir að innan heldur en ef gufu-
hraðinn er minni. Hins vegar setjast síður óhreinindi
að í pípunni.
Rannsóknir og reynzlu um endingu fóðurpípna,
hver skuli vera gerð þeirra o. f 1., skortir tilfinnanlega.
Þegar ákveða slcal borun kemur margt til greina.
Ef aðeins er um rannsókn að ræða, má gera ráð fyrir
að borað sé með tiltölulega mjóum bor niður í all-
mikla dýpt, og mældur statiskur þrýstingur í inis-
munandi dýptum. Slílcar boranir ætti þá að fram-
kvæma á jarðhitasvæði því, sem rannsaka skyldi, og
síðan mætti útbúa rúmlcort, er sýndi legu þeirra jarð-
sprungna, er gufan eða hið yfirhitaða valn lægi í.
Eftir korti þessn yrði síðan ákveðið, hvar stórborun
skyldi framkvæmd þannig að mestar hkur væru fyrir
þvi að gufuaðstreymið neðanjarðar væri nægilega
greitt.
Það, hvort borað er nokkrum metrum grynnra
eða dýpra eftir sæmilegum gufuþrýstingi, breytir til-
tölulega litlu um móstöðuna gegn gufuuppstreyminu,
og borgar sig því i flestum tilfellum að halda borun
áfram unz fenginn er sæmilegur gufuþrýstingur svo
framarlega sem heildarborunarkostnaðurinn vex
ekki mjög ört með dýptinni.
Holudýptin.
Að ákveða það, hversu djúpt skuli bora, verður að’
gerast í hverju einstöku tilfelli, en stundum má gera
ráð fyrir því, að þrýstingurinn að neðanverðu setji
sjálfur takmörkin. Þeim mun hærri þrýstingur sem
Jarðgufuvirkjun — Larderello.
Ljósm.: Glsli Halldórsson.
fæst, þeim mun heitari sem gufan er og þeim mun
hreinni sem hún er og lausari við lofttegundir, þeim
mun ódýrari verður hún til virkjunar, að öðru jöfnu.
Spurningin er nú: Hversu háum gufuþrýstingi er
hægt að búast við í botni mismunandi djúpra hola
og hversu miklu aðstreymi?
líf gengið er út frá, að aðstrevmið sé mjög mikið
miðað við það magn, sem streymir upp um holuna,
þá fellur þrýstingurinn við holubotninn mjög lit-
ið, þótt holan standi opin, og er þá auðvelt
að reikna út, hve mikið gufumagn geti streymt
upj) um holuna gegn ýmsum mótþrýstingi við
efri enda hennar. Á meðan ekki Iiafa farið fram
þrýstimælingar, lilýtur það að verða algjört ágizkun-
aratriði, við hve miklum þrýstingi megi húast i mis-
munandi dýptum. Ef greiðir uppgangar eða sam-
bönd væru milli gufuhólfanna og vfirborðsins, mætti
hugsa sér, að gufuþrýstingurinn væri kominn undir
dýptinni og svaraði til þeirra vatnsþyngdar, sem of-
an á hvildi. Þá ætti í 20 metra dýpt að mega búast við
ca. tveggja lóftþyngda yfirþrýstingi - eða 2 aty, i 30 m
dýpi 3 aty o. s. frv. Þá getur og hugsast að ekki sé
um gufu heldur yfirhitað vatn að ræða á holubotnin-
um, sem við það að vatnsþrýstingnum er létt ofan af
breytist í gufu. Til þess að svo sé, gætu hin stórfelldu
gos, sem oft verða, þegar komið er niður i vissa dýpt,
bent, því að rúmmálsaukning vatnsins verður gífur-
leg, er fargið léttisl af.
í ttaliu hefir stundum reynzt nauðsynlegt að
draga bullu upp úr borholunni, lil þess að
létta af vatnsfarginu, og liefir þá gosið kom-
ið, en sums staðar hefir gufan snögglega brotist út
með geysilegum krafti svo að jörðin liefir nötrað á
slóru svæði, og kaslað upp vatnssúlunni, sem ofan á
hvíldi. Eftir því sem ég veit bezt, mun það venja á
Italíu að halda boruninni áfram meðan þess er kostur
enda þótt gufan fáist í 20 m dýpt, og þá venjulega
niður i 60 til 150 metra, enda verður áframhald bor-