Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 21
TÍMARIT V.F.I. 1947
43
sveita, í iðnaði, samgöngum og yfirleitt á öllum
sviðum.
Á þessari hugsun byggist hin svokallaða „nýsköp-
unarstefna“ fyrverandi stjórnar, sem var fyrst og
fremst fólgin í því að eignast sem fyrst fullkomin
tæki og vinnuvélar til allra verka, til þess að spara
mannfólkið, en nota í þess stað mekaniskan kraft,
þar sem því yrði við komið, að koma upp verksmiðj-
um til að fullvinna afurðirnar og fá út úr þeim
sem mest, og að minnst færi til spillis og síðast en
ekki sízt til þess að auka framleiðsluafköstin. Og á
þessu er einnig byggð hugsun núverandi ríkisstjórn-
ar um planökonomiskt samstarf allra þessara tækja
og aukning þeirra eftir því, sem við verður komið.
— Einnig hér er kallað á verkfræðingana til starfa,
og undir því, hvernig þeim tekst hin tekniska upp-
bygging, er að verulegu leyti komin afkoma þjóð-
arinnar á næstu árum. Því að um það verður ekki
deiit, að þar sem þetta hefur tekizt bezt, er „lífs-
standard“ fólksins, þjóðarinnar allrar, beztur. Hinu
má svo ekki gleyma, að til hvers framleiðslukerfis
svarar ákveðið launahámark hinna vinnandi manna,
og upp fyrir það má ekki fara, ef allt á að geta
gengið eðlilega. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar,
að með aðstoð tekniskra manna, og þá fyrst og
fremst verkfræðinganna, megi takast að losa þjóð-
ina að verulegu leyti út úr þeirri sjálfheldu, sem
kapphlaup stríðsáranna skapaði, og fyrra hana
mestu vandræðunum vegna verðþenslunnar, sem af
því leiddi. Hvort þetta tekst eða ekki, verður reynsl-
an að skera úr um. Og þó að klifa verði eitthvað
niður, ætti það að geta orðið léttara og þægilegra
af þessum sökum.
Enn ber hér að sama brunni og fyrr: Verksvið
verkfræðinganna og verkefni þau, sem þjóðin felur
þeim að leysa, verða æ fjölbreyttari og stærri með
hverju ári og hafa úrslita þýðingu um líf þjóðar-
innar og afkomu.
Samtímis þessari breytingu hefur önnur ekki ó-
merkileg átt sér stað — á hugsunarhætti og lífs-
skoðun þjóðarinnar. — Ég skal nefna tvö lítil dæmi:
Þegar ég var í skóla fyrir rúmum 30 árum eða
skömmu eftir að þetta félag var stofnað, var ég
viðstaddur þar, sem tveir ágætir landskunnir mennta-
menn ræddust við um landsins gagn og nauðsynjar.
Hefur sig þá annar upp úr eins manns hljóði og
segir: Heldurðu nú ekki, að heimurinn kæmist nokk-
urn vegin jafnvel af, þó að engin matematik væri
til? Ég man, hvað ég var hneykslaður. Því að í þá
daga var ekkert, sem ég bar eins takmarkalausa
respekt fyrir og matematikin. Nú getur raunar meir
en verið, að þessi mæti maður hafi ekki meint nokk-
urn skapaðan hlut með spurningunni, en hitt er jafn-
víst, að í þá daga var fjöldi manna, sem taldi hik-
laust óhætt að svara spurningunni játandi.
Ég nefni annað dæmi nýrra. Ég var fyrir stuttu
síðan með gömlum virðulegum embættismanni og
fleirum að ræða um eitthvað, sem ég man nú ekki
lengur hvað var, nema það var eitthvað tengt við
Hornafjörð. Hann segir þá: Hver var prestur í
Bjarnarnesi árið þetta og þetta, sem hann tiltekur.
Engin viðstaddra gat svarað spurningunni. Þær
snuprur, sem við fengum fyrir menntunarskort yngri
kynslóðarinnar, ætla ég ekki að endurtaka hér, en
þær voru ekki all- litlar. Fyrir honum var það sjálf-
sagt menningaratriði að kunna skil á embættismanna-
tali þjóðarinnar og annað velflest í raun og veru
hégómi hjá því. Ef þetta er borið saman við það,
sem þeirri kynslóð er hugstæðast, sem nú er að alast
upp, þá verður allt annað upp á teningnum. Hún
hugsar fyrst og fremst um mekanik og teknik yfir-
leitt, ekki um embættismannatöl og sögur. Hún hugs-
ar um bíla og svifflugvélar, um radio og sjónvarp
o. þ. h. Það er engin tilviljun, að Iðnskólinn í Reykja-
vík er orðinn stærsti skóli landsins með um 1000
nemendur og að iðnnemar á landinu eru nú orðnir
hátt á 2. þúsund og árlega bætast við um 600. —
Og þetta gerist samtímis því, að bændaskólinn á
Hólum er aðeins hálfsetinn og á Hvanneyri vantar
Vi á, að skólinn sé fullskipaður.
Þetta þýðir bersýnilega, að hugur ungu kynslóð-
arinnar stefnir þangað, sem tæknin er, og segja
mætti mér, að þegar landbúnaðurinn, hefur tekið
tilsvarandi tækni í þjónustu sína og iðnaðurinn, þá
muni ekki lengur verða jafn fáliðað þar og nú.
Ég hefi með þessum fáu orðum mínum viljað
leitast við að sýna fram á 1 aðalatriðum þetta:
1) Að hugarfar þjóðarinnar, sem „í 1000 ár hefur
setið við sögur og ljóð“, hefur mjög verið að
breytast nú á síðustu árum, þannig að hugur
hennar beinist nú frekar en nokkru sinni áður
að hinum teknisku viðfangsefnum.
2) Að þjóðinni ríður nú meira á en nokkru sinni
fyrr, til þess að þjóðfélagslegt jafnvægi hald-
ist, að verkfræðingar hennar og aðrir tekniskt
menntaðir menn leysi aðkallandi verkefni at-
vinnulífsins.
3) Að gildi vísindalegra og tekniskra rannsókna
er nú almennt viðurkennt og varið til þeirra
meira fé en til sjálfs háskólans.
4) Að íslenzkir verkfræðingar hafa leyst af hólmi
erlenda stéttarbræður sína hér og tekizt með
prýði að leysa þau verkefni, sem þeim hafa
hingað til verið fengin. Og loks,
5) að meira fé er nú veitt til tekniskra fram-
kvæmda en nokkru sinni áður bæði í krónum
og hlutfallslega af ríkisútgjöldum.
Hlutverk V. F. I. og starf félagsins, sem slíks,
hlýtur að verulegu leyti að hafa mótazt af þessu.