Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 10
32 TÍMARIT V.F.I. 1947 Aðalæð í smíðum. Búið að einangra nokkuð af pípunum og sjóða ugga á beygjurnar þar sem festubiti á að steypast. Main-line under construction. Part of the line has been in- sulated. Pipes are not yet anchored. Webbs welded on pipe where bearn is to be installed (in center). var utan um þá vafið tjörupappa og bikplötum, er bræddar voru saman á jöðrunum. Ekki fékkst þó nóg af þessu efni vegna ófriðarins, og var því sums- staðar notaður flóki, tjörupappi og asfaltborinn strigi af sérstakri gerð. Innanhúss var notaður flóki og léreft utanum hann. Við hana, þenslustykki og í heimæðabrunnum (sbr. síðar) var notað glerullar- reipi og glerullarmottur, sem höfðu asfaltborinn pappír að utanverðu. Þróin á Reykjum var einangruð með jarðfyllingu, en járnbentu geymarnir á Öskjuhlíð voru einangraðir á þann hátt, að innan í þá kom 15 cm þykkt lag af vikursteypu, þá kom pússlag og þrefalt lag af asfalt- bornu lérefti. Var asfalt þetta af sérstakri gerð með tilliti til hins mikla hita. Til þess að verja asfaltléreft- ið hnjaski kom svo 5 cm járnbent steypa innan á allt saman. I sambandi við einangrun kerfisins má geta þess, að hún þarf að vera tiltölulega bezt á mjóstu pípun- um, sem minnst vatn flytja, og þar sem hraðinn á vatninu er lítill. Þess vegna eru heimæðarnar tiltölu- lega bezt einangraðar, og þess vegna eru jafn víðar steypurennur notaðar fyrir 1” og 6” æðar í bæjar- kerfinu. Einangrun kerfisins er það góð, að þegar kaldast er að vetrinum og mestu vatni er dælt, kólnar vatn- ið aðeins um 2—3° C frá Reykjum niður á Öskjuhlíð, og 3—4° C þaðan út í ystu hús í bænum. Kólnunin er auk einangrunarinnar háð vatnsmagn- inu og stendur í öfugu hlutfalli við það. Þess vegna kólnar vatnið meira á sumrin þegar litlu vatni er dælt. Þetta kemur þó ekki að sök, því þá er miklu minni þörf fyrir hitann og þá nýtist hitinn úr vatn- inu betur (sbr. síðar). Þensla og samdráttur. Svo sem kunnugt er, þenjast hlutir út við hita og dragast saman af kulda. Við hitaveituna er um svo miklar hitabreytingar að ræða, að allt kerfið verður að vera meira eða minna hreyfanlegt. Sérstaklega á þetta við um pípurnar, sem þenjast um nærri 1 mm fyrir hvern lengdarmeter, þegar heita vatninu er hleypt á þær, og dragast saman um sömu lengd, ef þær kólna upp aftur. Af þessum ástæðum er pípunum fest með hæfilegu bili, en á milli festanna eru þenslustykki, sem geta dregist sundur og saman við hitabreytingar. Þau eru af mismunandi gerðum. Á aðalæðinni eru þau byggð líkt og sjónauki þannig að krómuð pípa gengur laus inn í aðra víðari pípu og er bilið milli þeirra þétt með pakkningu, sem ekki er hert meira en svo, að sam- skeytin verða þétt, en hreyfanleg. I bæjarkerfinu eru notaðir bylgjuhólkar af þrem mismunandi gerðum, eru tvær gerðirnar úr stáli, en ein úr eiri með hlífðar- hringjum úr potti. Veggir þessara hólka eru með teygjanlegum þverbylgjum, en til þess að mynda sem minnsta mótstöðu gegn vatninu og fyrirbyggja, að steinar eða annað slíkt setjist í bylgjurnar, er slétt stálpípa innan í hólknum, sem þó er ekki föst nema í annan endann. Þenslustykkin eru með mismunandi mörgum bylgjum, eftir því hve mikla hreyfingu þau eiga að þola. Þenslustykki á aðalæð. Expansion joint on main-line.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.