Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1944, Síða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1944, Síða 5
TIMARIT V.F. I. 194 4 51 kwst. jafngildi 20 aura verði á kg. kola í notkun eða 2.0 kw’st. komi á móti kolakílóinu. Nú er talin kolaþörfin um 1 kg. á mann og ætli þvi 100% raf- magnsliitun að þurfa 2600 kwst. á mann. Þótt þessi tala sé engan veginn örugg, er hún nógu nákvæm i þessum samanburði og verður 1>ví notuð hér. Það má gera ráð fvrir, að lýsing utan heimila vaxi líkt og mannfjöldinn. Hins vegar hefir vöxtur í vélanotkun og iðnaðarhitun verið nokkru meiri. Er þetla samtals iiOÍ) kw'st. á mann í 2. töflu. Eftir vexti undanfarinna ára gæti þcssi tala orðið nær tvöföld eftir hálfan annan áratug eða um 1960 kom- in upp í 600 kwst. á mann. Hér við getur hætzt iðn- aðarfyrirtæki, er notar rafmagn í mjög stórum stíl (t. d. áburðarverksmiðja), sem þá gerbrevtir þessari tölu, en með þvi er ekki reiknað hér. Með þessum tölum má þá áætla notkunina á mann t. d. árið 1960 miðað við 100% rafmagnsuðu á orkuyeitusvæðinu og 100/f rafmagnshitun alls- staðar, nema lianda 40000 manns á hitaveitusvæði Heykjavíkur. Það svarar til 48(/< hitunar i heild- inni. Eru áællunartölurnar sýndar í 3. töflu. 3. TAELA Áæíiuð sala á raforku á orkuveitusvæði Sogsvirkjunar. Gjaldskrárliður kwst mann A Lýsing utan heimila ........... 120 B Heimilisnotkun ................... 485 C Vélar og opinberar stofnanir ! 600 D Herbergjahitun 18% ......... 1250 E Iðnaðarhitun .................... 100 Samtals | 2555 Þessar tölur í 2. og il. töflu eru miðaðar við orkusöluna, en orkuvinnslan er um 25'/ hærri (20/ orkuflutningstap og eiginnotkun stöðva) og verð- ur þá orkuvinnslan 3200 kwst. á mann. Sé þessi tala borin saman við tölurnar í 1. töflu, sésl, að eftir hálfan annan áratug er komið upp í Jæssa notkun með núverandi vexti. Verður þvi að gera ráð fyrir, að á þessum tíma þurfi að sjá lyrir þessari orkuvinnslu l’rá Sogsvirkjuninni og auk þess ef lil vill orkuvinnslu handa sérstökum iðnaði i stórum stíl. Ilversu mikið vélaallið þarf að vera, til ]>ess að vinna þessa orku, fer eftir hagnýtingartímanum, og er því í 1. töflu reiknað með þeim þrenns kon- ar hagnýtingartíma, sem þar er tilgreindur. í þau 24 ár, sem liðin eru síðan Elliðaárstöðin tók lil starfa, hefir þessi hagnýtingartími verið breytilegur, fyrstu árin vaxandi upp undir 4800 stundir, en síðan fer lnmn lækkandi niður undir 3000 stundir, þegar Sogsvirkjunin tekur til starfa. Ástæðan fyrir þessari breytingu var sú, að liemla- notkun var tiltölulega meiri fvrstu árin og meiri en vatnsrennsli Elliðaánna leyfði. Varð því að draga úr henni, en auka að sama skapi kwst. mæla notk- unina. Evrstu árin eftir að Sogsvirkjunin tók til starfa, lækkar Iiagnýtingartíininn nokkuð, og má rekja orsökina lil þess öra vaxtar, er varð á notkuninni þessi árin, svo að mesta notaða vélaafl í stöð varð mun liærra síðari hluta árs en fyrri partinn. A þriðja ári Sogsvirkjunarinnar er hagnýtingartím- inn kominn uþþ í 3100 stundir aftur og vex svo örl síðan, og er ástæðan að minnsta kosti árin 1942 og 1943 sú, að vélaaflið var ekki nóg til að sinna þörfinni. Ef svo hefði verið, má telja líklegt, að hagnýtingartíminn hefði orðið minni en 4000 stund- ir þcssi árin. Af rekstri Elliðaárstöðvarinnar má sjá, að það er liægt að hafa áhrif á hagnýtingartímann með sölufvrirkomulagi á raforkunni, og að þar sem sala um mæla er yfirgnæfandi, verður liagnýtingartim- inn fremur lágur, einkum ef notkunin er fábreytt. Það má t. d. auka hagnýtingartímann með því að takmarka vissa notkun, þegar önnur notkun er mest svo sem gert er með suma rafmagnshitun. \ ið alhugun á rafmagnsþörfinni, verður því að gera ráð fyrir mismunandi hagnýtingartíma og reikna með því, sem öruggasl verður, en það er með lágum hagnýtingartíma, þegar áætlun er gerð um nauðsynlegt vélaafl til að anna lilekinni orku- vinnslu. Ef hins vegar er gengið úl frá tilteknu vélaafli, þarf að reikna með háum hagnýtingar- líma á því. lil þess að orkuvinnslan geti orðið full- nægjandi. Af 1. töflu má sjá, að orkuvinnnslan með sama áframhaldi í vextinum og verið hefir, er komin upp í 90 millj. kwst. á ári i árslok 1945, og er það mesta sem talið er öruggt að vinna megi úr Ljósafossi ásamt Elliðaánum. Af I. töflu sést einnig, að mesta afl þarf að verða 26700 lcw. Nú má að vísu gera ráð fyrir þvi jafn- framt, að aukningin i orkuvinnslu á árinu 1944 verði minni en hin árin eða jafnvel engin sökum hita- veitunnar, og má því framlengja þetta mark um eitt ár eða til ársloka 1946. Ef orkuvinnslan heldur svo áfram að vaxa um 10 millj. kwst. á ári, er ljóst, að næsta aukning eftir Ljósafoss getur ekki orðið slöð með aðeins 20—30 millj. kw’st. orku fullvirkjuð, því hún brekkur ekki nema 2 3 ár, heldur verður að hugsa um stærri virkjanir, sem geta gefið 20—30 millj. kw’st. i liverju virkjunarstigi á 2 til 3 ára fresti. Þær Iciðir, sem koma lil athugunar lil þess að anna svo mikilli orkuvinnslu, eru fyrst og fremst virkjanir á vatnsafli, og þar kemur um næstu ára-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.