Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 4
26
TÍMARIT V.F.Í. 1947
Reykjavík hulin reykjarmekki áður en hitaveitan kom tilsögunnar. Myndin er tekin af vatnsgeymunum á Rauðar-
árholti.
Smoke over Reykjavík befgre tlie erection of tlie Heatiny Plant.
Hitaveita Reykjavikur.
Erindi flutt af Helga Sigurðssyni, hitaveitustjóra, í Verkfræðingafélagi íslands, 29. nóv. 1944.
Inngangur.
Það hefur verið venja hér í félaginu að kynna
félagsmönnum öll meiri háttar mannvirki, sem byggð
hafa verið hér á landi. Hitaveita Reykjavíkur er
mesta mannvirki, sem Islendingar hafa ráðizt í til
þessa, og þegar formaður félagsins fór þess á leit við
mig, að ég héldi hér erindi um þetta efni, fannst mér
sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Það gefur að skilja,
að þegar um svona mikið mannvirki er að ræða, sem
auk þess er einstakt í sinni röð, þá verða efninu ekki
gerð full skil á jafnskömmum tíma og ég hef hér til
umráða, og ég verð því að fara mjög fljótt yfir sögu
og sleppa ýmsu, sem þó gæti verið fróðlegt að ræða
nánar.
Til þess að bæta að nokkru úr þessu, varð það
að ráði að hafa erindin tvö og að flytja þau á tveim
fundum í röð þannig, að ég byrjaði með því að sýna
félagsmönnum helztu hluta mannvirkisins, eins og
ég hef gert í dag og flytti síðan erindi, er aðallega
yrði lýsing á því, en að Langvad verkfræðingur
skýrði svo á næsta fundi frá ýmsu í sambandi við
byggingu mannvirkisins.
Forsaga.
Það þykir hlýða við svona tækifæri að rekja að-
draganda málsins og geta þeirra manna, sem unnið
hafa að framgangi þess. Ég mun þó ekki gera það
nema að mjög litlu leyti, því forsaga hitaveitunnar
er öllum enn í fersku minni, og ef geta ætti allra
þeirra, er að undirbúningi og framkvæmd mannvirkis-
ins hafa unnið, þá yrði það allt of langt mál.
Saga hitaveitunnar hefst með byggingu gömlu
hitaveitunnar frá Þvottalaugunum, sem byggð var
árið 1930, og rekin er enn í dag. Að undirbúningi
þeirrar veitu unnu þeir Geir G. Zoega, Valgeir Björns-
son og Benedikt Gröndal, auk þeirra Steingríms Jóns-
sonar og Dr. Þorkels Þorkelssonar, er sáu um boran-
irnar við Þvottalaugarnar. Fyrst getið er þessara
manna, verður ekki gengið framhjá Knud Zimsen
þáverandi borgarstjóra, sem einnig er verkfræðingur
og jafnan hafði mikinn áhuga fyrir þessum málum.
Boranirnar við Þvottalaugarnar voru fyrstu bor-
anirnar eftir heitu vatni hér á landi, og mun Stein-
grímur Jónsson hafa átt frumkvæðið að þeim. Þær
hófust árið 1928.
Þessar boranir og gamla hitaveitan gáfu svo góða
raun, að farið var fyrir alvöru að athuga möguleik-
ana á því að hita upp allan bæinn með hveravatni.
Það mun hafa verið Jón heitinn Þorláksson, sem
fyrstur manna sýndi fram á, að gerlegt væri að hita
upp alla Reykjavík með hveravatni, jafnvel þótt sækja
yrði það upp að Reykjum eða upp í Hengil, og varð
hitaveitan eitt af hans hjartfólgnustu málum allt
til dauðadags.
Árið 1933 gerði Reykjavíkurbær samning við eig-
endur jarðanna Reykja og Reykjahvols í Mosfells-
sveit, er heimilaði bænum að bora eftir heitu vatni í
landi þessara jarða og kaupa hitaréttindi þeirra fyr-
ir ákveðið verð, ef bærinn óskaði þess síðar.
Sama ár hófust boranirnar og hefir þeim verið
haldið áfram svo að segja sleitulaust fram á þennan
dag, og enn er borað þarna með tveim borum.