Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 20
42
TÍMARIT V.F.I. 1947
hægt var að geyma til morguns. Hinir vildu ávallt
reyna að ljúka sem fyrst því, sem fyrir lá: vildu
ekki fresta til morguns því, sem hægt var að gera
í dag.
Mér er engin launung á því, að ég var þá í hin-
um síðarnefnda flokki eða vildi að minnsta kosti
vera það.
Nú hafa orðið á þessu gersamleg endaskipti. Sá,
sem áður helzt vildi geyma til morguns, er nú búinn
að gera hlutina áður en maður veit af, en ég, vesal-
ingurinn, geymi nú orðið allt til morguns, sem unnt
er að geyma, meðal annars að semja til fulls ræð-
una, sem ég átti að flytja hér í dag. Vona ég að
mér verði virt þetta á betri veg, eins og gert var í
gamla daga.
Það er um þessar mundir verið að ganga frá af-
greiðslu fjárlaga á Alþingi fyrir árið 1947, að vísu
óvenjulega seint, en til þess liggja ýmsar orsakir,
sem ég mun ekki fara út í að rekja hér. Annað er
einnig óvenjulegt um þau. Þau eru óvenjulega há.
Verða sennilega um 220 millj. kr. Til þess liggja
einnig ýmsar ástæður, sem ég skal heldur ekki fara
út í að rekja En það, sem ég vildi sérstaklega benda
á í þessu sambandi, er það, að mér hefir talizt svo
til, að um það bil Vs þessarar upphæðar, eða ca 70
milljónir króna, fari til verklegra framkvæmda eða
fari á einn eða annan hátt um hendur verkfræðinga
og tekniskt menntaðra manna. Liggur því í augum
uppi, hversu geysiþýðingarmikið það er fyrir þjóð-
ina, að þeir menn, sem eiga að ráðstafa öllu þessu
fé, séu verkinu vaxnir og kunni til hlýtar þá list,
að finna hina beztu mögulegu lausn á þeim verk-
efnum, sem þeir á hverjum tíma eru að fást við.
Og það er mín skoðun, að yfirleitt hafi þetta tekizt
vel.
Það er að vísu svo, að verkfræðingarnir fá oft
og einatt ekki komið fram málum á þann hátt, sem
þeir helzt vildu og telja hagkvæmast, annaðhvort
vegna sérhagsmuna, hreppapólitíkur eða einhvers
slíks, en þá reynir oft hvað mest á að synda milli
skers og báru og komast til lands með sínar tillög-
ur sem mest óskertar — þrátt fyrir öll tilræði. —
Veit ég með vissu, að sá, sem hér á að tala á eftir
mér — vegamálastjórinn — þekkir þetta vel, og
það gera raunar margir fleiri.
Auk þessara háu upphæða, sem ég nú nefndi, koma
svo kaupstaðirnir og þá vitaskuld fyrst og fremst
Reykjavík, með sínar framkvæmdir, ríkisstofnanir,
sveitafélög og einstaklingar. Þegar þetta allt kemur
saman, verður mismunurinn mikill, samanborið við
það, sem var, um það leyti, er V. F. I. var stofnað.
Þá voru fjárlögin, að mig minnir, um 2 millj. kr.,
og af þeirri fjárhæð var varið til verklegra fram-
kvæmda um það bil 1/10 hluta eða um 200 þús. kr.
Verkefni verkfræðinganna í íslenzku þjóðlífi virð-
ist því mikið og ört vaxandi.
Þeir sem muna nokkuð að ráði aftur í tímann,
minnast þess, að fyrrum var það altítt, að hingað
væru sóttir erlendir verkfræðingar til flestra tekn-
iskra starfa. Þetta hefir nú horfið svo að segja með
öllu, nema þegar um sérfræðileg störf hefur verið
að ræða, en það tíðkast í öllum löndum, að sérfræð-
ingar séu fengnir til ákveðinna verka, og er ekkert
við að athuga. Samtímis hefir verksviðið fyrir tekn-
iskt menntaða menn hér ávallt verið að færast út.
I upphafi og enn, er þetta félag var stofnað, voru
það nær eingöngu byggingarverkfræðingar, sem hér
voru starfandi og höfðu auk þess mjög þröngan
verkahring. Vega- og brúargerðir annars vegar og
vitabyggingar og lítils háttar lendingarbætur hins
vegar voru helztu verkefnin. Síðan hefur þetta breyzt
mjög. Byg'gingaverkfræðingarnir hafa fengið fjöl-
þættari viðfangsefni, sem bæjarverkfræðingar, við
vatnsvirkjanir, við verksmiðjubyggingar, við hafn-
argerðir o. fl. o. fl. Rafmagnsverkfræðingar og véla-
verkfræðingar hafa síðan bætzt við og efnaverkfræð-
ingar sömuleiðis. Þessir menn hafa fært verkfræði-
störfin hjá okkur yfir á f jölmörg ný svið. Rafmagns-
og vélaverkfræðingarnir vinna að því að hagnýta
okkar innlendu orkulindir og dreifa orkunni út um
landsbyggðina. Efnaverkfræðingarnir hafa ýmist
hafið ýmsa verksmiðjustarfsemi eða undirbúið hana.
Skipasmíðaverkfræðinga höfum við líka fengið til
að fást við þá starfsemi o. s. frv. Verkfræðingarn-
ir leggja þannig undir sig fleiri og fleiri svið at-
vinnulífsins.
I því sambandi má nefna einnig þá vísindalegu
rannsóknarstarfsemi, sem hér er að komast á lagg-
irnar og fjöldi tekniskt menntaðra manna starfar
nú að. Þó að þar séu ekki allir verkfræðingar, held-
ur náttúrufræðingar og ýmiss konar iðnfræðingar,
þá er hér um að ræða starfsemi, sem er hinni svo
náskyld og tengd, að hún verður þar ekki frá skilin.
Til atvinnudeildar háskólans, rannsókna þar,
land- og sjómælinga er t. d. í ár gert ráð fyrir að
veita nærri 2 millj. kr. eða hærri upphæð en til rekst-
urs alls háskólans sjálfs, og er þó á ýmsum liðum
of lágt. Þetta sýnir bezt, hve geysiþýðingarmikil
þessi starfsemi er orðin, og hve mikið veltur á, að
hún fari vel úr hendi.
Ég vil í þessu sambandi einnig minnast á, að
margir halda því nú fram, að í fullkomið óefni sé
stefnt með allt verðlag í landinu og þar með, að
skilyrðin til framleiðslustarfsemi séu að verða slík,
að hún hljóti að stöðvast, ef ekki sé að gert, og það
er ekki hægt að neita því, að vissulega er þarna
mikil hætta yfirvofandi. Hins vegar hefur bæði fyrr-
verandi og núverandi ríkisstjórn litið svo á, að veru-
lega mætti úr þessari hættu draga með því að
„mekanisera“ og „rationalisera“ aðalatvinnuvegi
okkar og framleiðslustarfsemi bæði til sjávar og