Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 22
44 TÍMARIT V.F.I. 1947 Ég skal ekki hér fara að telja upp það, sem félagið hefur gert sem slíkt, enda brestur mig til þess kunnug- leika. En eitt atriði vildi ég þó minnast á, sem félag- ið hefur látið til sín taka og ég þekki nokkuð til, og það er, hverjar kröfur beri að gera til þeirra manna, sem kalla sig verkfræðinga. Eftir að lögin ,,um heimild manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara og iðnfræðinga“ voru samþykkt fyrir 10 árum hefur skapazt mögu- leiki til að gera greinarmun á vísindalegri tekniskri menntun og annarri. Þetta hefur kostað nokkur átök, og í ýmsum tilfellum verið sótt allfast á. Þar sem V. F. I. hefur raunverulega í þessu máli úrskurðar- vald, hlaut að velta mikið á því, hvernig þessu valdi yrði beitt. Og mér er kunnugt um það, að félagið hefur í þessu efni gert allháar kröfur eins og vera ber, og staðið á verði gegn mönnum, sem vildu ná þessum réttindum, en ekki höfðu skilyrði til þess eða fullnægðu ekki að öllu þeim kröfum, sem gerðar voru. Að vísu er mér ljóst, að hér er einnig hægt að ganga of langt, og það ber líka að varast, en í stórum dráttum hlýtur þetta að verka þannig, að ungir menn, sem inn á þessa braut vilja leggja, hljóta að kappkosta að afla sér sem fullkomnastrar og óvéfengjanlegastrar menntunar — og það er gott. Ég vil að lokum, og mæli ég þar fyrir munn ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og samkvæmt ósk hennar, færa V. F. í. hugheilar árnaðaróskir á þessu afmæli félagsins, óska, að það megi þroskast og eflast á ókomnum árum eins og það hefur gert hingað til. Ég vil einnig þakka því og meðlimum þess hverjum um sig þau störf, sem það og þeir hafa innt af hönd- um fyrir þjóðina á þeim árum, sem liðin eru frá því félagið var stofnað. Ýmsar athuganir og fréttir. Félagsmál. Aðalfundur VFl var haldinn í Oddfellowhúsinu 26. febr. 1947. Fundarstjóri var Guðmundur Hlíðdal. Formaður gaf skýrslu um störf félagsins og stjómarinnar á liðnu starfsári. Höfðu 5 nýir meðlimir bætzt við á árinu, en 2 gengið úr. Tala félagsmanna var 114. Sjö fundir voru haldnir á árinu og voru viðfarigsefni þeirra, sem hér segir: 1. Geir G. Zoéga talar um Austurveg, 2. Rune Vallander talar um steinsteypu, 3. Jón Skúlason talar um talsamband við útlönd, 4. Trausti Einarsson um bræðslu á móbergi, 5. Steinþór Sigurðsson um kjarnorku, 6. Skemmtifundur. 7. Aðalfundur. Sjóðir félagsins höfðu aukizt um rúmar 5000,00 krónur á árinu og eru nú 10816,00 kr. í félagssjóði en 14945,00 kr. í húsnæðissjóði. Fundurinn kaus dr. Jón Vestdal í nefnd til að athuga með mönnum frá öðrum akademískum stéttarfélögum um sam- eiginleg kaup á húsi. Það nýmæli var samþykkt að taka inn í félagið landmæl- ingasérfræðing frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmanna- höfn. Er þess að vænta, að þessi samþykkt standi í sambandi við aukinn áhuga fyrir frjálslegri inntökuskilyrðum og þá jafn- framt frjálslegri túlkun í titilmálinu. Samþykkt var að hækka ársgjaldið úr 80,00 i 100,00 krónur. Dr. Jón Vestdal, Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri, og Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, voru kosnir í fastanefnd nor- rænna verkfræðinga. Á fundinum fóru fram fjörugar umræður um titilmálið, einkum með tilliti til engilsaxneskra bachelor-prófa. Var að lokum felld tillaga stjórnarinnar um að viðurkenna þessi próf frá viðurkenndum skólum. Situr því enn við fyrri samþykktir í þessu efni. Afstaða sú, sem félagið hefur tekið, er þó naum- ast haldgóð til frambúðar, og væri sizt vanþörf á, að titilmálið væri tekið upp í heild til rækilegrar yfirvegunar. Úr stjórninni gengu Gunnl. Briem og Trausti Einarsson, en í þeirra stað voru kosnir Jón Sigurðsson og Helgi Bergs. Stjórnina skipa því nú: Benedikt Gröndal, formaður. Árni Daníelsson, varaformaður. Eiríkur Briem, bréfritari. Helgi Bergs, ritari. Jón Sigurðsson, gjaldkeri. 60—70 menn voru á fundi, er flest var. Almenna byggingafélagið bauð í vor félögum í VFl að skoða Andakílsárvirkjunina. Var förin fjölmenn og ánægjuleg. Hátíðafundur var haldinn i Oddfellowhúsinu niðri 18. apríl í tilefni af 35 ára afmæli félagsins daginn eftir. Tilkynnti for- maður, að ákveðið hefði verið að gera Thorvald Krabbe, fyrrv. vitamálastjóra, að heiðursfélaga. Helgi Bergs. Steindórsprent h.f.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.